Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum glæsileg að vanda Meistaradeild Líflands 12. mars 2024 13:30 Eyrún Ýr Pálsdóttir og Hrannar frá Flugumýri II Það má segja að Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum sé hápunktur hestamennskunnar á þessum árstíma þótt við flóruna hafa bæst margar innanhúsdeildir undanfarin ár og eru haldnar víða um land. Meistaradeildin í hestaíþróttum samanstendur af 7 liðum með 4-5 knöpum þar sem 3 úr hverju liði keppa hverju sinni. Þarna mæta bestu knapar og hestar landsins og keppa í 8 greinum yfir tímabilið. Eftir hverja grein er krýndur sigurvegari en einnig fer fram stigasöfnun og á lokakeppninni er krýndur stigahæsti knapinn ásamt stigahæsta liðinu. Viðar Ingólfsson og Eldur frá Mið-Fossum Nú eru þrjár keppnir búnar og hefur keppnin verið gríðarlega sterk hingað til og ekki hefur það skemmt fyrir að áhorfendastúkan í HorseDay höllinni er iðulega þétt setin. Í vetur hefur Veisluþjónusta Suðurlands boðið upp á veitingar í veislusal reiðhallarinnar sem hafa vakið gríðarlega lukku meðal gesta og gefur fólki tækifæri til að njóta samveru, veitinga og hestakosts allt í senn. Keppninni er streymt beint á streymisveitu Alendis svo það eru ekki bara þeir sem mæta í HorseDay höllina á Ingólfshvoli sem njóta góðs af heldur eru það hestaaðdáendur um allan heim sem bíða í eftirvæntingu eftir hverri keppni til að fylgjast með beinni útsendingu Alendis. Glódís Líf og Snillingur frá Íbishóli Fimmtudaginn 29. febrúar síðastliðin var keppt í fimmgangi í boði Toyota Selfoss sem bauð öllum gestum frítt á viðburðinn. Margir sterkir hestar voru skráðir til leiks, miklir reynsluboltar innan um nýja og efnilega. Það var ljóst að hestar og knapar mættu vel undirbúnir til leiks. Þennan dag var einnig Alþjóðlegur dagur sjaldgæfra sjúkdóma og heilkenna og var gaman að sjá að einstaka knapar glitruðu fyrir Einstök börn. Það var Elísabet Sveinsdóttir, Sleipnisfélgi, sem fór af stað með að hvetja alla hestamenn að glitra fyrir félagið, en félagið stendur henni mjög nærri. Elísabet hafði samband við stjórn Meistaradeildar og óskaði eftir því að fá þau í lið með sér að vekja athygli á málefninu, bæði með því að hvetja knapa Meistaradeildarinnar til að glitra fyrir Einstök börn í keppninni ásamt því að færa verðlauna knöpum Drekahjarta til styrktar félagsins. Við viljum bæði þakka Elísabetu fyrir að vekja athygli á þessu einstaka málefni ásamt þeim knöpum sem sýndu því lit með því að glitra með hestum sínum þetta kvöld. Elísabet Sveinsdóttir og Eyrún Ýr Pálsdóttir Að lokinni forkeppni í fimmgangnum voru það Ásmundur Ernir Snorrason og Askur frá Holtsmúla 1 sem leiddu en fast á hæla hans komu Teitur og Nóta frá Flugumýri II, Glódís Rún og Snillingur frá Íbishóli, Sigurður Vignir og Hlekkur frá Saurbæ, Árni Björn og Ísbjörg frá Blesastöðum 1A og Eyrún Ýr og Hrannar frá Flugumýri II sem öllu unnu sér keppnisrétt í A-úrslitum. Teitur Árnason, Eyrún Ýr og Glódís rún glitruðu fyrir einstök börn. Það mátti búa sig undir spennandi fimmgangs úrslit en þegar komið var að loka atriðinu, skeiðinu, leiddu Eyrún Ýr og Hrannar frá Flugumýri II en þau komu síðust inn í úrslitin. Hvern glæsisprettinn á fætur öðrum mátti sjá og mikil spenna ríkti hver myndi standa uppi sem sigurvegari. Að lokum voru það reynsluboltarnir Eyrún Ýr og Hrannar frá Flugumýri II og ljóst að enn einn titillinn bættist í hús hjá þessu glæsilega pari, sigur í fimmgangi Meistaradeildar Líflands 2024. Í öðru sæti voru Sigurður Vignir og Hlekkur frá Saurbæ, Glódís Rún og Snillingur frá Íbishóli í því þriðja. Þar á eftir Ásmundur Ernir og Askur frá Holtsmúla I í því fjórða, Teitur og Nóta frá Flugumýri II í því fimmta og loks Árni Björn og Ísbjörg frá Blesastöðum II í því sjötta. Sigurvegarar kvöldsins. Frá vinstir: Sigurður Vignir Matthíasson, Eyrún Ýr Pálsdóttir og Glódís Líf Sigurðardóttir Liðakeppni kvöldsins sigraði lið Top Reiters með 54 stig en liðið var með alla sína knapa í úrslitum, þau Teit Árnason, Eyrúnu Ýri Pálsdóttur og Árna Björn Pálsson. Eftir fimmganginn leiðir Glódís Rún einstaklingskeppnina í með 28 stig en liðakeppnina er það lið Hestvits/Árbakka sem leiðir nokkuð örugglega með 130.5 stig. Sigurvegarar í liðakeppni kvöldsins var lið Top Reiter. Frá vinstri, Teitur Árnason ásamt Stormi, Eyrún Ýr Pálsdóttir og Árni Björn Pálsson. Næsta mót er fimmtudaginn 15. mars næstkomandi þegar keppt verður í Gæðingalist. Gæðingalist er heldur frábrugðin venjulegum hringvallagreinum en sýna þarf vel þjálfaðan gæðing á listrænan hátt. Knapi fléttar saman gangtegundum og æfingum og sýnir í einni heild, jafnvægi, þjálni, kraft og fimi hestsins. Hesturinn þarf að vera rólegur en einbeittur, sýna framhugsun og vera taktfastur, frjáls og sveigjanlegur. Í fyrra var það Olil Amble og Glampi frá Ketilsstöðum sem sigruðu með eftirminnanlegri sýningu. Í ár megum við búa okkur undir glæsilega keppni þar sem ávallt fleiri eru að verða mjög færir í þessari grein en hún hefur þróast mikið síðustu ár og regluverkið orðið aðgengilegra. Olil Amble og Glampi frá Ketilsstöðum sigrðu gæðingalistina í Meistaradeild Líflands 2023. Gaman að segja frá því að liðin hafa tækifæri til þess einu sinni yfir tímabilið að fá lánaðan utanaðkomandi knapa til að keppa fyrir hönd liðsins og er það reynslan að liðunum nýta sér það oft í gæðingalistinni. Olil kom sem villiköttur fyrir lið Hjarðartúns í fyrra og verður spennandi að sjá hvort við munum sjá marga slíka keppendur á föstudaginn. Á föstudaginn ætlarBÍLASALAN BÍLFANG að bjóða áhorfendum frítt inn í HorseDay höllina á Ingólfshvoli. Veitingarnar verða á sínum stað á vegum Veisluþjónustu Suðurlands og því tilvalið að mæta tímanlega og gæða sér á veitingum bæði fyrir keppni og á meðan henni stendur. Þau ykkar sem ekki komast geta tryggt sér áskrift og horft áAlendis Sjáumst í HorseDay höllinni föstudaginn 15. mars. Sigurvegarar kvöldsins. Eyrún Ýr og Hrannar frá Flugumýri II Staðan í liðakeppni 1. Hestvit / Árbakki 130.5 stig 2. Ganghestar / Margrétarhof 118.5 stig 3. Hjarðartún 116.5 stig 4. Top Reiter 99 stig 5. Hrímnir / Hest.is 93.5 stig 6. Þjóðólfshagi / Sumarliðabær 73 stig 7. Austurkot / Pula 61 stig Staðan í einstaklingskeppni 1. Glódís Rún Sigurðardóttir 28 stig 2. Jakob Svavar Sigurðsson 22 stig 3. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir 17 stig 4. Ásmundur Ernir Snorrason 15 stig 5. Eyrún Ýr Pálsdóttir 12 stig NIÐURSTÖÐUR FIMMGANGUR F11 Eyrún Ýr Pálsdóttir Hrannar frá Flugumýri II Top Reiter 7,832 Sigurður Vignir Matthíasson Hlekkur frá Saurbæ Ganghestar / Margrétarhof 7,363 Glódís Rún Sigurðardóttir Snillingur frá Íbishóli Hestvit / Árbakki 7,314 Ásmundur Ernir Snorrason Askur frá Holtsmúla 1 Hrímnir / Hest.is 7,295 Teitur Árnason Nóta frá Flugumýri II Top Reiter 7,196 Árni Björn Pálsson Ísbjörg frá Blesastöðum 1A Top Reiter 7,147 Þorgeir Ólafsson Aþena frá Þjóðólfshaga 1 Þjóðólfshagi / Sumarliðabær 6,778 Ólafur Andri Guðmundsson Móeiður frá Feti Austurkot / Pula 6,709-12 Bjarni Jónasson Harpa Sjöfn frá Hvolsvelli Þjóðólfshagi / Sumarliðabær 6,679-12 Elvar Þormarsson Djáknar frá Selfossi Hjarðartún 6,679-12 Ragnhildur Haraldsdóttir Ísdís frá Árdal Ganghestar / Margrétarhof 6,679-12 Gústaf Ásgeir Hinriksson Hringjari frá Efri-Fitjum Hestvit / Árbakki 6,613 Jóhann Kristinn Ragnarsson Spyrnir frá Bárubæ Austurkot / Pula 6,6014 Flosi Ólafsson Steinar frá Stíghúsi Hrímnir / Hest.is 6,5715-17 Sigurður Sigurðarson Mánadís frá Litla-Dal Þjóðólfshagi / Sumarliðabær 6,5015-17 Jakob Svavar Sigurðsson Gleði frá Hólaborg Hjarðartún 6,5015-17 Viðar Ingólfsson Eldur frá Mið-Fossum Hrímnir / Hest.is 6,5018 Hans Þór Hilmarsson Ölur frá Reykjavöllum Hjarðartún 6,4319 Pierre Sandsten Hoyos Heba frá Íbishóli Hestvit / Árbakki 6,4020 Páll Bragi Hólmarsson Snjall frá Austurkoti Austurkot / Pula 6,1321 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Kamma frá Margrétarhofi Ganghestar / Margrétarhof 5,9722 Konráð Valur Sveinsson Seiður frá Hólum UPPBOÐSSÆTI 5,57 Dagskrá vetrarins: ● 25. janúar - Fjórgangur - 19:00 HorseDay Höllin Ingólfshvoli ● 8. febrúar - Slaktaumatölt - 19:00 HorseDay Höllin Ingólfshvoli ● 29. Febrúar - Fimmgangur - 19:00 HorseDay Höllin Ingólfshvoli ● 15. Mars - Gæðingafimi - 19:00 HorseDay Höllin Ingólfshvoli ● 30. mars - Gæðingaskeið og 150m skeið - 14:00 Selfoss Brávöllum ● 12.apríl - Tölt og 100 m skeið - 19:00 HorseDay-Höllin Ingólfshvoli - Lokahátið View this post on Instagram A post shared by Meistaradeildin (@meistaradeildin) Hestar Hestaíþróttir Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Meistaradeildin í hestaíþróttum samanstendur af 7 liðum með 4-5 knöpum þar sem 3 úr hverju liði keppa hverju sinni. Þarna mæta bestu knapar og hestar landsins og keppa í 8 greinum yfir tímabilið. Eftir hverja grein er krýndur sigurvegari en einnig fer fram stigasöfnun og á lokakeppninni er krýndur stigahæsti knapinn ásamt stigahæsta liðinu. Viðar Ingólfsson og Eldur frá Mið-Fossum Nú eru þrjár keppnir búnar og hefur keppnin verið gríðarlega sterk hingað til og ekki hefur það skemmt fyrir að áhorfendastúkan í HorseDay höllinni er iðulega þétt setin. Í vetur hefur Veisluþjónusta Suðurlands boðið upp á veitingar í veislusal reiðhallarinnar sem hafa vakið gríðarlega lukku meðal gesta og gefur fólki tækifæri til að njóta samveru, veitinga og hestakosts allt í senn. Keppninni er streymt beint á streymisveitu Alendis svo það eru ekki bara þeir sem mæta í HorseDay höllina á Ingólfshvoli sem njóta góðs af heldur eru það hestaaðdáendur um allan heim sem bíða í eftirvæntingu eftir hverri keppni til að fylgjast með beinni útsendingu Alendis. Glódís Líf og Snillingur frá Íbishóli Fimmtudaginn 29. febrúar síðastliðin var keppt í fimmgangi í boði Toyota Selfoss sem bauð öllum gestum frítt á viðburðinn. Margir sterkir hestar voru skráðir til leiks, miklir reynsluboltar innan um nýja og efnilega. Það var ljóst að hestar og knapar mættu vel undirbúnir til leiks. Þennan dag var einnig Alþjóðlegur dagur sjaldgæfra sjúkdóma og heilkenna og var gaman að sjá að einstaka knapar glitruðu fyrir Einstök börn. Það var Elísabet Sveinsdóttir, Sleipnisfélgi, sem fór af stað með að hvetja alla hestamenn að glitra fyrir félagið, en félagið stendur henni mjög nærri. Elísabet hafði samband við stjórn Meistaradeildar og óskaði eftir því að fá þau í lið með sér að vekja athygli á málefninu, bæði með því að hvetja knapa Meistaradeildarinnar til að glitra fyrir Einstök börn í keppninni ásamt því að færa verðlauna knöpum Drekahjarta til styrktar félagsins. Við viljum bæði þakka Elísabetu fyrir að vekja athygli á þessu einstaka málefni ásamt þeim knöpum sem sýndu því lit með því að glitra með hestum sínum þetta kvöld. Elísabet Sveinsdóttir og Eyrún Ýr Pálsdóttir Að lokinni forkeppni í fimmgangnum voru það Ásmundur Ernir Snorrason og Askur frá Holtsmúla 1 sem leiddu en fast á hæla hans komu Teitur og Nóta frá Flugumýri II, Glódís Rún og Snillingur frá Íbishóli, Sigurður Vignir og Hlekkur frá Saurbæ, Árni Björn og Ísbjörg frá Blesastöðum 1A og Eyrún Ýr og Hrannar frá Flugumýri II sem öllu unnu sér keppnisrétt í A-úrslitum. Teitur Árnason, Eyrún Ýr og Glódís rún glitruðu fyrir einstök börn. Það mátti búa sig undir spennandi fimmgangs úrslit en þegar komið var að loka atriðinu, skeiðinu, leiddu Eyrún Ýr og Hrannar frá Flugumýri II en þau komu síðust inn í úrslitin. Hvern glæsisprettinn á fætur öðrum mátti sjá og mikil spenna ríkti hver myndi standa uppi sem sigurvegari. Að lokum voru það reynsluboltarnir Eyrún Ýr og Hrannar frá Flugumýri II og ljóst að enn einn titillinn bættist í hús hjá þessu glæsilega pari, sigur í fimmgangi Meistaradeildar Líflands 2024. Í öðru sæti voru Sigurður Vignir og Hlekkur frá Saurbæ, Glódís Rún og Snillingur frá Íbishóli í því þriðja. Þar á eftir Ásmundur Ernir og Askur frá Holtsmúla I í því fjórða, Teitur og Nóta frá Flugumýri II í því fimmta og loks Árni Björn og Ísbjörg frá Blesastöðum II í því sjötta. Sigurvegarar kvöldsins. Frá vinstir: Sigurður Vignir Matthíasson, Eyrún Ýr Pálsdóttir og Glódís Líf Sigurðardóttir Liðakeppni kvöldsins sigraði lið Top Reiters með 54 stig en liðið var með alla sína knapa í úrslitum, þau Teit Árnason, Eyrúnu Ýri Pálsdóttur og Árna Björn Pálsson. Eftir fimmganginn leiðir Glódís Rún einstaklingskeppnina í með 28 stig en liðakeppnina er það lið Hestvits/Árbakka sem leiðir nokkuð örugglega með 130.5 stig. Sigurvegarar í liðakeppni kvöldsins var lið Top Reiter. Frá vinstri, Teitur Árnason ásamt Stormi, Eyrún Ýr Pálsdóttir og Árni Björn Pálsson. Næsta mót er fimmtudaginn 15. mars næstkomandi þegar keppt verður í Gæðingalist. Gæðingalist er heldur frábrugðin venjulegum hringvallagreinum en sýna þarf vel þjálfaðan gæðing á listrænan hátt. Knapi fléttar saman gangtegundum og æfingum og sýnir í einni heild, jafnvægi, þjálni, kraft og fimi hestsins. Hesturinn þarf að vera rólegur en einbeittur, sýna framhugsun og vera taktfastur, frjáls og sveigjanlegur. Í fyrra var það Olil Amble og Glampi frá Ketilsstöðum sem sigruðu með eftirminnanlegri sýningu. Í ár megum við búa okkur undir glæsilega keppni þar sem ávallt fleiri eru að verða mjög færir í þessari grein en hún hefur þróast mikið síðustu ár og regluverkið orðið aðgengilegra. Olil Amble og Glampi frá Ketilsstöðum sigrðu gæðingalistina í Meistaradeild Líflands 2023. Gaman að segja frá því að liðin hafa tækifæri til þess einu sinni yfir tímabilið að fá lánaðan utanaðkomandi knapa til að keppa fyrir hönd liðsins og er það reynslan að liðunum nýta sér það oft í gæðingalistinni. Olil kom sem villiköttur fyrir lið Hjarðartúns í fyrra og verður spennandi að sjá hvort við munum sjá marga slíka keppendur á föstudaginn. Á föstudaginn ætlarBÍLASALAN BÍLFANG að bjóða áhorfendum frítt inn í HorseDay höllina á Ingólfshvoli. Veitingarnar verða á sínum stað á vegum Veisluþjónustu Suðurlands og því tilvalið að mæta tímanlega og gæða sér á veitingum bæði fyrir keppni og á meðan henni stendur. Þau ykkar sem ekki komast geta tryggt sér áskrift og horft áAlendis Sjáumst í HorseDay höllinni föstudaginn 15. mars. Sigurvegarar kvöldsins. Eyrún Ýr og Hrannar frá Flugumýri II Staðan í liðakeppni 1. Hestvit / Árbakki 130.5 stig 2. Ganghestar / Margrétarhof 118.5 stig 3. Hjarðartún 116.5 stig 4. Top Reiter 99 stig 5. Hrímnir / Hest.is 93.5 stig 6. Þjóðólfshagi / Sumarliðabær 73 stig 7. Austurkot / Pula 61 stig Staðan í einstaklingskeppni 1. Glódís Rún Sigurðardóttir 28 stig 2. Jakob Svavar Sigurðsson 22 stig 3. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir 17 stig 4. Ásmundur Ernir Snorrason 15 stig 5. Eyrún Ýr Pálsdóttir 12 stig NIÐURSTÖÐUR FIMMGANGUR F11 Eyrún Ýr Pálsdóttir Hrannar frá Flugumýri II Top Reiter 7,832 Sigurður Vignir Matthíasson Hlekkur frá Saurbæ Ganghestar / Margrétarhof 7,363 Glódís Rún Sigurðardóttir Snillingur frá Íbishóli Hestvit / Árbakki 7,314 Ásmundur Ernir Snorrason Askur frá Holtsmúla 1 Hrímnir / Hest.is 7,295 Teitur Árnason Nóta frá Flugumýri II Top Reiter 7,196 Árni Björn Pálsson Ísbjörg frá Blesastöðum 1A Top Reiter 7,147 Þorgeir Ólafsson Aþena frá Þjóðólfshaga 1 Þjóðólfshagi / Sumarliðabær 6,778 Ólafur Andri Guðmundsson Móeiður frá Feti Austurkot / Pula 6,709-12 Bjarni Jónasson Harpa Sjöfn frá Hvolsvelli Þjóðólfshagi / Sumarliðabær 6,679-12 Elvar Þormarsson Djáknar frá Selfossi Hjarðartún 6,679-12 Ragnhildur Haraldsdóttir Ísdís frá Árdal Ganghestar / Margrétarhof 6,679-12 Gústaf Ásgeir Hinriksson Hringjari frá Efri-Fitjum Hestvit / Árbakki 6,613 Jóhann Kristinn Ragnarsson Spyrnir frá Bárubæ Austurkot / Pula 6,6014 Flosi Ólafsson Steinar frá Stíghúsi Hrímnir / Hest.is 6,5715-17 Sigurður Sigurðarson Mánadís frá Litla-Dal Þjóðólfshagi / Sumarliðabær 6,5015-17 Jakob Svavar Sigurðsson Gleði frá Hólaborg Hjarðartún 6,5015-17 Viðar Ingólfsson Eldur frá Mið-Fossum Hrímnir / Hest.is 6,5018 Hans Þór Hilmarsson Ölur frá Reykjavöllum Hjarðartún 6,4319 Pierre Sandsten Hoyos Heba frá Íbishóli Hestvit / Árbakki 6,4020 Páll Bragi Hólmarsson Snjall frá Austurkoti Austurkot / Pula 6,1321 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Kamma frá Margrétarhofi Ganghestar / Margrétarhof 5,9722 Konráð Valur Sveinsson Seiður frá Hólum UPPBOÐSSÆTI 5,57 Dagskrá vetrarins: ● 25. janúar - Fjórgangur - 19:00 HorseDay Höllin Ingólfshvoli ● 8. febrúar - Slaktaumatölt - 19:00 HorseDay Höllin Ingólfshvoli ● 29. Febrúar - Fimmgangur - 19:00 HorseDay Höllin Ingólfshvoli ● 15. Mars - Gæðingafimi - 19:00 HorseDay Höllin Ingólfshvoli ● 30. mars - Gæðingaskeið og 150m skeið - 14:00 Selfoss Brávöllum ● 12.apríl - Tölt og 100 m skeið - 19:00 HorseDay-Höllin Ingólfshvoli - Lokahátið View this post on Instagram A post shared by Meistaradeildin (@meistaradeildin)
NIÐURSTÖÐUR FIMMGANGUR F11 Eyrún Ýr Pálsdóttir Hrannar frá Flugumýri II Top Reiter 7,832 Sigurður Vignir Matthíasson Hlekkur frá Saurbæ Ganghestar / Margrétarhof 7,363 Glódís Rún Sigurðardóttir Snillingur frá Íbishóli Hestvit / Árbakki 7,314 Ásmundur Ernir Snorrason Askur frá Holtsmúla 1 Hrímnir / Hest.is 7,295 Teitur Árnason Nóta frá Flugumýri II Top Reiter 7,196 Árni Björn Pálsson Ísbjörg frá Blesastöðum 1A Top Reiter 7,147 Þorgeir Ólafsson Aþena frá Þjóðólfshaga 1 Þjóðólfshagi / Sumarliðabær 6,778 Ólafur Andri Guðmundsson Móeiður frá Feti Austurkot / Pula 6,709-12 Bjarni Jónasson Harpa Sjöfn frá Hvolsvelli Þjóðólfshagi / Sumarliðabær 6,679-12 Elvar Þormarsson Djáknar frá Selfossi Hjarðartún 6,679-12 Ragnhildur Haraldsdóttir Ísdís frá Árdal Ganghestar / Margrétarhof 6,679-12 Gústaf Ásgeir Hinriksson Hringjari frá Efri-Fitjum Hestvit / Árbakki 6,613 Jóhann Kristinn Ragnarsson Spyrnir frá Bárubæ Austurkot / Pula 6,6014 Flosi Ólafsson Steinar frá Stíghúsi Hrímnir / Hest.is 6,5715-17 Sigurður Sigurðarson Mánadís frá Litla-Dal Þjóðólfshagi / Sumarliðabær 6,5015-17 Jakob Svavar Sigurðsson Gleði frá Hólaborg Hjarðartún 6,5015-17 Viðar Ingólfsson Eldur frá Mið-Fossum Hrímnir / Hest.is 6,5018 Hans Þór Hilmarsson Ölur frá Reykjavöllum Hjarðartún 6,4319 Pierre Sandsten Hoyos Heba frá Íbishóli Hestvit / Árbakki 6,4020 Páll Bragi Hólmarsson Snjall frá Austurkoti Austurkot / Pula 6,1321 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Kamma frá Margrétarhofi Ganghestar / Margrétarhof 5,9722 Konráð Valur Sveinsson Seiður frá Hólum UPPBOÐSSÆTI 5,57
Hestar Hestaíþróttir Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira