„Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 10. mars 2024 08:01 Pétur Hafsteinn Pálsson framkvæmdastjóri Vísis segir ótrúlegt að hugsa til þess að allt sem búið er að gerast í Grindavík hafi aðeins gerst á nokkrum vikum en ekki árum. Síðustu fjögur árin hafi reynt á í Covid, jarðhræringum og eldgosum. Í dag kynnumst við lífinu í Grindavík með sögu sem hófst á tímum heimstyrjaldarinnar síðari. Vísir/Vilhelm „Við búum á Þórsgötunni í húsi með fjórum íbúðum og erum þar öll nema dóttirin sem býr í Bandaríkjunum. Þar ætlum við að anda í eitt ár en ég skal alveg viðurkenna að það hefur bjargað okkur alveg sálfræðilega að geta verið svona saman fjölskyldan,“ segir Pétur Hafsteinn Pálsson framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík. „Nú horfir maður á barnabörnin rölta öll saman yfir götuna og að Hallgrímskirkju og þaðan í Austurbæjarskóla. Og þetta heyrir maður að fólk er að reyna að gera: Að finna sér ný búsetusvæði í nálægð við hvort annað. Sem getur verið ansi flókið.“ Síðustu vikurnar hefur Pétur verið duglegur að koma fram í fjölmiðlum. Bæði sem forsvarsmaður eins stærsta fyrirtækisins í Grindavík, en ekkert síður sem Grindvíkingur í húð og hár. Eiginmaður, faðir og afi. „Klukkan fjögur var Ágústa að baka pönnukökur ofan í allan barnaskarann. Klukkan átta sat ég einn í húsinu okkar, því þau voru öll farin.“ Í dag ætlum við að heyra söguna frá a-ö. Hvernig það var að alast upp í Grindavík? Hvernig ævintýrin við höfnina settu svip sinn á allt bæjarfélagið, meira að segja íþrótta- og tómstundarstarf barna. Samfélagið Grindavík, sem þúsundir íbúa eru nú að kveðja. Við hefjum söguna á fyrri hluta síðustu aldar. 10.nóvember 2024, Grindavík: Barnabörnin leika sér undir borði eins og búið var að kenna þeim í skólanum. Afi orðinn nokkuð áhyggjufullur á svipinn enda eitthvað öðruvísi að virtist í þeirri jarðskjálftahrinu sem var að ríða yfir. Nokkrum klukkustundum síðar er 3720 manna bærinn orðinn tómur. Síðustu mannfórnirnar í stríðinu Pétur er fæddur 6.júlí árið 1959, einn sex systkina. Móðir hans, Margrét Sighvatsdóttir var úr Landeyjum, fædd 1930 og látin 2012. Faðir hans, Páll Hreinn Pálsson frá Þingeyri, fæddur 1932, látinn 2015. „Í okkur systkinunum er blanda af sunnlenskri sveitarómantík frá mömmu og vestfirskri vinnusemi frá pabba. Sem sumir kalla reyndar hörku en ég vel að kalla frekar vinnusemi,“ segir Pétur kíminn. Síðustu áratugi hefur fjölskyldan verið kennd við Vísi í Grindavík en þar hefur fyrirtækið rekið saltverkun og frystihús, verið með fimm skip til sjós og í Þýskalandi er einnig fiskvinnsla í eigu Vísis. „Við áttum góða æsku. Systurnar erfðu sönghæfileikana frá mömmu, sem lagði bæði áherslu á söng en ekkert síður trúnna. Síðan var það að vinna hörðum höndum í saltfiski og öðru.“ Hið síðarnefnda þá megináhersla föðurins, Páls, sem meðal annars hlaut fálkaorðuna árið 2001 fyrir störf sín í sjávarútvegi. Sjómennskan nær þó lengra aftur í tímann. „Afi gerði út bátinn Fjölni frá Þingeyri allt frá 1930 og byggði svo nýjan bát Hilmi á Akureyri árið 1943 í samvinnu við kaupfélagið. Hann fórst það ár í sínu fyrsta verkefni, hreinlega týndist í Faxaflóa með afa mínum og öllum sem um borð voru samtals ellefu manns. Amma stóð því uppi sem ung ekkja með fjögur börn en pabbi var þá ellefu ára,“ segir Pétur en bætir við: Amma hélt hins vegar áfram með útgerðina á Fjölni sem sigldi meðal annars með ferskan fisk á markað í Bretlandi eins og gert var lengst af á stríðsárunum. Hann sökk svo í apríl 1945 eftir árekstur við breskt póstskip og fórust með honum fimm menn, þar með talinn bróðir ömmu. Þessi dauðsföll eru talin síðustu mannfórnir af völdum stríðsins, tíma þegar menn voru siglandi ljóslausir um í þoku og myrkri.“ Talið berst að samtímanum sem uppi var á þessum tímum. Hversu margt hefur breyst þá. Ekki síst í því sem snýr að því að hlúa að því mannlega. „Pabba var til dæmis aldrei sagt það sérstaklega að pabbi hans hefði farist. Hann var bara látinn komast að því það sjálfur, krökkum var lítið sagt,“ segir Pétur og útskýrir að þetta vissi hann ekki sjálfur fyrr en löngu eftir að hann varð sjálfur fullorðinn. „Pabbi var þá að hlusta á útvarpsþáttinn Á milli mjalta og messu. Þar sem kona á svipuðum aldri og hann var sjálfur, segir frá því að hún hafi misst alla fjölskylduna sína í snjóflóði. Henni voru sagðar fréttirnar þannig að skólastjórinn kallaði hana inn til sín, bar henni fréttirnar og sagði henni síðan að fara út að leika,“ segir Pétur og bætir við: ,, Þegar hann sagði frá þessum þætti, gafst tækifæri til að fá hann til að segja frá sinni upplifun. Heiðurshjónin Páll Hreinn Pálsson og Margrét Sighvatsdóttir, þau eru bæði látin. Páll var ættaður frá Þingeyri þar sem hann missti föður sinn ellefu ára þegar bátur hans sökk árið 1943. Pétur segir foreldra sína hafa verið blöndu af sunnlenskri sveitarómantík og vestfirskri vinnusemi, sem sumir vilja reyndar kalla vestfirska hörku. Þegar Páll var um tvítugt fór hann í Stýrimannaskólann í Reykjavík, en ætlunin var að fara aftur vestur því þar ætluðu sér nokkrir ungir menn saman í útgerð. „Sem þótti auðvitað eðlilegt því það var það sem ungir menn gerðu: Eignuðust konu, börn og stofnuðu til skulda.“ Ekkert var þó á endanum úr útgerðinni því fljótlega kom í ljós að þeir sem höfðu lagt til peningana, vildu ekki að ungu mennirnir ættu í fiskverkuninni en væru allir um borð í skipinu sem eigendur. Á þeim árum var afkoman öll í fiskvinnslunni „Þetta varð til þess að pabbi hætti við að fara vestur.“ Sem skýrir út hvers vegna fyrstu æskuár Péturs eru í Keflavík. „Þar eignast pabbi línubátinn Farsæl en hann sökk árið 1964. Sem betur fer varð mannbjörg en pabbi notaði tryggingarpeninginn fyrir bátinn til að kaupa Vísi í Grindavík.“ Tómt mötuneyti Vísis er gamla heimili Péturs því að þegar fjölskyldan fluttist fyrst til Grindavíkur bjuggu þau í bragganum þar sem mötuneytið er nú. Bragginn var í rauninni verbúðin og segir Pétur æskuminningarnar mikið bundnar við bryggjulífið. Hetjur bæjarins voru skipstjórar og sjómenn.Vísir/Vilhelm Braggabúseta í Grindavík Fjölskyldan fluttist þá til Grindavíkur, en fimm af börnum Páls og Margrétar voru þá fædd. „Við fluttum úr húsi í Keflavík og í bragga í Sævíkinni í Grindavík. Við bjuggum uppi, þar sem mötuneytið okkar í Vísi er nú. Á þessum tíma var bragginn verbúðin og þar bjuggu margir Húnvetningar og Færeyingar sem komu til Grindavíkur til að vinna í fiski, alveg eins og margir til dæmis Pólverjar gera í dag,“ segir Pétur. Við systkinin eignuðumst fljótt vini í Grindavík og aldrei þótti manni neitt mál að búa í bragga. Því þetta er einfaldlega á þeim tíma þar sem menn lögðu allt sitt undir og það þótti einfaldlega sjálfsagt. Við systkinin meðtókum lyktina af slorinu og saltinu á fyrsta degi og þótt maður væri að reyna að spila fótbolta og eitthvað eftir skóla, hafði maður það alltaf á bakvið eyrað hvort maður þyrfti að fara að vinna.“ Enda þótti það illa séð að mæta ekki. „Maður fór kannski í fótbolta en alltaf með hugann að því hvort maður þyrfti að fara að vinna eftir kaffi. Það virtist alltaf komast upp um mann ef eitthvað annað var reynt. Síðan var unnið til klukkan tíu á kvöldin,“ segir Pétur. Loks kom að því að fjölskyldan flutti aftur í hús: Í Mánagerði. „Þar vorum við í stóru jarðskjálftahrinunni ’68 og ég man enn hvað mér fannst hávaðinn væmitítulegur í Mánagerði í samanburði við í bragganum. Því í bragganum var þvílíkur hávaði í pottaofnum og fleiru þegar jarðskjálftar riðu yfir. Í Mánaðgerðinu hringlaði bara í skáphurðum og innréttingum.“ Almennt er það samt vinnan sem einkennir æsku Péturs, systkina hans og margra annarra sem þá ólust upp í Grindavík. Í páskafríinu þurfti til dæmis margar hendur. „Bátarnir máttu ekki fara út á föstudaginn langa né páskadag. Aðfaranótt páskadag unnu allir sem gátu alla nóttina og fram á næsta dag, svo fjölskyldur gætu nú átt saman páskamáltíðina. Ég man enn eftir því þegar ég var sendur heim um miðja nótt en Palli bróðir vann þremur klukkustundum lengur. Manni leið lengi á eftir eins og maður hefði misst af einhverju.“ Tómur Vísissalur sem að öllu jöfnu er þó fullur af fólki að vinna. Pétur segir að til Grindavíkur hafi alltaf komið mikið af aðkomufólki til að vinna í fiski. Þegar hann ólst upp voru það mest Húnvetningar og Færeyingar sem bjuggu í verbúðinni en síðustu árin hafi Pólverjar verið fjölmennastir.Vísir/Vilhelm Ævintýri og peningalykt Í sjávarplássum úti á landi þótti ekkert nema eðlilegt að krakkar væru að vinna á þessum tíma. Pétur segist þó ekki muna til þess að þar hafi launin skipt öllu máli. „Reyndar leyfði pabbi okkur að ganga í hús og selja ferskar gellur ef við vorum dugleg að gella. Það voru fyrstu peningarnir sem maður fékk og þá áttum við líka fullt af peningum að okkur fannst.“ Fótbolti var samt aðaláhugamál Péturs sem og hann hann lék sér í körfubolta sem strákur. „Ævintýrin voru samt öll bundin við höfnina og okkar hetjur voru fyrst og fremst skipstjórar og sjómenn,“ segir Pétur en útskýrir að það hafi þó ekki endilega átt við um krakka sem ekki þekktu til sjávarplássa. Sem dæmi nefnir hann þegar frændi hans úr Reykjavík var í heimsókn. „Ég fór með hann niður á höfn til að sýna honum hversu ævintýralegt þetta var. Því þarna eru bátarnir að koma að landi, gjörsamlega sneisafullir af loðnu. Svo mikil var loðnan að hún hreinlega lá út um alla bryggju. Það fyrsta sem frændi minn sagði hins vegar þegar hann sá þetta var: Vá, þvílík græðgi.“ Þó Grindavík teljist mjög fallegur bær í dag, segir Pétur að mörgum hafi nú ekki fundist það þegar hann var að alast upp. „Það var ekki farið að huga að slíkum málum fyrr en miklu seinna. Skólpið var til dæmis ekki lagt þar fyrr en um eða uppúr ’70.“ Kvikmyndin Fiskur undir steini var að hluta til tekin upp í Grindavík. „Teiknikennarinn okkar undirbjó okkur vel og þegar kvikmyndatökumennirnir komu, var búið að teikna afar fallega mynd á töfluna og við krakkarnir sátum við að vanda okkur að teikna. Þegar kvikmyndin var síðan sýnd, upplifði fólk að í myndinni væri verið að hæðast að okkur... Að þarna væri verið að sýna hversu fátækleg og menningarsnauð við værum sem samfélag.“ Sjálfir undu íbúar sér vel í bænum. Kvenfélagið var mjög virkt og það sama átti við um öflugt kórastarf og hjónaklúbbinn. „Árgangurinn minn var meira að segja mjög fjölmennur. Við vorum þrjátíu og að mig minnir fyrsti bekkurinn sem var skiptur upp til helminga því við vorum svo mörg.“ Pétur segir systur sínar einkum hafa erft sönghæfileikana frá móður þeirra en hér sjást Vísissystkinin syngja á minningartónleikum um foreldra sína árið 2015. Tónleikarnir voru haldnir í kirkjunni í Grindavík á sjómannadaginn, en þetta sama ár fagnaði Vísir fimmtíu ára afmæli sínu. Mynd fv: Sólný Ingibjörg, Svanhvít Daðey, Pétur, Páll Jóhann, Kristín Elísabet og Margrét. Í kjölfar eldgoss í Heimaey fjölgaði nokkuð í bænum þegar Vestmanneyingar fluttu til Grindavíkur. Uppgangstíminn hélt áfram og á þessum tíma var róið út í eitt. „Það var ekkert helgarfrí á bátunum sem lögðu netin srrax eftir áramót og tóku þau ekki upp fyrr en á lokadaginn 11.maí. Þarna var verið að veiða þorskinn jafnvel meira en innistæða var fyrir,“ segir Pétur og rifjar upp að pabbi hans hafi nú haft einhverjar áhyggjur af því snemma að verið væri að ofveiða. „Það breytir því ekki að æskuminningarnar snúast mikið um þetta bryggjulíf. Þar sem hetjurnar okkar voru skipstjórar og sjómenn.“ Sem síðan spiluðu í fótboltaliði bæjarins. „Síðan var skipt út í liðunum eftir því hvaða vertíð var og hverjir gátu verið í landi að spila.“ Pétur segist varla vita hvernig Ágústa konan hans hefur farið að því að þrauka í gegnum þetta allt saman; komandi úr 101 Reykjavík. Sjómenn hringdu sjaldnast heim frá borði því allir gátu hlustað á línunni. Oft var tilkynnt um barneignir með skeytum en Pétur náði þó að vera viðstaddur þegar þeirra börn fæddust. Þó aðeins stutt: Það þurfti aftur út á sjó.Vísir/Vilhelm Ást og rómantík Á skólaárum Péturs kláruðu grindvísk börn fyrstu tvö árin í gagnfræðiskóla í Grindavík. Til að klára gagnfræðinginn urðu allir krakkar að fara í héraðskólana á heimavist. Sem Pétur gerði en hann kláraði landsprófið á Laugarvatni. „Ég var síðan að velta fyrir mér hvort ég ætti að fara í vélstjórann eða stýrimanninn, tók fyrsta árið í vélskólanum og færði mig svo í stýrimanninn. Enda skil ég eiginlega ekki hvernig mér datt vélstjórinn í hug, ég hef löngum verið þekktur fyrir að kunna ekki einu sinni að halda á skiptilykli,“ segir Pétur og hlær. Tuttugu og þriggja ára er Pétur giftur og þriggja barna faðir en eiginkona Péturs er Ágústa Óskarsdóttir. „Við kynntumst síðustu helgina í júní. Þá bauð ég henni að koma í tvítugsafmælið mitt til Grindavíkur. Þetta er árið 1979 og við giftum okkur og skírum okkar fyrsta barn um jólin 1980,“ segir Pétur og ekki er laust við að nú sjáist glampi í augum. Börn Péturs og Ágústu eru: Erlu Ósk (f.1980), tvíburana Ólöfu Daðey og Margréti Kristínu (f.1982) og síðan örverpið Óskar sem fæðist 1989. Pétur viðurkennir reyndar að hann undrist oft á því að Ágústa, ung kona úr 101 Reykjavík sem áður hafði búið í borgum eins og Brussel og Stokkhólmi, hafi yfir höfuð náð að þrauka þessa sambúð. „Maður hringdi helst ekki heim um borð því það gátu allir hlustað. Ég hringdi stundum úr löndunarskúr í Bolungavík og var einmitt staddur þar, þegar Ágústa segir mér í símanum að mamma hennar hafi stungið upp á að við myndum gifta okkur og skíra um jólin. Svo barnið yrði nú rétt skráð í kirkjubækur og allt það,“ segir Pétur og brosir í kampinn. Þegar tvíburarnir fæddust var Pétur á síld. „Þegar Ágústa var lögð inn tveimur vikum fyrir fæðingu tvíburanna, lá tengdapabbi á dánarbeðinu með krabbamein. Þar lágu þau saman feðginin hún að bíða eftir fæðingunni og hann banleguna. Hann deyr að kvöldi 17.september og hún fæðir tvíburana að morgni 18.september. Þá var til siðs að tvíburar væru í eina viku á spítala eftir fæðingu. Það passaði því að börnin voru í pössun á spítalanum á meðan jarðað var og voru svo sóttar í erfidrykkjuna,“ segir Pétur og bætir við: Eftir hana var kominn tími til að fara aftur um borð á síldina enda komin vika frá fæðingunni. Þegar frumburðurinn fæddist var farið daginn eftir á sjóinn. Þetta er til marks um hvað mikið hefur breyst síðan til batnaðar varðandi unga feður.“ Árið 1986 tók fjölskyldan sig síðan til og flutti til Bretlands. „Þar bjuggum við í eitt og hálft ár og seldum fisk.“ Eins og oft gildir um fjölskyldufyrirtæki eru skilin á milli kynslóða í rekstri oft óljós. „Mig minnir að pabbi hafi gert sinn starfslokasamning í kringum aldamótin. En segi nú oft að ég hafi í raun ekki tekið við neinu fyrr en pabbi lést árið 2015. Því hann var sterkur karakter og það má svo sem alveg velta fyrir sér: Hvenær tekur maður við og hvenær tekur maður ekki við?“ Pétri er tíðrætt um fjölskylduna í viðtalinu og hér er hópmynd sem tekin var um síðustu jól á Hawai. Þá var ætlunin, eftir tæp fjögur ár af ýmist Covid eða eldgosum, að hvíla sig þar til vinna hæfist á ný. Sem mikil tilhlökkun var fyrir þar sem flestir í hópnum vinna í Vísi. En hvað gerðist? Á fyrsta degi fór að gjósa (18.desember '23). Fyrstu gosin: Hvað ert þú búinn að fara oft? Pétur og Ágúst eiga hús við Glæsivelli 2 í Grindavík. „Ég var byrjaður að byggja 300 fm hús áður en við Ágústa kynntumst,hvorki meira né minna,“ segir Pétur en bætir brosandi við: „Við vorum reyndar í fjórtán ár að klára það hús, en það er önnur saga.“ Eldri systkini Péturs eru Margrét og Páll Jóhann sem fædd eru 1955 og 1957. Yngri systkini eru Kristín Elísabet fædd 1961, Svanhvít Daðey fædd 1964 og Sólný Ingibjörg fædd 1970. Öll nema Margrét bjuggu lengst af í Grindavík og segir Pétur pabba sinn oft hafa montað sig af því að af „núlifandi einstaklingi“ ætti hann fjölmennasta ættarstofninn í bænum en í Grindavík eru margar stórar ættir. Árið 2022 var Vísir seldur til Síldarvinnslunnar. Pétur er samt áfram við stjórnvölinn og enn er reksturinn svipaður og var, meðal annars starfa þar margir enn í fjölskyldunni. „Með pabba í kaupunum á Vísi á sínum tíma var Kristmundur Finnbogason sem var mágur hans og einn þeirra félaga sem hann ætlaði með í útgerð fyrir vestan. Með þeim var líka Ásgeir Lúðvíksson. Kristmundur seldi sinn hlut fljótlega en pabbi og Ásgeir unnu saman í Vísi í tuttugu og fimm ár.“ Síðastliðið haust störfuðu rúmlega 200 starfsmenn hjá Vísi. Fyrirtækið hélt áfram að greiða öllum laun eins lengi og hægt var, eða til 6.febrúar síðastliðið. Horfur eru til þess að hluti starfseminnar geti flust í Helguvík en Pétur segir stöðu margra grindvískra fyrirtækja erfiða; Ekki allir vinnustaðir hafi þann sveigjanleika að geta flutt.Vísir/Vilhelm Síðastliðið haust störfuðu rúmlega 200 manns hjá fyrirtækinu, en til viðbótar við saltfiskverkun og frystihús í Grindavík, hefur Vísir starfrækt fiskvinnslu í Þýskalandi. Þá eru gerðir út fimm bátar. Þegar Pétur hugsar til síðustu ára, kemur tvennt upp í hugann: Covid og eldgos. „Ég man að eitt sinn vorum við Ágústa með sitthvora bókina á náttborðinu: Ég að lesa Eldarnir eftir Sigríður Hagalín, skáldsaga um jarðhræringar á Reykjanesskaga. Ágústa að lesa um spænsku veikina.“ Sem segja má að báðar hafi verið lýsandi fyrir lífið í Grindavík síðustu árin. ,„Menn voru til skiptis að gera viðbragðsáælanir vegna heimsfarldurs eða eldgosa. Í Covid skiptum við okkur í þrjá hópa í vinnunni og pössuðum upp á að enginn í þessum hópum gæti hist. Skrifstofuhópurinn mátti koma í kaffi klukkan fimm mínútur yfir tíu, því þá var hópurinn á undan okkur búinn í kaffi og sú sem sá um mötuneytið okkar búin að sótthreinsa og spreyja,“ segir Pétur. ,Ég hef oft bent á hversu aðlögunarhæfni manna er mikil. Menn sátu saman þegar það kom skjálfti og menn veðjuðu á hvað hann væri stór. Heima sat maður og horfði á gosið út um elhúsgluggann og dáðist að hvað það væri fallegt. Bað svo um meira kaffi og hélt áfram að lesa Moggann.“ Eins og allir muna, tók við tímabil þar sem hvert túristagosið á fætur öðru blossaði upp. „Á endanum var maður hættur að nenna að fara að skoða þau .“ Pönnukökumyndin: Þessa mynd tók Pétur um klukkan fjögur föstudaginn 10.nóvember en þá höfðu börn, tengdabörn og barnabörn sameinast heima hjá honum og Ágústu. Loks var ákveðið að koma börnunum úr bænum og þá varð Pétur einn eftir. Síðar um kvöldið var bærinn rýmdur. 10.nóvember 2023 Pétri er tíðrætt um fjölskylduna, sem nú telur alls 22 manns enda barnabörnin orðin tólf. Síðastliðið haust, greinist tengdadóttirin með krabbamein og segir Pétur margt hjá fjölskyldunni í raun hafa snúist um þau veikindi framan af hausti. Þetta kom í ljós þegar hún fæddi sitt þriðja barn og var staðfest um verslunarmannhelgina. Hún fór í stranga sex vikna meðferð í kjölfarið. „Við fórum öll saman árið 2019 til Hawai þegar við Ágústa héldum upp á sextugsafmælin okkar. Með árs fyrirvara var planið að vera þar aftur um síðustu jól, en skiljanlega stóð allt og féll með því hvernig myndi ganga í lyfja- og geislameðferðinni hjá henni í haust. Blessunarlega gekk það vel og hún fékk staðfestingu á að hún væri laus við pakkann, eins og hægt er að losna við svona pakka, viku fyrir brottför í jólafríið.“ Talið berst nú að 10.nóvember. „Ég viðurkenni að fólk var orðið þreytt á þessum skjálftahrinum. Það var líka svo merkilegt að það var einhvern veginn eins og það væri eitthvað öðruvísi í þetta sinn.“ Um miðjan dag voru börn, tengdabörn og barnabörn öll komin heim til Péturs og Ágústu. Ég tók mynd af Ágústu að baka pönnukökurnar ofan í hópinn en stuttu seinna voru börnin komin undir borð vegna skjálftanna, eins og búið var að kenna krökkunum í skólanum.“ Heima í eldhúsinu í Grindavík í húsinu sem tók Pétur og Ágústu fjórtán ár að byggja. Í dag eru hjónin, þrjú börn þeirra, tengdabörn og barnabörn öll saman í húsi á Þórsgötunni í Reykjavík sem Pétur segir algjörlega hafa bjargað þeim. Sálfræðitímar fari þar fram á göngunum.Vísir/Vilhelm Loks voru skjálftarnir orðnir það tíðir og stórir að ákveðið var að koma börnunum út úr bænum. „Sem betur fer því þegar sonur okkar keyrði út úr bænum var vegurinn þegar farinn í sundur, restin af hópnum fór því Suðurstrandarveginn.“ Sjálfur fór Pétur að huga að starfsfólkinu, en margt aðkomufólk sem starfaði á Vísi bjó á gistiheimilinu í bænum. „Síðan fór ég heim og sat þar einn í húsinu um áttaleytið,“ segir Pétur og viðurkennir að það hafi verið nokkuð sérstök tilfinningin. Pétur hringdi í systkini sín og fleiri til að heyra hvar þau og þeirra fólk væri statt. „Það voru einhvern veginn allir skelfingu lostnir en samt svo rólegir.“ Þegar ákveðið var að rýma, ákvað Pétur að kanna á ný hvort það væri ekki öruggt að allir á gistiheimilinu væru farnir. „Ég gekk gangana og bankaði í allar dyr til að athuga hvort það væri einhver enn inni,“ segir Pétur og ekki laust við að lýsingin passi einna helst við atriði í bíómynd. Gistiheimilið þar sem Pétur gekk um gangana föstudagskvöldið 10.nóvember og barði á dyr til að athuga hvort enn væru einhverjir inni. Þar rakst hann á eina lettneska unga konu sem fékk far með honum en tveimur dögum síðar varð uppi fótur og fit þegar í ljós kom að enn var ein lettnesk kona á gistiheimilinu. Hún var þá sótt af björgunarsveitarmönnum.Vísir/Vilhelm Nokkru fyrr höfðu tvær ungar konur frá Lettlandi komið til að vinna í laxapökkun, áður höfðu þær búið á Seyðisfirði. Aðra rakst Pétur á þetta kvöld en hin fannst ekki fyrr en á sunnudeginum. Tveimur dögum síðar. „Ég rakst á aðra þeirra áður en ég fór úr bænum. Hún var eitthvað búin að fá sér í tánna greyið og vissi ekki hvað var að gerast. Hún var með tvær töskur og spurði hvort hún mætti taka þær báðar. Ég svaraði: Nei, taktu eina en bakkaði með það þegar ég sá hvað það var henni mikið mál “ segir Pétur, en upphaflega ætlaði hann að spara plássið fyrir þá sem hann reiknaði með að þurfa að taka með til viðbótar í bílinn. Seinna kom svo í ljós að hin lettneska konan áttaði sig ekki á að hún var ein í húsinu og bænum fyrr en meira en góðum sólarhring síðar og var sótt af viðbragðsaðilum með snatri. Sem Pétur segir efni í aðra sögu. Áður en Pétur yfirgaf bæinn, hafði hann komið við í húsum barna sinna og merkt þau yfirgefin samkvæmt tilmælum almannavarna. 3.720 manna bær var nú orðinn mannlaus. Pétur og Ágústa með barnabörnin nú um jólin. Sú dóttir sem bjó lengst frá þeim í Grindavík bjó tæpum kílómeter frá húsi þeirra. Í dag er allt breytt og nú horfir Pétur á eftir barnabörnunum rölta yfir götu í Reykjavík á morgnana til að fara í nýjan skóla. Kaflaskil Fyrst kom fjölskylda Péturs sér fyrir í sumarbústað og hjá ættingjum en síðustu vikurnar hefur hópurinn búið á Þórsgötunni eins og áður sagði. „Við byrjuðum að kaupa í þessu húsi fyrir tuttugu árum síðan og eigum núna þessar fjórar íbúðir sem í húsinu eru. Það er mikil hjálp í því að vera þarna saman, hefur algjörlega bjargað okkur og má segja að hér fari sálfræðitímarnir fram á göngunum. Hver fjölskylda er í sinni íbúð því ein dóttirin okkar er í Ameríku. Það er pláss fyrir alla þótt reyndar sé einn unglingurinn hjá okkur Ágústu,“ segir Pétur. Pétur segir allt í daglegu lífi breytast við svona rót. Jafnvel einföldustu hlutir eða venjur sem fólk hefur þekkt lengi. „Sem dæmi má nefna hef ég farið í leikfimi klukkan sex á morgnana með ákveðnum hópi í Grindavík í tólf ár. Þetta er auðvitað ekki lengur,“ segir Pétur sem þó hefur nú fundið sér nýjan æfingastað hjá Mjölni í Öskjuhlíðinni. Þegar gaus 18.-21.desember var Pétur staddur með fjölskyldunni í fyrrgreindri ferð á Hawai. „Krabbameinsmeðferð tengdadóttur okkar gekk vel og því var ákveðið að halda ferðinni til streitu. Þann 18.desember vaknaði ég í stóru húsi á Hawai og hugsaði einmitt með mér hvað það væri yndislegt að vera þarna með allan hópinn. Við fórum út í búð til að versla í matinn og þa komu fyrstu fréttirnar: Það var farið að gjósa.“ Restin af deginum fór því í að fylgjast með beinni útsendingu af gosvæðinu og svo hefur oft verið síðan þá. En þótt Pétri sé hið mannlega ofarlega í huga, þarf hann líka að huga að rekstrinum og þeirri rótgrónu starfsemi sem Vísir stendur fyrir. Þar sem sí ofan í æ er verið að taka ákvarðanir. Og breyta þeim. „Við ákváðum til dæmis fyrir jólin að senda alla heim í langt jólafrí. Það voru allir á launum og allt það, en hugmyndin var að taka gott frí og byrja aftur mánudaginn 8.janúar sem við og gerðum. Á föstudeginum þar á eftir erum við að vinna að undirbúningi þess að fá fólkið frá Póllandi heim líka , þegar ég fæ símtal frá almannavörnum um að nú ætti að rýma bæinn að nýju. Þar með voru þau plön breytt.“ Samfélagið allt hefur síðan fylgst með fréttum af stöðunni, dag frá degi eins og verið hefur frá 10.nóvember. Til viðbótar við gosið 14.-16.janúar hafa Grindvíkingar tekist á við aðrar erfiðar fréttir eins og bílslys á Grindavíkurvegi eða mannfall ofan í gjótu. „Stundum finnst manni svo langt síðan allt byrjaði að þessi atburðarrás hljóti að hafa gerst á einhverjum árum. Hið rétta er að fyrir Grindvíkinga hefur allt breyst á aðeins örfáum vikum og mánuðum.“ Pétur segir útgerðasögu Vísis í raun hafa hafist á tímum seinni heimstyrjaldar þegar mannfall á sjó var algengt víða um land. Margt hefur breyst á þeim áratugum sem Vísir hefur verið í rekstri, en nú eru vinnslusalir tómir og útséð að Grindavík telst ekki öruggt svæði fyrir börn næstu árin.Vísir/Vilhelm En hvernig er staðan með vinnustaðinn? „Nú er búið að dæma bæinn barnlausan um óákveðinn tíma. Það er einfaldlega staðan, sem auðvitað felur í sér mikil og skýr kaflaskil. Í dag má segja að verkefni mitt snúist annars vegar um það að koma starfseminni af stað aftur með okkar fólki og hins vegar sannfæra allt mitt umhverfi um að við séum sterkari í þessari baráttu í breyttu eignarformi. Það er mjög mikilvægt að allir hafi trú á verkefninu og og geti treyst á hvern annan.“ Fjárfestingar í Grindavík séu miklar og því miður séu valkostir margra fyrirtækja ekki margir. „Það er ekki þannig að fyrirtæki eða verslanir geti svo auðveldlega fært sig um set eða aðlagað starfsemina að þessum breytingum.“ Þá fela aðstæðurnar líka í sér ýmsar erfiðar ákvarðanir. Til dæmis þurftum við að taka 130 manns af launaskrá þann 6.febrúar síðastliðinn án þess að ráðningarsamband hafi verið rofið. „Við vorum með fólk á fullum launum eins lengi og við gátum og síðan þá hefur aðeins hluti fólks haft vinnu.“ Pétur er samt vongóður með mjög margt. „Við erum að horfa til Helguvíkur þar sem hluti af okkar starfseminni gæti verið áfram. Okkar stjórnendur í fiskvinnslu tóku þar að sér endurbætur og aðlögun svæðisins sem iðnaðarmenn. Það má því eiginlega segja að frá 10.nóvember hafi enginn verið að vinna við það sem hann var ráðinn til eða þar sem hann var ráðinn til vinnu.“ Að mati Péturs hófst hin eiginlega krísustjórnun fyrirtækisins þó ekki fyrr en 14.janúar síðastliðinn. „Fram að því snerist verkefnið fyrst og fremst um öryggi. En frá miðjum janúar hefur verkefnið verið nær því sem fyrirtæki þekkja sem krísustjórnun. Í rekstri þarf nefnilega alltaf að huga að því að allir þurfa sitt: Viðskiptavinirnir, starfsfólkið, hluthafarnir og svo framvegis,“ segir Pétur. Komið við á tómri skrifstofunni í Grindavík. Hugur er í fólki að halda starfseminni áfram en erfitt sé að taka ákvarðanir þegar alltaf er verið að búast við næsta gosi. Sem Pétur var að vonast eftir að kæmi hreinlega hvað úr hverju. Því miður sé ekki hægt að semja við skrattann sjálfan; sé það reynt, er ekkert í hendi.Vísir/Vilhelm Á dögunum hlaut Pétur stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2024 í flokki yfirstjórnenda. Forseti Íslands afhenti verðlaunin en þau eru veitt árlega til stjórnenda fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Pétur sagði við móttöku verðlaunanna að þau hittu beint í hjartastað. „Sérstaklega á þessum tíma þar sem aðstæður í Grindavík hafa verið erfiðar fyrir fyrirtækið og starfsfólkið okkar.“ En þrátt fyrir eldmóð og bjartsýni, er oft ekki hægt að áætla of langt fram í tímann og jafnvel oft að bíða þurfi með endanlegar ákvarðanir. Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann um að hann fengi eina viku en við hinar þrjár. Þess vegna var ég eiginlega að vonast eftir því að það myndi að gjósa núna, svo við gætum betur ákveðið næstu skref, en það það er eins og venjulega þegar reynt er að semja við þann andskota, þar er ekkert í hendi “ Sjávarútvegur Grindavík Eldgos og jarðhræringar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnun Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Helgarviðtal Atvinnulífsins Tengdar fréttir Margir vilja halda rekstri áfram í Grindavík Ríflega þriðjungi fyrirtækja í Grindavík hefur verið lokað vegna jarðhræringanna og rýmingarinnar. Þrátt fyrir það segjast 41,2 prósent fyrirtækjaeigenda stefna að því að halda áfram fullum rekstri í bænum, á einhverjum tímapunkti. 8. mars 2024 16:03 Grindavíkurbær heiðursgestur Menningarnætur 2024 Grindavíkurbær verður heiðursgestur Menningarnætur Reykjavíkurborgar þann 24. ágúst 2024. Tilefnið er vinatengsl bæjarfélaganna og fimmtíu ára kaupstaðarafmæli Grindavíkurbæjar í ár. 8. mars 2024 12:23 Opnað á sölu húsa í Grindavík Fólk sem vill selja íbúðarhúsnæði sitt í Grindavík til ríkissjóðs getur nú gert það. Eigendur um níu hundruð íbúða í Grindavík geta nýtt sér úrræði þetta sem fer í gegnum Fasteignafélagið Þórkötlu. 8. mars 2024 11:53 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
„Nú horfir maður á barnabörnin rölta öll saman yfir götuna og að Hallgrímskirkju og þaðan í Austurbæjarskóla. Og þetta heyrir maður að fólk er að reyna að gera: Að finna sér ný búsetusvæði í nálægð við hvort annað. Sem getur verið ansi flókið.“ Síðustu vikurnar hefur Pétur verið duglegur að koma fram í fjölmiðlum. Bæði sem forsvarsmaður eins stærsta fyrirtækisins í Grindavík, en ekkert síður sem Grindvíkingur í húð og hár. Eiginmaður, faðir og afi. „Klukkan fjögur var Ágústa að baka pönnukökur ofan í allan barnaskarann. Klukkan átta sat ég einn í húsinu okkar, því þau voru öll farin.“ Í dag ætlum við að heyra söguna frá a-ö. Hvernig það var að alast upp í Grindavík? Hvernig ævintýrin við höfnina settu svip sinn á allt bæjarfélagið, meira að segja íþrótta- og tómstundarstarf barna. Samfélagið Grindavík, sem þúsundir íbúa eru nú að kveðja. Við hefjum söguna á fyrri hluta síðustu aldar. 10.nóvember 2024, Grindavík: Barnabörnin leika sér undir borði eins og búið var að kenna þeim í skólanum. Afi orðinn nokkuð áhyggjufullur á svipinn enda eitthvað öðruvísi að virtist í þeirri jarðskjálftahrinu sem var að ríða yfir. Nokkrum klukkustundum síðar er 3720 manna bærinn orðinn tómur. Síðustu mannfórnirnar í stríðinu Pétur er fæddur 6.júlí árið 1959, einn sex systkina. Móðir hans, Margrét Sighvatsdóttir var úr Landeyjum, fædd 1930 og látin 2012. Faðir hans, Páll Hreinn Pálsson frá Þingeyri, fæddur 1932, látinn 2015. „Í okkur systkinunum er blanda af sunnlenskri sveitarómantík frá mömmu og vestfirskri vinnusemi frá pabba. Sem sumir kalla reyndar hörku en ég vel að kalla frekar vinnusemi,“ segir Pétur kíminn. Síðustu áratugi hefur fjölskyldan verið kennd við Vísi í Grindavík en þar hefur fyrirtækið rekið saltverkun og frystihús, verið með fimm skip til sjós og í Þýskalandi er einnig fiskvinnsla í eigu Vísis. „Við áttum góða æsku. Systurnar erfðu sönghæfileikana frá mömmu, sem lagði bæði áherslu á söng en ekkert síður trúnna. Síðan var það að vinna hörðum höndum í saltfiski og öðru.“ Hið síðarnefnda þá megináhersla föðurins, Páls, sem meðal annars hlaut fálkaorðuna árið 2001 fyrir störf sín í sjávarútvegi. Sjómennskan nær þó lengra aftur í tímann. „Afi gerði út bátinn Fjölni frá Þingeyri allt frá 1930 og byggði svo nýjan bát Hilmi á Akureyri árið 1943 í samvinnu við kaupfélagið. Hann fórst það ár í sínu fyrsta verkefni, hreinlega týndist í Faxaflóa með afa mínum og öllum sem um borð voru samtals ellefu manns. Amma stóð því uppi sem ung ekkja með fjögur börn en pabbi var þá ellefu ára,“ segir Pétur en bætir við: Amma hélt hins vegar áfram með útgerðina á Fjölni sem sigldi meðal annars með ferskan fisk á markað í Bretlandi eins og gert var lengst af á stríðsárunum. Hann sökk svo í apríl 1945 eftir árekstur við breskt póstskip og fórust með honum fimm menn, þar með talinn bróðir ömmu. Þessi dauðsföll eru talin síðustu mannfórnir af völdum stríðsins, tíma þegar menn voru siglandi ljóslausir um í þoku og myrkri.“ Talið berst að samtímanum sem uppi var á þessum tímum. Hversu margt hefur breyst þá. Ekki síst í því sem snýr að því að hlúa að því mannlega. „Pabba var til dæmis aldrei sagt það sérstaklega að pabbi hans hefði farist. Hann var bara látinn komast að því það sjálfur, krökkum var lítið sagt,“ segir Pétur og útskýrir að þetta vissi hann ekki sjálfur fyrr en löngu eftir að hann varð sjálfur fullorðinn. „Pabbi var þá að hlusta á útvarpsþáttinn Á milli mjalta og messu. Þar sem kona á svipuðum aldri og hann var sjálfur, segir frá því að hún hafi misst alla fjölskylduna sína í snjóflóði. Henni voru sagðar fréttirnar þannig að skólastjórinn kallaði hana inn til sín, bar henni fréttirnar og sagði henni síðan að fara út að leika,“ segir Pétur og bætir við: ,, Þegar hann sagði frá þessum þætti, gafst tækifæri til að fá hann til að segja frá sinni upplifun. Heiðurshjónin Páll Hreinn Pálsson og Margrét Sighvatsdóttir, þau eru bæði látin. Páll var ættaður frá Þingeyri þar sem hann missti föður sinn ellefu ára þegar bátur hans sökk árið 1943. Pétur segir foreldra sína hafa verið blöndu af sunnlenskri sveitarómantík og vestfirskri vinnusemi, sem sumir vilja reyndar kalla vestfirska hörku. Þegar Páll var um tvítugt fór hann í Stýrimannaskólann í Reykjavík, en ætlunin var að fara aftur vestur því þar ætluðu sér nokkrir ungir menn saman í útgerð. „Sem þótti auðvitað eðlilegt því það var það sem ungir menn gerðu: Eignuðust konu, börn og stofnuðu til skulda.“ Ekkert var þó á endanum úr útgerðinni því fljótlega kom í ljós að þeir sem höfðu lagt til peningana, vildu ekki að ungu mennirnir ættu í fiskverkuninni en væru allir um borð í skipinu sem eigendur. Á þeim árum var afkoman öll í fiskvinnslunni „Þetta varð til þess að pabbi hætti við að fara vestur.“ Sem skýrir út hvers vegna fyrstu æskuár Péturs eru í Keflavík. „Þar eignast pabbi línubátinn Farsæl en hann sökk árið 1964. Sem betur fer varð mannbjörg en pabbi notaði tryggingarpeninginn fyrir bátinn til að kaupa Vísi í Grindavík.“ Tómt mötuneyti Vísis er gamla heimili Péturs því að þegar fjölskyldan fluttist fyrst til Grindavíkur bjuggu þau í bragganum þar sem mötuneytið er nú. Bragginn var í rauninni verbúðin og segir Pétur æskuminningarnar mikið bundnar við bryggjulífið. Hetjur bæjarins voru skipstjórar og sjómenn.Vísir/Vilhelm Braggabúseta í Grindavík Fjölskyldan fluttist þá til Grindavíkur, en fimm af börnum Páls og Margrétar voru þá fædd. „Við fluttum úr húsi í Keflavík og í bragga í Sævíkinni í Grindavík. Við bjuggum uppi, þar sem mötuneytið okkar í Vísi er nú. Á þessum tíma var bragginn verbúðin og þar bjuggu margir Húnvetningar og Færeyingar sem komu til Grindavíkur til að vinna í fiski, alveg eins og margir til dæmis Pólverjar gera í dag,“ segir Pétur. Við systkinin eignuðumst fljótt vini í Grindavík og aldrei þótti manni neitt mál að búa í bragga. Því þetta er einfaldlega á þeim tíma þar sem menn lögðu allt sitt undir og það þótti einfaldlega sjálfsagt. Við systkinin meðtókum lyktina af slorinu og saltinu á fyrsta degi og þótt maður væri að reyna að spila fótbolta og eitthvað eftir skóla, hafði maður það alltaf á bakvið eyrað hvort maður þyrfti að fara að vinna.“ Enda þótti það illa séð að mæta ekki. „Maður fór kannski í fótbolta en alltaf með hugann að því hvort maður þyrfti að fara að vinna eftir kaffi. Það virtist alltaf komast upp um mann ef eitthvað annað var reynt. Síðan var unnið til klukkan tíu á kvöldin,“ segir Pétur. Loks kom að því að fjölskyldan flutti aftur í hús: Í Mánagerði. „Þar vorum við í stóru jarðskjálftahrinunni ’68 og ég man enn hvað mér fannst hávaðinn væmitítulegur í Mánagerði í samanburði við í bragganum. Því í bragganum var þvílíkur hávaði í pottaofnum og fleiru þegar jarðskjálftar riðu yfir. Í Mánaðgerðinu hringlaði bara í skáphurðum og innréttingum.“ Almennt er það samt vinnan sem einkennir æsku Péturs, systkina hans og margra annarra sem þá ólust upp í Grindavík. Í páskafríinu þurfti til dæmis margar hendur. „Bátarnir máttu ekki fara út á föstudaginn langa né páskadag. Aðfaranótt páskadag unnu allir sem gátu alla nóttina og fram á næsta dag, svo fjölskyldur gætu nú átt saman páskamáltíðina. Ég man enn eftir því þegar ég var sendur heim um miðja nótt en Palli bróðir vann þremur klukkustundum lengur. Manni leið lengi á eftir eins og maður hefði misst af einhverju.“ Tómur Vísissalur sem að öllu jöfnu er þó fullur af fólki að vinna. Pétur segir að til Grindavíkur hafi alltaf komið mikið af aðkomufólki til að vinna í fiski. Þegar hann ólst upp voru það mest Húnvetningar og Færeyingar sem bjuggu í verbúðinni en síðustu árin hafi Pólverjar verið fjölmennastir.Vísir/Vilhelm Ævintýri og peningalykt Í sjávarplássum úti á landi þótti ekkert nema eðlilegt að krakkar væru að vinna á þessum tíma. Pétur segist þó ekki muna til þess að þar hafi launin skipt öllu máli. „Reyndar leyfði pabbi okkur að ganga í hús og selja ferskar gellur ef við vorum dugleg að gella. Það voru fyrstu peningarnir sem maður fékk og þá áttum við líka fullt af peningum að okkur fannst.“ Fótbolti var samt aðaláhugamál Péturs sem og hann hann lék sér í körfubolta sem strákur. „Ævintýrin voru samt öll bundin við höfnina og okkar hetjur voru fyrst og fremst skipstjórar og sjómenn,“ segir Pétur en útskýrir að það hafi þó ekki endilega átt við um krakka sem ekki þekktu til sjávarplássa. Sem dæmi nefnir hann þegar frændi hans úr Reykjavík var í heimsókn. „Ég fór með hann niður á höfn til að sýna honum hversu ævintýralegt þetta var. Því þarna eru bátarnir að koma að landi, gjörsamlega sneisafullir af loðnu. Svo mikil var loðnan að hún hreinlega lá út um alla bryggju. Það fyrsta sem frændi minn sagði hins vegar þegar hann sá þetta var: Vá, þvílík græðgi.“ Þó Grindavík teljist mjög fallegur bær í dag, segir Pétur að mörgum hafi nú ekki fundist það þegar hann var að alast upp. „Það var ekki farið að huga að slíkum málum fyrr en miklu seinna. Skólpið var til dæmis ekki lagt þar fyrr en um eða uppúr ’70.“ Kvikmyndin Fiskur undir steini var að hluta til tekin upp í Grindavík. „Teiknikennarinn okkar undirbjó okkur vel og þegar kvikmyndatökumennirnir komu, var búið að teikna afar fallega mynd á töfluna og við krakkarnir sátum við að vanda okkur að teikna. Þegar kvikmyndin var síðan sýnd, upplifði fólk að í myndinni væri verið að hæðast að okkur... Að þarna væri verið að sýna hversu fátækleg og menningarsnauð við værum sem samfélag.“ Sjálfir undu íbúar sér vel í bænum. Kvenfélagið var mjög virkt og það sama átti við um öflugt kórastarf og hjónaklúbbinn. „Árgangurinn minn var meira að segja mjög fjölmennur. Við vorum þrjátíu og að mig minnir fyrsti bekkurinn sem var skiptur upp til helminga því við vorum svo mörg.“ Pétur segir systur sínar einkum hafa erft sönghæfileikana frá móður þeirra en hér sjást Vísissystkinin syngja á minningartónleikum um foreldra sína árið 2015. Tónleikarnir voru haldnir í kirkjunni í Grindavík á sjómannadaginn, en þetta sama ár fagnaði Vísir fimmtíu ára afmæli sínu. Mynd fv: Sólný Ingibjörg, Svanhvít Daðey, Pétur, Páll Jóhann, Kristín Elísabet og Margrét. Í kjölfar eldgoss í Heimaey fjölgaði nokkuð í bænum þegar Vestmanneyingar fluttu til Grindavíkur. Uppgangstíminn hélt áfram og á þessum tíma var róið út í eitt. „Það var ekkert helgarfrí á bátunum sem lögðu netin srrax eftir áramót og tóku þau ekki upp fyrr en á lokadaginn 11.maí. Þarna var verið að veiða þorskinn jafnvel meira en innistæða var fyrir,“ segir Pétur og rifjar upp að pabbi hans hafi nú haft einhverjar áhyggjur af því snemma að verið væri að ofveiða. „Það breytir því ekki að æskuminningarnar snúast mikið um þetta bryggjulíf. Þar sem hetjurnar okkar voru skipstjórar og sjómenn.“ Sem síðan spiluðu í fótboltaliði bæjarins. „Síðan var skipt út í liðunum eftir því hvaða vertíð var og hverjir gátu verið í landi að spila.“ Pétur segist varla vita hvernig Ágústa konan hans hefur farið að því að þrauka í gegnum þetta allt saman; komandi úr 101 Reykjavík. Sjómenn hringdu sjaldnast heim frá borði því allir gátu hlustað á línunni. Oft var tilkynnt um barneignir með skeytum en Pétur náði þó að vera viðstaddur þegar þeirra börn fæddust. Þó aðeins stutt: Það þurfti aftur út á sjó.Vísir/Vilhelm Ást og rómantík Á skólaárum Péturs kláruðu grindvísk börn fyrstu tvö árin í gagnfræðiskóla í Grindavík. Til að klára gagnfræðinginn urðu allir krakkar að fara í héraðskólana á heimavist. Sem Pétur gerði en hann kláraði landsprófið á Laugarvatni. „Ég var síðan að velta fyrir mér hvort ég ætti að fara í vélstjórann eða stýrimanninn, tók fyrsta árið í vélskólanum og færði mig svo í stýrimanninn. Enda skil ég eiginlega ekki hvernig mér datt vélstjórinn í hug, ég hef löngum verið þekktur fyrir að kunna ekki einu sinni að halda á skiptilykli,“ segir Pétur og hlær. Tuttugu og þriggja ára er Pétur giftur og þriggja barna faðir en eiginkona Péturs er Ágústa Óskarsdóttir. „Við kynntumst síðustu helgina í júní. Þá bauð ég henni að koma í tvítugsafmælið mitt til Grindavíkur. Þetta er árið 1979 og við giftum okkur og skírum okkar fyrsta barn um jólin 1980,“ segir Pétur og ekki er laust við að nú sjáist glampi í augum. Börn Péturs og Ágústu eru: Erlu Ósk (f.1980), tvíburana Ólöfu Daðey og Margréti Kristínu (f.1982) og síðan örverpið Óskar sem fæðist 1989. Pétur viðurkennir reyndar að hann undrist oft á því að Ágústa, ung kona úr 101 Reykjavík sem áður hafði búið í borgum eins og Brussel og Stokkhólmi, hafi yfir höfuð náð að þrauka þessa sambúð. „Maður hringdi helst ekki heim um borð því það gátu allir hlustað. Ég hringdi stundum úr löndunarskúr í Bolungavík og var einmitt staddur þar, þegar Ágústa segir mér í símanum að mamma hennar hafi stungið upp á að við myndum gifta okkur og skíra um jólin. Svo barnið yrði nú rétt skráð í kirkjubækur og allt það,“ segir Pétur og brosir í kampinn. Þegar tvíburarnir fæddust var Pétur á síld. „Þegar Ágústa var lögð inn tveimur vikum fyrir fæðingu tvíburanna, lá tengdapabbi á dánarbeðinu með krabbamein. Þar lágu þau saman feðginin hún að bíða eftir fæðingunni og hann banleguna. Hann deyr að kvöldi 17.september og hún fæðir tvíburana að morgni 18.september. Þá var til siðs að tvíburar væru í eina viku á spítala eftir fæðingu. Það passaði því að börnin voru í pössun á spítalanum á meðan jarðað var og voru svo sóttar í erfidrykkjuna,“ segir Pétur og bætir við: Eftir hana var kominn tími til að fara aftur um borð á síldina enda komin vika frá fæðingunni. Þegar frumburðurinn fæddist var farið daginn eftir á sjóinn. Þetta er til marks um hvað mikið hefur breyst síðan til batnaðar varðandi unga feður.“ Árið 1986 tók fjölskyldan sig síðan til og flutti til Bretlands. „Þar bjuggum við í eitt og hálft ár og seldum fisk.“ Eins og oft gildir um fjölskyldufyrirtæki eru skilin á milli kynslóða í rekstri oft óljós. „Mig minnir að pabbi hafi gert sinn starfslokasamning í kringum aldamótin. En segi nú oft að ég hafi í raun ekki tekið við neinu fyrr en pabbi lést árið 2015. Því hann var sterkur karakter og það má svo sem alveg velta fyrir sér: Hvenær tekur maður við og hvenær tekur maður ekki við?“ Pétri er tíðrætt um fjölskylduna í viðtalinu og hér er hópmynd sem tekin var um síðustu jól á Hawai. Þá var ætlunin, eftir tæp fjögur ár af ýmist Covid eða eldgosum, að hvíla sig þar til vinna hæfist á ný. Sem mikil tilhlökkun var fyrir þar sem flestir í hópnum vinna í Vísi. En hvað gerðist? Á fyrsta degi fór að gjósa (18.desember '23). Fyrstu gosin: Hvað ert þú búinn að fara oft? Pétur og Ágúst eiga hús við Glæsivelli 2 í Grindavík. „Ég var byrjaður að byggja 300 fm hús áður en við Ágústa kynntumst,hvorki meira né minna,“ segir Pétur en bætir brosandi við: „Við vorum reyndar í fjórtán ár að klára það hús, en það er önnur saga.“ Eldri systkini Péturs eru Margrét og Páll Jóhann sem fædd eru 1955 og 1957. Yngri systkini eru Kristín Elísabet fædd 1961, Svanhvít Daðey fædd 1964 og Sólný Ingibjörg fædd 1970. Öll nema Margrét bjuggu lengst af í Grindavík og segir Pétur pabba sinn oft hafa montað sig af því að af „núlifandi einstaklingi“ ætti hann fjölmennasta ættarstofninn í bænum en í Grindavík eru margar stórar ættir. Árið 2022 var Vísir seldur til Síldarvinnslunnar. Pétur er samt áfram við stjórnvölinn og enn er reksturinn svipaður og var, meðal annars starfa þar margir enn í fjölskyldunni. „Með pabba í kaupunum á Vísi á sínum tíma var Kristmundur Finnbogason sem var mágur hans og einn þeirra félaga sem hann ætlaði með í útgerð fyrir vestan. Með þeim var líka Ásgeir Lúðvíksson. Kristmundur seldi sinn hlut fljótlega en pabbi og Ásgeir unnu saman í Vísi í tuttugu og fimm ár.“ Síðastliðið haust störfuðu rúmlega 200 starfsmenn hjá Vísi. Fyrirtækið hélt áfram að greiða öllum laun eins lengi og hægt var, eða til 6.febrúar síðastliðið. Horfur eru til þess að hluti starfseminnar geti flust í Helguvík en Pétur segir stöðu margra grindvískra fyrirtækja erfiða; Ekki allir vinnustaðir hafi þann sveigjanleika að geta flutt.Vísir/Vilhelm Síðastliðið haust störfuðu rúmlega 200 manns hjá fyrirtækinu, en til viðbótar við saltfiskverkun og frystihús í Grindavík, hefur Vísir starfrækt fiskvinnslu í Þýskalandi. Þá eru gerðir út fimm bátar. Þegar Pétur hugsar til síðustu ára, kemur tvennt upp í hugann: Covid og eldgos. „Ég man að eitt sinn vorum við Ágústa með sitthvora bókina á náttborðinu: Ég að lesa Eldarnir eftir Sigríður Hagalín, skáldsaga um jarðhræringar á Reykjanesskaga. Ágústa að lesa um spænsku veikina.“ Sem segja má að báðar hafi verið lýsandi fyrir lífið í Grindavík síðustu árin. ,„Menn voru til skiptis að gera viðbragðsáælanir vegna heimsfarldurs eða eldgosa. Í Covid skiptum við okkur í þrjá hópa í vinnunni og pössuðum upp á að enginn í þessum hópum gæti hist. Skrifstofuhópurinn mátti koma í kaffi klukkan fimm mínútur yfir tíu, því þá var hópurinn á undan okkur búinn í kaffi og sú sem sá um mötuneytið okkar búin að sótthreinsa og spreyja,“ segir Pétur. ,Ég hef oft bent á hversu aðlögunarhæfni manna er mikil. Menn sátu saman þegar það kom skjálfti og menn veðjuðu á hvað hann væri stór. Heima sat maður og horfði á gosið út um elhúsgluggann og dáðist að hvað það væri fallegt. Bað svo um meira kaffi og hélt áfram að lesa Moggann.“ Eins og allir muna, tók við tímabil þar sem hvert túristagosið á fætur öðru blossaði upp. „Á endanum var maður hættur að nenna að fara að skoða þau .“ Pönnukökumyndin: Þessa mynd tók Pétur um klukkan fjögur föstudaginn 10.nóvember en þá höfðu börn, tengdabörn og barnabörn sameinast heima hjá honum og Ágústu. Loks var ákveðið að koma börnunum úr bænum og þá varð Pétur einn eftir. Síðar um kvöldið var bærinn rýmdur. 10.nóvember 2023 Pétri er tíðrætt um fjölskylduna, sem nú telur alls 22 manns enda barnabörnin orðin tólf. Síðastliðið haust, greinist tengdadóttirin með krabbamein og segir Pétur margt hjá fjölskyldunni í raun hafa snúist um þau veikindi framan af hausti. Þetta kom í ljós þegar hún fæddi sitt þriðja barn og var staðfest um verslunarmannhelgina. Hún fór í stranga sex vikna meðferð í kjölfarið. „Við fórum öll saman árið 2019 til Hawai þegar við Ágústa héldum upp á sextugsafmælin okkar. Með árs fyrirvara var planið að vera þar aftur um síðustu jól, en skiljanlega stóð allt og féll með því hvernig myndi ganga í lyfja- og geislameðferðinni hjá henni í haust. Blessunarlega gekk það vel og hún fékk staðfestingu á að hún væri laus við pakkann, eins og hægt er að losna við svona pakka, viku fyrir brottför í jólafríið.“ Talið berst nú að 10.nóvember. „Ég viðurkenni að fólk var orðið þreytt á þessum skjálftahrinum. Það var líka svo merkilegt að það var einhvern veginn eins og það væri eitthvað öðruvísi í þetta sinn.“ Um miðjan dag voru börn, tengdabörn og barnabörn öll komin heim til Péturs og Ágústu. Ég tók mynd af Ágústu að baka pönnukökurnar ofan í hópinn en stuttu seinna voru börnin komin undir borð vegna skjálftanna, eins og búið var að kenna krökkunum í skólanum.“ Heima í eldhúsinu í Grindavík í húsinu sem tók Pétur og Ágústu fjórtán ár að byggja. Í dag eru hjónin, þrjú börn þeirra, tengdabörn og barnabörn öll saman í húsi á Þórsgötunni í Reykjavík sem Pétur segir algjörlega hafa bjargað þeim. Sálfræðitímar fari þar fram á göngunum.Vísir/Vilhelm Loks voru skjálftarnir orðnir það tíðir og stórir að ákveðið var að koma börnunum út úr bænum. „Sem betur fer því þegar sonur okkar keyrði út úr bænum var vegurinn þegar farinn í sundur, restin af hópnum fór því Suðurstrandarveginn.“ Sjálfur fór Pétur að huga að starfsfólkinu, en margt aðkomufólk sem starfaði á Vísi bjó á gistiheimilinu í bænum. „Síðan fór ég heim og sat þar einn í húsinu um áttaleytið,“ segir Pétur og viðurkennir að það hafi verið nokkuð sérstök tilfinningin. Pétur hringdi í systkini sín og fleiri til að heyra hvar þau og þeirra fólk væri statt. „Það voru einhvern veginn allir skelfingu lostnir en samt svo rólegir.“ Þegar ákveðið var að rýma, ákvað Pétur að kanna á ný hvort það væri ekki öruggt að allir á gistiheimilinu væru farnir. „Ég gekk gangana og bankaði í allar dyr til að athuga hvort það væri einhver enn inni,“ segir Pétur og ekki laust við að lýsingin passi einna helst við atriði í bíómynd. Gistiheimilið þar sem Pétur gekk um gangana föstudagskvöldið 10.nóvember og barði á dyr til að athuga hvort enn væru einhverjir inni. Þar rakst hann á eina lettneska unga konu sem fékk far með honum en tveimur dögum síðar varð uppi fótur og fit þegar í ljós kom að enn var ein lettnesk kona á gistiheimilinu. Hún var þá sótt af björgunarsveitarmönnum.Vísir/Vilhelm Nokkru fyrr höfðu tvær ungar konur frá Lettlandi komið til að vinna í laxapökkun, áður höfðu þær búið á Seyðisfirði. Aðra rakst Pétur á þetta kvöld en hin fannst ekki fyrr en á sunnudeginum. Tveimur dögum síðar. „Ég rakst á aðra þeirra áður en ég fór úr bænum. Hún var eitthvað búin að fá sér í tánna greyið og vissi ekki hvað var að gerast. Hún var með tvær töskur og spurði hvort hún mætti taka þær báðar. Ég svaraði: Nei, taktu eina en bakkaði með það þegar ég sá hvað það var henni mikið mál “ segir Pétur, en upphaflega ætlaði hann að spara plássið fyrir þá sem hann reiknaði með að þurfa að taka með til viðbótar í bílinn. Seinna kom svo í ljós að hin lettneska konan áttaði sig ekki á að hún var ein í húsinu og bænum fyrr en meira en góðum sólarhring síðar og var sótt af viðbragðsaðilum með snatri. Sem Pétur segir efni í aðra sögu. Áður en Pétur yfirgaf bæinn, hafði hann komið við í húsum barna sinna og merkt þau yfirgefin samkvæmt tilmælum almannavarna. 3.720 manna bær var nú orðinn mannlaus. Pétur og Ágústa með barnabörnin nú um jólin. Sú dóttir sem bjó lengst frá þeim í Grindavík bjó tæpum kílómeter frá húsi þeirra. Í dag er allt breytt og nú horfir Pétur á eftir barnabörnunum rölta yfir götu í Reykjavík á morgnana til að fara í nýjan skóla. Kaflaskil Fyrst kom fjölskylda Péturs sér fyrir í sumarbústað og hjá ættingjum en síðustu vikurnar hefur hópurinn búið á Þórsgötunni eins og áður sagði. „Við byrjuðum að kaupa í þessu húsi fyrir tuttugu árum síðan og eigum núna þessar fjórar íbúðir sem í húsinu eru. Það er mikil hjálp í því að vera þarna saman, hefur algjörlega bjargað okkur og má segja að hér fari sálfræðitímarnir fram á göngunum. Hver fjölskylda er í sinni íbúð því ein dóttirin okkar er í Ameríku. Það er pláss fyrir alla þótt reyndar sé einn unglingurinn hjá okkur Ágústu,“ segir Pétur. Pétur segir allt í daglegu lífi breytast við svona rót. Jafnvel einföldustu hlutir eða venjur sem fólk hefur þekkt lengi. „Sem dæmi má nefna hef ég farið í leikfimi klukkan sex á morgnana með ákveðnum hópi í Grindavík í tólf ár. Þetta er auðvitað ekki lengur,“ segir Pétur sem þó hefur nú fundið sér nýjan æfingastað hjá Mjölni í Öskjuhlíðinni. Þegar gaus 18.-21.desember var Pétur staddur með fjölskyldunni í fyrrgreindri ferð á Hawai. „Krabbameinsmeðferð tengdadóttur okkar gekk vel og því var ákveðið að halda ferðinni til streitu. Þann 18.desember vaknaði ég í stóru húsi á Hawai og hugsaði einmitt með mér hvað það væri yndislegt að vera þarna með allan hópinn. Við fórum út í búð til að versla í matinn og þa komu fyrstu fréttirnar: Það var farið að gjósa.“ Restin af deginum fór því í að fylgjast með beinni útsendingu af gosvæðinu og svo hefur oft verið síðan þá. En þótt Pétri sé hið mannlega ofarlega í huga, þarf hann líka að huga að rekstrinum og þeirri rótgrónu starfsemi sem Vísir stendur fyrir. Þar sem sí ofan í æ er verið að taka ákvarðanir. Og breyta þeim. „Við ákváðum til dæmis fyrir jólin að senda alla heim í langt jólafrí. Það voru allir á launum og allt það, en hugmyndin var að taka gott frí og byrja aftur mánudaginn 8.janúar sem við og gerðum. Á föstudeginum þar á eftir erum við að vinna að undirbúningi þess að fá fólkið frá Póllandi heim líka , þegar ég fæ símtal frá almannavörnum um að nú ætti að rýma bæinn að nýju. Þar með voru þau plön breytt.“ Samfélagið allt hefur síðan fylgst með fréttum af stöðunni, dag frá degi eins og verið hefur frá 10.nóvember. Til viðbótar við gosið 14.-16.janúar hafa Grindvíkingar tekist á við aðrar erfiðar fréttir eins og bílslys á Grindavíkurvegi eða mannfall ofan í gjótu. „Stundum finnst manni svo langt síðan allt byrjaði að þessi atburðarrás hljóti að hafa gerst á einhverjum árum. Hið rétta er að fyrir Grindvíkinga hefur allt breyst á aðeins örfáum vikum og mánuðum.“ Pétur segir útgerðasögu Vísis í raun hafa hafist á tímum seinni heimstyrjaldar þegar mannfall á sjó var algengt víða um land. Margt hefur breyst á þeim áratugum sem Vísir hefur verið í rekstri, en nú eru vinnslusalir tómir og útséð að Grindavík telst ekki öruggt svæði fyrir börn næstu árin.Vísir/Vilhelm En hvernig er staðan með vinnustaðinn? „Nú er búið að dæma bæinn barnlausan um óákveðinn tíma. Það er einfaldlega staðan, sem auðvitað felur í sér mikil og skýr kaflaskil. Í dag má segja að verkefni mitt snúist annars vegar um það að koma starfseminni af stað aftur með okkar fólki og hins vegar sannfæra allt mitt umhverfi um að við séum sterkari í þessari baráttu í breyttu eignarformi. Það er mjög mikilvægt að allir hafi trú á verkefninu og og geti treyst á hvern annan.“ Fjárfestingar í Grindavík séu miklar og því miður séu valkostir margra fyrirtækja ekki margir. „Það er ekki þannig að fyrirtæki eða verslanir geti svo auðveldlega fært sig um set eða aðlagað starfsemina að þessum breytingum.“ Þá fela aðstæðurnar líka í sér ýmsar erfiðar ákvarðanir. Til dæmis þurftum við að taka 130 manns af launaskrá þann 6.febrúar síðastliðinn án þess að ráðningarsamband hafi verið rofið. „Við vorum með fólk á fullum launum eins lengi og við gátum og síðan þá hefur aðeins hluti fólks haft vinnu.“ Pétur er samt vongóður með mjög margt. „Við erum að horfa til Helguvíkur þar sem hluti af okkar starfseminni gæti verið áfram. Okkar stjórnendur í fiskvinnslu tóku þar að sér endurbætur og aðlögun svæðisins sem iðnaðarmenn. Það má því eiginlega segja að frá 10.nóvember hafi enginn verið að vinna við það sem hann var ráðinn til eða þar sem hann var ráðinn til vinnu.“ Að mati Péturs hófst hin eiginlega krísustjórnun fyrirtækisins þó ekki fyrr en 14.janúar síðastliðinn. „Fram að því snerist verkefnið fyrst og fremst um öryggi. En frá miðjum janúar hefur verkefnið verið nær því sem fyrirtæki þekkja sem krísustjórnun. Í rekstri þarf nefnilega alltaf að huga að því að allir þurfa sitt: Viðskiptavinirnir, starfsfólkið, hluthafarnir og svo framvegis,“ segir Pétur. Komið við á tómri skrifstofunni í Grindavík. Hugur er í fólki að halda starfseminni áfram en erfitt sé að taka ákvarðanir þegar alltaf er verið að búast við næsta gosi. Sem Pétur var að vonast eftir að kæmi hreinlega hvað úr hverju. Því miður sé ekki hægt að semja við skrattann sjálfan; sé það reynt, er ekkert í hendi.Vísir/Vilhelm Á dögunum hlaut Pétur stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2024 í flokki yfirstjórnenda. Forseti Íslands afhenti verðlaunin en þau eru veitt árlega til stjórnenda fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Pétur sagði við móttöku verðlaunanna að þau hittu beint í hjartastað. „Sérstaklega á þessum tíma þar sem aðstæður í Grindavík hafa verið erfiðar fyrir fyrirtækið og starfsfólkið okkar.“ En þrátt fyrir eldmóð og bjartsýni, er oft ekki hægt að áætla of langt fram í tímann og jafnvel oft að bíða þurfi með endanlegar ákvarðanir. Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann um að hann fengi eina viku en við hinar þrjár. Þess vegna var ég eiginlega að vonast eftir því að það myndi að gjósa núna, svo við gætum betur ákveðið næstu skref, en það það er eins og venjulega þegar reynt er að semja við þann andskota, þar er ekkert í hendi “
Sjávarútvegur Grindavík Eldgos og jarðhræringar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnun Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Helgarviðtal Atvinnulífsins Tengdar fréttir Margir vilja halda rekstri áfram í Grindavík Ríflega þriðjungi fyrirtækja í Grindavík hefur verið lokað vegna jarðhræringanna og rýmingarinnar. Þrátt fyrir það segjast 41,2 prósent fyrirtækjaeigenda stefna að því að halda áfram fullum rekstri í bænum, á einhverjum tímapunkti. 8. mars 2024 16:03 Grindavíkurbær heiðursgestur Menningarnætur 2024 Grindavíkurbær verður heiðursgestur Menningarnætur Reykjavíkurborgar þann 24. ágúst 2024. Tilefnið er vinatengsl bæjarfélaganna og fimmtíu ára kaupstaðarafmæli Grindavíkurbæjar í ár. 8. mars 2024 12:23 Opnað á sölu húsa í Grindavík Fólk sem vill selja íbúðarhúsnæði sitt í Grindavík til ríkissjóðs getur nú gert það. Eigendur um níu hundruð íbúða í Grindavík geta nýtt sér úrræði þetta sem fer í gegnum Fasteignafélagið Þórkötlu. 8. mars 2024 11:53 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Margir vilja halda rekstri áfram í Grindavík Ríflega þriðjungi fyrirtækja í Grindavík hefur verið lokað vegna jarðhræringanna og rýmingarinnar. Þrátt fyrir það segjast 41,2 prósent fyrirtækjaeigenda stefna að því að halda áfram fullum rekstri í bænum, á einhverjum tímapunkti. 8. mars 2024 16:03
Grindavíkurbær heiðursgestur Menningarnætur 2024 Grindavíkurbær verður heiðursgestur Menningarnætur Reykjavíkurborgar þann 24. ágúst 2024. Tilefnið er vinatengsl bæjarfélaganna og fimmtíu ára kaupstaðarafmæli Grindavíkurbæjar í ár. 8. mars 2024 12:23
Opnað á sölu húsa í Grindavík Fólk sem vill selja íbúðarhúsnæði sitt í Grindavík til ríkissjóðs getur nú gert það. Eigendur um níu hundruð íbúða í Grindavík geta nýtt sér úrræði þetta sem fer í gegnum Fasteignafélagið Þórkötlu. 8. mars 2024 11:53