Metfjöldi skemmtiferðaskipa í sumar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 19. mars 2024 16:01 Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir tímabært að bærinn sé með stefnu um hversu mörgum ferðamönnum skemmtiferðaskipa hann sé tilbúinn að taka á móti. Vísir/Einar Aldrei hafa jafn mörg skemmtiferðaskip boðað koma sína á Ísafjörð líkt og í sumar. Bæjarstjórinn segir unnið að því að tryggja að ferðamenn í bænum verði ekki fleiri en innviðirnir þola. Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins er væntanlegt á Ísafjörð í apríl. Þegar hafa 218 skip boðað komu sína þetta árið. „Skipum hefur fjölgað verulega síðustu árin. Nema náttúrulega Covid árin en við erum að sjá verulega fjölgun og það er auðvitað metfjöldi skipa bókaður í sumar,“ segir Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Skipin verða nokkuð fleiri en í fyrra en þá komu rúmlega hundrað og áttatíu skip. Tæplega fjögur þúsund manns búa í bænum en farþegarnir í stærstu skipunum geta verið nokkuð fleiri. Þegar mest er um að vera eru yfir sex þúsund farþegar skemmtiferðaskipa á rölti um bæinn. „Það er ofboðslega mikið álag þá á alla innviði og við finnum að það eru þungir dagar. Meðan við erum ekki með meiri afþreyingu og ekki fleiri rútur þá er þetta bara þungt. Það hefur verulega neikvæð áhrif á gesti þessara skipa ef Ísafjörður er fullur og á nágrannabyggðir. Þá er þetta bara neikvæð upplifun og það viljum við ekki.“ Arna segir að bæjaryfirvöld séu að vinna sérstaka stefnu í mótttöku skemmtiferðaskipa með það í huga að tryggja að ferðamennirnir verði ekki fleiri en innviðirnir þola. „Í þessari stefnu sem núna er til umsagnar þá setjum við stopp við þegar farþegafjöldinn er kominn upp í átta þúsund hámarksfjöldi í skipi.“ Á síðustu árum hefur töluvert verið um framkvæmdir á hafnarsvæðinu. „Við höfum verið í stórum framkvæmdum á Sundabakka. Við höfum verið að lengja hann og í miklum landvinningum og það hefur orðið til þess að við erum að fá nýjar lóðir þar sem við sjáum fyrir okkur að fyrirtæki hér eru að fara að byggja upp. Við erum þegar búin að gera viljayfirlýsingu við Vélsmiðjuna Þrym sem verður þarna með hafsækna starfsemi og svo liggur fyrir að bæði Kerecis og Háafell munu byggja líka á Suðurtanganum. Þannig að það er bara ofboðslega margt í gangi og margt skemmtilegt.“ Ísafjarðarbær Skemmtiferðaskip á Íslandi Hafnarmál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ísfirðingar fengu loksins dýpkunarskip Dýpkunarskip Björgunar kom loksins til Ísafjarðar í gær til þess að dýpka Sundahöfn. Dýpkun hafnarinnar átti upphaflega að hefjast í maí síðastliðnum. Hafnarstjórinn kveðst ánægður með að unnt verði að hefjast handa á réttu ári. 29. desember 2022 18:23 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira
Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins er væntanlegt á Ísafjörð í apríl. Þegar hafa 218 skip boðað komu sína þetta árið. „Skipum hefur fjölgað verulega síðustu árin. Nema náttúrulega Covid árin en við erum að sjá verulega fjölgun og það er auðvitað metfjöldi skipa bókaður í sumar,“ segir Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Skipin verða nokkuð fleiri en í fyrra en þá komu rúmlega hundrað og áttatíu skip. Tæplega fjögur þúsund manns búa í bænum en farþegarnir í stærstu skipunum geta verið nokkuð fleiri. Þegar mest er um að vera eru yfir sex þúsund farþegar skemmtiferðaskipa á rölti um bæinn. „Það er ofboðslega mikið álag þá á alla innviði og við finnum að það eru þungir dagar. Meðan við erum ekki með meiri afþreyingu og ekki fleiri rútur þá er þetta bara þungt. Það hefur verulega neikvæð áhrif á gesti þessara skipa ef Ísafjörður er fullur og á nágrannabyggðir. Þá er þetta bara neikvæð upplifun og það viljum við ekki.“ Arna segir að bæjaryfirvöld séu að vinna sérstaka stefnu í mótttöku skemmtiferðaskipa með það í huga að tryggja að ferðamennirnir verði ekki fleiri en innviðirnir þola. „Í þessari stefnu sem núna er til umsagnar þá setjum við stopp við þegar farþegafjöldinn er kominn upp í átta þúsund hámarksfjöldi í skipi.“ Á síðustu árum hefur töluvert verið um framkvæmdir á hafnarsvæðinu. „Við höfum verið í stórum framkvæmdum á Sundabakka. Við höfum verið að lengja hann og í miklum landvinningum og það hefur orðið til þess að við erum að fá nýjar lóðir þar sem við sjáum fyrir okkur að fyrirtæki hér eru að fara að byggja upp. Við erum þegar búin að gera viljayfirlýsingu við Vélsmiðjuna Þrym sem verður þarna með hafsækna starfsemi og svo liggur fyrir að bæði Kerecis og Háafell munu byggja líka á Suðurtanganum. Þannig að það er bara ofboðslega margt í gangi og margt skemmtilegt.“
Ísafjarðarbær Skemmtiferðaskip á Íslandi Hafnarmál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ísfirðingar fengu loksins dýpkunarskip Dýpkunarskip Björgunar kom loksins til Ísafjarðar í gær til þess að dýpka Sundahöfn. Dýpkun hafnarinnar átti upphaflega að hefjast í maí síðastliðnum. Hafnarstjórinn kveðst ánægður með að unnt verði að hefjast handa á réttu ári. 29. desember 2022 18:23 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira
Ísfirðingar fengu loksins dýpkunarskip Dýpkunarskip Björgunar kom loksins til Ísafjarðar í gær til þess að dýpka Sundahöfn. Dýpkun hafnarinnar átti upphaflega að hefjast í maí síðastliðnum. Hafnarstjórinn kveðst ánægður með að unnt verði að hefjast handa á réttu ári. 29. desember 2022 18:23