Átján boða forsetaframboð Jakob Bjarnar skrifar 11. mars 2024 11:57 Kristján Jökull einkaþjálfari er meðal þeirra átján sem hafa boðað forsetaframboð. facebook Meðal nýrra frambjóðenda er Kristján Jökull Aðalsteinsson einkaþjálfari sem hefur vakið athygli fyrir ógnandi skilaboð til Hildar Lilliendahl. Átján einstaklingar hafa meldað sig til leiks og boðað forsetaframboð. Það hafa þeir gert með því að stofna til meðmælasöfnunar fyrir forsetaframboð. Aðeins frambjóðandi sjálfur getur stofnað til slíkrar meðmælasöfnunar. Nú eru átján mættir til leiks sem slíkir. Einn sá nýjasti á lista er Kristján Jökull Aðalsteinsson einkaþjálfari en hann var um hríð fastur gestur í útvarpsþættinum Harmageddon þar sem hann kynnti sig sem hægri mann. Bragi Páll Sigurðsson þá blaðamaður Stundarinnar sló því upp að hann hafi haft uppi ógnandi tilburði við Hildi Lilliendahl femínista. Meðal annars með einkaskilaboðunum: „Vantar einn svona harðan til að útrýma þessum öfgafemínistum.“ Auk þeirra átján sem hafa stofnað til undirskriftasöfnunar er talið nánast öruggt að Baldur Þórhallsson prófessor fari fram. Alma Möller landlæknir hefur verið orðuð við framboð sem og Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur og forstjóri. Þá er þrálátur orðrómur um að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra láti slag standa en hún hefur ekki verið afdráttarlaus í svörum þar um. Framboðsfrestur rennur út 26. apríl. Eftirfarandi eru komnir á lista yfir þá sem boða forsetaframboð: Agnieszka Sokolowska Arnar Þór Jónsson Axel Pétur Axelsson Ástþór Magnússon Wium Borgþór Alex Óskarsson Eyjólfur Reynisson Guðmundur Sveinn Bæringsson Húni Húnfjörð Ingibjörg Jóhannsdóttir Ísfold Kristjánsdóttir Jón Kjartansson Jón T Unnarson Sveinsson Kristján Jökull Aðalsteinsson Malgorzata Adamczyk Oliver Þórisson Sigríður Hrund Pétursdóttir Snorri Óttarsson Tómas Logi Hallgrímsson Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Baldur kannaði hug Akurnesinga varðandi forsetann Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði sem íhugar alvarlega framboð til forseta Íslands segist þurfa að taka stóra ákvörðun fljótlega. Hann kannaði hug Akurnesinga til framboðs á Skipaskaga í gærkvöldi. 11. mars 2024 10:16 Alma Möller leiðir hugann að forsetaframboði Alma Möller landlæknir segist vera að íhuga að íhuga framboð til forseta Íslands. Margir hafi komið að máli við sig og hvatt hana í framboð og því hafi hún leitt hugann að því. 27. febrúar 2024 18:46 Bubbi Morthens skorar á Ólaf Jóhann að fara fram Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens er mjög áfram um að Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur og athafnamaður bjóði sig fram til forseta Íslands. 1. mars 2024 12:18 Katrín loðin í svörum um forsetaframboð Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi nú rétt í þessu var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra spurð um það sérstaklega hvort hún ætlaði að gefa kost á sér í komandi forsetakosningaslag. 4. mars 2024 15:34 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Sjá meira
Átján einstaklingar hafa meldað sig til leiks og boðað forsetaframboð. Það hafa þeir gert með því að stofna til meðmælasöfnunar fyrir forsetaframboð. Aðeins frambjóðandi sjálfur getur stofnað til slíkrar meðmælasöfnunar. Nú eru átján mættir til leiks sem slíkir. Einn sá nýjasti á lista er Kristján Jökull Aðalsteinsson einkaþjálfari en hann var um hríð fastur gestur í útvarpsþættinum Harmageddon þar sem hann kynnti sig sem hægri mann. Bragi Páll Sigurðsson þá blaðamaður Stundarinnar sló því upp að hann hafi haft uppi ógnandi tilburði við Hildi Lilliendahl femínista. Meðal annars með einkaskilaboðunum: „Vantar einn svona harðan til að útrýma þessum öfgafemínistum.“ Auk þeirra átján sem hafa stofnað til undirskriftasöfnunar er talið nánast öruggt að Baldur Þórhallsson prófessor fari fram. Alma Möller landlæknir hefur verið orðuð við framboð sem og Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur og forstjóri. Þá er þrálátur orðrómur um að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra láti slag standa en hún hefur ekki verið afdráttarlaus í svörum þar um. Framboðsfrestur rennur út 26. apríl. Eftirfarandi eru komnir á lista yfir þá sem boða forsetaframboð: Agnieszka Sokolowska Arnar Þór Jónsson Axel Pétur Axelsson Ástþór Magnússon Wium Borgþór Alex Óskarsson Eyjólfur Reynisson Guðmundur Sveinn Bæringsson Húni Húnfjörð Ingibjörg Jóhannsdóttir Ísfold Kristjánsdóttir Jón Kjartansson Jón T Unnarson Sveinsson Kristján Jökull Aðalsteinsson Malgorzata Adamczyk Oliver Þórisson Sigríður Hrund Pétursdóttir Snorri Óttarsson Tómas Logi Hallgrímsson
Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Baldur kannaði hug Akurnesinga varðandi forsetann Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði sem íhugar alvarlega framboð til forseta Íslands segist þurfa að taka stóra ákvörðun fljótlega. Hann kannaði hug Akurnesinga til framboðs á Skipaskaga í gærkvöldi. 11. mars 2024 10:16 Alma Möller leiðir hugann að forsetaframboði Alma Möller landlæknir segist vera að íhuga að íhuga framboð til forseta Íslands. Margir hafi komið að máli við sig og hvatt hana í framboð og því hafi hún leitt hugann að því. 27. febrúar 2024 18:46 Bubbi Morthens skorar á Ólaf Jóhann að fara fram Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens er mjög áfram um að Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur og athafnamaður bjóði sig fram til forseta Íslands. 1. mars 2024 12:18 Katrín loðin í svörum um forsetaframboð Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi nú rétt í þessu var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra spurð um það sérstaklega hvort hún ætlaði að gefa kost á sér í komandi forsetakosningaslag. 4. mars 2024 15:34 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Sjá meira
Baldur kannaði hug Akurnesinga varðandi forsetann Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði sem íhugar alvarlega framboð til forseta Íslands segist þurfa að taka stóra ákvörðun fljótlega. Hann kannaði hug Akurnesinga til framboðs á Skipaskaga í gærkvöldi. 11. mars 2024 10:16
Alma Möller leiðir hugann að forsetaframboði Alma Möller landlæknir segist vera að íhuga að íhuga framboð til forseta Íslands. Margir hafi komið að máli við sig og hvatt hana í framboð og því hafi hún leitt hugann að því. 27. febrúar 2024 18:46
Bubbi Morthens skorar á Ólaf Jóhann að fara fram Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens er mjög áfram um að Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur og athafnamaður bjóði sig fram til forseta Íslands. 1. mars 2024 12:18
Katrín loðin í svörum um forsetaframboð Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi nú rétt í þessu var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra spurð um það sérstaklega hvort hún ætlaði að gefa kost á sér í komandi forsetakosningaslag. 4. mars 2024 15:34