Sport

Dag­skráin í dag: Meistara­deild Evrópu, ís­hokkí og Körfu­bolta­kvöld

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gott tímabil Inter getur haldið áfram í kvöld en liðið er 1-0 yfir í einvígi sínu gegn Atlético Madríd í Meistaradeild Evrópu.
Gott tímabil Inter getur haldið áfram í kvöld en liðið er 1-0 yfir í einvígi sínu gegn Atlético Madríd í Meistaradeild Evrópu. Ivan Romano/Getty Images

Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag.

Stöð 2 Sport

Klukkan 19.10 er viðureign Keflavíkur og Hauka í Subway-deild kvenna í körfubolta á dagskrá. Klukkan 21.10 er komið að Körfuboltakvöldi kvenna.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 14.50 er leikur AC Milan og Real Madríd í UEFA Youth League, Meistaradeild Evrópu U-19 ára liða, á dagskrá. Klukkan 16.50 er komið að leik Mainz og Porto í sömu keppni.

Klukkan 19.15 hefst upphitun fyrir leiki kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Klukkan 19.50 er komið að leik Borussia Dortmund og PSV í 16-liða úrslitum. Staðan í einvíginu er 1-1 fyrir leik kvöldsins.

Klukkan 22.00 eru Meistaradeildarmörkin á dagskrá. Þar verður farið yfir leiki kvöldsins.

Vodafone Sport

Klukkan 19.50 mætast Atlético Madríd og Inter í Meistaradeildinni. Staðan er 1-0 Inter í vil.

Klukkan 23.35 er leikur Winnipeg Jets og Nashville Predators í NHL-deildinni í íshokkí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×