Getur ekki horft á myndir af sjálfri sér frá því í fyrra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2024 08:30 Guðlaug Edda Hannesdóttir er komin til baka eftir erfitt ár. Það verður gaman að sjá hvort henni takist að tryggja sig inn á Ólympíuleikanna í París. @eddahannesd Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir fór í gegnum erfiða tíma á síðasta ári en hún lærði líka margt á því. Hún deilir nú ráðum fyrir fólk í svipaðri stöðu. Guðlaug Edda er í hópi þeirra níu íslensku íþróttamanna sem voru valin í Ólympíuhóp Íþrótta-og Ólympíusamband Íslands en þeir eiga alla raunhæfa möguleika á því að verða meðal keppanda á Ólympíuleikunum í París í sumar. Mikið mótlæti Það er óhætt að segja að Guðlaug Edda hafi fengið vænan skammt af mótlæti síðustu ár þar sem hún þurfti að yfirvinna mjög erfið mjaðmarmeiðsli, stóra aðgerð og krefjandi endurhæfingu. Allt horfir nú til betri vegar og Guðlaug Edda er farinn að æfa að fullu á nýjan leik. Hún hefur ákveðið að gefa af sér til að hjálpa öðrum sem þurfa að yfirvinna þunga og erfiða tíma. Guðlaug Edda ákvað því að taka saman sex mikilvæg ráð sem hjálpuðu henni að komast i gegnum þessa erfiðleika á síðasta ári. Verið hikandi „Ég hef verið hikandi að tala um endurhæfinguna mína á síðasta ári af því að þetta var mjög erfiður tími í mínu lífi. Ég hef umfram allt verið skynsöm til að geta komið mér á þann stað sem ég er á nú. Það er frábær áminning um að þú getur gert erfiða hluti og þeir þurfa ekki að brjóta þig,“ skrifaði Guðlaug Edda í pistli sínum á samfélagsmiðlinum Instagram. „Ég hef tekið saman ráð með því sem hjálpaði mér mest undanfarið ár og vonandi getur það hjálpað ykkur líka,“ skrifaði Guðlaug Edda. Hér fyrir neðan má sjá ráðin en hún útskýrir þau líka betur í pistli sínum sem má finna allan hér fyrir neðan. 1. Umkringdu þig með fólki sem elskar þig og vill þér allt það besta. 2. Taktu skref til baka, náðu jarðtengingu og ekki trúa öllu sem þér dettur í hug. 3. Ekki gera of mikið í endurhæfingunni. 4. Gerðu hluti sem gleðja þig sjálfa. 5. Lærðu eitthvað nýtt. 6. Mikilvægast. Farðu í meðferð. Guðlaug segist einnig sjá sársaukann í augum sínum á myndum af sér frá þessum tíma. Sér sársaukann í augunum „Mig verkjar í hjartað að sjá stelpuna í fyrstu klippunni því þú getur virkilega séð sársaukann í augum hennar og þess vegna skoða ég ekki myndir frá síðasta sumri,“ skrifaði Guðlaug Edda. Myndbandið sem hún talar um sýnir hana ganga um með hækjur nýkominn úr þessari stóru aðgerð. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdóttir (@eddahannesd) Þríþraut Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Fleiri fréttir Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Sjá meira
Guðlaug Edda er í hópi þeirra níu íslensku íþróttamanna sem voru valin í Ólympíuhóp Íþrótta-og Ólympíusamband Íslands en þeir eiga alla raunhæfa möguleika á því að verða meðal keppanda á Ólympíuleikunum í París í sumar. Mikið mótlæti Það er óhætt að segja að Guðlaug Edda hafi fengið vænan skammt af mótlæti síðustu ár þar sem hún þurfti að yfirvinna mjög erfið mjaðmarmeiðsli, stóra aðgerð og krefjandi endurhæfingu. Allt horfir nú til betri vegar og Guðlaug Edda er farinn að æfa að fullu á nýjan leik. Hún hefur ákveðið að gefa af sér til að hjálpa öðrum sem þurfa að yfirvinna þunga og erfiða tíma. Guðlaug Edda ákvað því að taka saman sex mikilvæg ráð sem hjálpuðu henni að komast i gegnum þessa erfiðleika á síðasta ári. Verið hikandi „Ég hef verið hikandi að tala um endurhæfinguna mína á síðasta ári af því að þetta var mjög erfiður tími í mínu lífi. Ég hef umfram allt verið skynsöm til að geta komið mér á þann stað sem ég er á nú. Það er frábær áminning um að þú getur gert erfiða hluti og þeir þurfa ekki að brjóta þig,“ skrifaði Guðlaug Edda í pistli sínum á samfélagsmiðlinum Instagram. „Ég hef tekið saman ráð með því sem hjálpaði mér mest undanfarið ár og vonandi getur það hjálpað ykkur líka,“ skrifaði Guðlaug Edda. Hér fyrir neðan má sjá ráðin en hún útskýrir þau líka betur í pistli sínum sem má finna allan hér fyrir neðan. 1. Umkringdu þig með fólki sem elskar þig og vill þér allt það besta. 2. Taktu skref til baka, náðu jarðtengingu og ekki trúa öllu sem þér dettur í hug. 3. Ekki gera of mikið í endurhæfingunni. 4. Gerðu hluti sem gleðja þig sjálfa. 5. Lærðu eitthvað nýtt. 6. Mikilvægast. Farðu í meðferð. Guðlaug segist einnig sjá sársaukann í augum sínum á myndum af sér frá þessum tíma. Sér sársaukann í augunum „Mig verkjar í hjartað að sjá stelpuna í fyrstu klippunni því þú getur virkilega séð sársaukann í augum hennar og þess vegna skoða ég ekki myndir frá síðasta sumri,“ skrifaði Guðlaug Edda. Myndbandið sem hún talar um sýnir hana ganga um með hækjur nýkominn úr þessari stóru aðgerð. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdóttir (@eddahannesd)
1. Umkringdu þig með fólki sem elskar þig og vill þér allt það besta. 2. Taktu skref til baka, náðu jarðtengingu og ekki trúa öllu sem þér dettur í hug. 3. Ekki gera of mikið í endurhæfingunni. 4. Gerðu hluti sem gleðja þig sjálfa. 5. Lærðu eitthvað nýtt. 6. Mikilvægast. Farðu í meðferð.
Þríþraut Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Fleiri fréttir Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Sjá meira