Besta sætið: Þorvaldur þarf að fara í sjálfsskoðun sem formaður KSÍ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2024 22:05 Þorvaldur Örlygsson, nýkjörinn formaður KSÍ, flytur hér þrumuræðu á ársþinginu. vísir / anton brink Verður nýr formaður Knattspyrnusambands Íslands jafnleiðinlegur í viðtölum sem formaður og hann var sem þjálfari? Besta sætið ræddi fjölmiðlafælni nýja formannsins. Henry Birgir Gunnarsson, Stefán Árni Pálsson og Valur Páll Eiríksson fóru yfir það helsta sem gerðist í vikunni í hlaðvarpsþættinum Besta sætið. Yfirferð yfir fréttirnar vikurnar verður fastur liður í Besta sætinu á föstudögum. Það var breyting í yfirstjórn stærsta sambandsins innan ÍSÍ þegar Þorvaldur Örlygsson var kosinn formaður Knattspyrnusambands Íslands á dögunu. Besta sætið ræddi hvað bíður Þorvaldar í starfinu. Hefur þú trú á Þorvaldi sem formanni? „Hefur þú trú á Þorvaldi sem formanni,“ spurði Henry Birgir. „Já ég hef það alveg. Hann þarf að í smá sjálfsskoðun varðandi karakterinn. Hann þarf aðeins að breyta sér. Hann veit það sjálfur að hann er ekkert fáránlega sjarmerandi maður,“ sagði Stefán Árni. „Þegar maður hefur verið að taka viðtöl við hann í gegnum tíðina þá er það stundum alveg drepleiðinlegt,“ sagði Stefán. Sami leiðinlegi gæinn og í sjónvarpinu „Hann var spurður af því daginn fyrir þingið á fundi með ÍTF. Þá spurði einhver út í sal: Ef þú verður formaður ætlar þú að vera sami leiðinlegi gæinn og þú ert búinn að vera alltaf í sjónvarpinu sem þjálfari,“ sagði Henry. „Toddi tók þá spurningu og svaraði henni algjörlega fullkomlega. Sagði bara að honum líkaði ekkert sérstaklega vel að vera í fjölmiðlum og auðvitað væri hann fúll í viðtölum eftir leiki,“ sagði Henry. Konan væri farin ef hann væri svona leiðinlegur „Benti svo á að hann væri búinn að vera með sömu konunni í hundrað ár og hún væri líklega ekki búin að vera svona lengi hjá honum ef hann væri svona hundleiðinlegur,“ sagði Henry. „Enda segja allir sem þekkja Todda að hann sé helvíti hress. Einhver sagði: Ef leikmenn myndu kjósa þá hefði Þorvaldur fengið hundrað prósent atkvæða,“ sagði Henry. Það elska allir þennan mann „Ég hef talað við marga leikmenn sem hafa spilað undir hans stjórn og það elska allir þennan mann. Partur af því að vera í þessu starfi er að vera í fjölmiðlum,“ sagði Stefán. „Við skulum bara tala hreint út. Fyrrverandi formenn, bæði Vanda og Guðni, tóku bara ekki oft símann þegar það voru mál í gangi sem samkvæmt þeirra starfslýsingu þau eiga að fronta. Fóru bara ítrekað í felur,“ sagði Henry. Það má heyra meira af spjallinu um Þorvald og formannsstöðuna sem og allan þáttinn hér fyrir neðan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum. KSÍ Besta sætið Tengdar fréttir „Auðvelt að mæta í fjölmiðla er þarft bara að sýna skrifstofuna“ Það bíða margir spenntir eftir því að sjá hvernig formaður Þorvaldur Örlygsson verði hjá KSÍ. Hlaðvarpið Besta sætið ræddi það mál meðal annars í þætti dagsins. 8. mars 2024 15:00 Utan vallar: Hvað mega heilindin kosta? Þeir sem valdið hafa hjá Knattspyrnusambandi Íslands eru ekki í öfundsverðri stöðu vegna andstæðings karlalandsliðsins í komandi umspili fyrir Evrópumótið. Ekki stendur til að sniðganga leikinn við Ísrael og það hefur ekki einu sinni komið til umræðu hjá sambandinu. 5. mars 2024 08:01 „Í íþróttum er ekkert búið fyrr en það er búið að flauta af“ Þorvaldur Örlygsson segir að fyrstu dagarnir á skrifstofunni sem formaður KSÍ hafi verið viðburðaríkir. Hann var mættur til vinnu strax á sunnudagsmorgninum. 1. mars 2024 07:30 Þrumuræðan sem tryggði Þorvaldi formannsstól KSÍ: „Ég býð ykkur annan valkost en afturhvarf til fortíðar“ Þorvaldur Örlygsson var um síðastliðna helgi kjörinn formaður Knattspyrnusambands Íslands. Þorvaldur flutti kraftmikla framboðsræðu sem hreyfði eflaust við fundargestum áður en gengið var til kjörkassa. Þar boðaði hann breytingar og framfarir, lýsti yfir óbeit sinni á óheiðarleika og sagði KSÍ ekki eiga að vera klíkuskap á kaffihúsum. 28. febrúar 2024 18:36 Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira
Henry Birgir Gunnarsson, Stefán Árni Pálsson og Valur Páll Eiríksson fóru yfir það helsta sem gerðist í vikunni í hlaðvarpsþættinum Besta sætið. Yfirferð yfir fréttirnar vikurnar verður fastur liður í Besta sætinu á föstudögum. Það var breyting í yfirstjórn stærsta sambandsins innan ÍSÍ þegar Þorvaldur Örlygsson var kosinn formaður Knattspyrnusambands Íslands á dögunu. Besta sætið ræddi hvað bíður Þorvaldar í starfinu. Hefur þú trú á Þorvaldi sem formanni? „Hefur þú trú á Þorvaldi sem formanni,“ spurði Henry Birgir. „Já ég hef það alveg. Hann þarf að í smá sjálfsskoðun varðandi karakterinn. Hann þarf aðeins að breyta sér. Hann veit það sjálfur að hann er ekkert fáránlega sjarmerandi maður,“ sagði Stefán Árni. „Þegar maður hefur verið að taka viðtöl við hann í gegnum tíðina þá er það stundum alveg drepleiðinlegt,“ sagði Stefán. Sami leiðinlegi gæinn og í sjónvarpinu „Hann var spurður af því daginn fyrir þingið á fundi með ÍTF. Þá spurði einhver út í sal: Ef þú verður formaður ætlar þú að vera sami leiðinlegi gæinn og þú ert búinn að vera alltaf í sjónvarpinu sem þjálfari,“ sagði Henry. „Toddi tók þá spurningu og svaraði henni algjörlega fullkomlega. Sagði bara að honum líkaði ekkert sérstaklega vel að vera í fjölmiðlum og auðvitað væri hann fúll í viðtölum eftir leiki,“ sagði Henry. Konan væri farin ef hann væri svona leiðinlegur „Benti svo á að hann væri búinn að vera með sömu konunni í hundrað ár og hún væri líklega ekki búin að vera svona lengi hjá honum ef hann væri svona hundleiðinlegur,“ sagði Henry. „Enda segja allir sem þekkja Todda að hann sé helvíti hress. Einhver sagði: Ef leikmenn myndu kjósa þá hefði Þorvaldur fengið hundrað prósent atkvæða,“ sagði Henry. Það elska allir þennan mann „Ég hef talað við marga leikmenn sem hafa spilað undir hans stjórn og það elska allir þennan mann. Partur af því að vera í þessu starfi er að vera í fjölmiðlum,“ sagði Stefán. „Við skulum bara tala hreint út. Fyrrverandi formenn, bæði Vanda og Guðni, tóku bara ekki oft símann þegar það voru mál í gangi sem samkvæmt þeirra starfslýsingu þau eiga að fronta. Fóru bara ítrekað í felur,“ sagði Henry. Það má heyra meira af spjallinu um Þorvald og formannsstöðuna sem og allan þáttinn hér fyrir neðan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum.
KSÍ Besta sætið Tengdar fréttir „Auðvelt að mæta í fjölmiðla er þarft bara að sýna skrifstofuna“ Það bíða margir spenntir eftir því að sjá hvernig formaður Þorvaldur Örlygsson verði hjá KSÍ. Hlaðvarpið Besta sætið ræddi það mál meðal annars í þætti dagsins. 8. mars 2024 15:00 Utan vallar: Hvað mega heilindin kosta? Þeir sem valdið hafa hjá Knattspyrnusambandi Íslands eru ekki í öfundsverðri stöðu vegna andstæðings karlalandsliðsins í komandi umspili fyrir Evrópumótið. Ekki stendur til að sniðganga leikinn við Ísrael og það hefur ekki einu sinni komið til umræðu hjá sambandinu. 5. mars 2024 08:01 „Í íþróttum er ekkert búið fyrr en það er búið að flauta af“ Þorvaldur Örlygsson segir að fyrstu dagarnir á skrifstofunni sem formaður KSÍ hafi verið viðburðaríkir. Hann var mættur til vinnu strax á sunnudagsmorgninum. 1. mars 2024 07:30 Þrumuræðan sem tryggði Þorvaldi formannsstól KSÍ: „Ég býð ykkur annan valkost en afturhvarf til fortíðar“ Þorvaldur Örlygsson var um síðastliðna helgi kjörinn formaður Knattspyrnusambands Íslands. Þorvaldur flutti kraftmikla framboðsræðu sem hreyfði eflaust við fundargestum áður en gengið var til kjörkassa. Þar boðaði hann breytingar og framfarir, lýsti yfir óbeit sinni á óheiðarleika og sagði KSÍ ekki eiga að vera klíkuskap á kaffihúsum. 28. febrúar 2024 18:36 Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira
„Auðvelt að mæta í fjölmiðla er þarft bara að sýna skrifstofuna“ Það bíða margir spenntir eftir því að sjá hvernig formaður Þorvaldur Örlygsson verði hjá KSÍ. Hlaðvarpið Besta sætið ræddi það mál meðal annars í þætti dagsins. 8. mars 2024 15:00
Utan vallar: Hvað mega heilindin kosta? Þeir sem valdið hafa hjá Knattspyrnusambandi Íslands eru ekki í öfundsverðri stöðu vegna andstæðings karlalandsliðsins í komandi umspili fyrir Evrópumótið. Ekki stendur til að sniðganga leikinn við Ísrael og það hefur ekki einu sinni komið til umræðu hjá sambandinu. 5. mars 2024 08:01
„Í íþróttum er ekkert búið fyrr en það er búið að flauta af“ Þorvaldur Örlygsson segir að fyrstu dagarnir á skrifstofunni sem formaður KSÍ hafi verið viðburðaríkir. Hann var mættur til vinnu strax á sunnudagsmorgninum. 1. mars 2024 07:30
Þrumuræðan sem tryggði Þorvaldi formannsstól KSÍ: „Ég býð ykkur annan valkost en afturhvarf til fortíðar“ Þorvaldur Örlygsson var um síðastliðna helgi kjörinn formaður Knattspyrnusambands Íslands. Þorvaldur flutti kraftmikla framboðsræðu sem hreyfði eflaust við fundargestum áður en gengið var til kjörkassa. Þar boðaði hann breytingar og framfarir, lýsti yfir óbeit sinni á óheiðarleika og sagði KSÍ ekki eiga að vera klíkuskap á kaffihúsum. 28. febrúar 2024 18:36