Ísrael án stærstu stjörnunnar gegn Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 7. mars 2024 23:31 Manor Solomon var keyptur til Tottenham í fyrrasumar en hefur ekki getað spilað með liðinu síðustu fimm mánuði, vegna meiðsla. Getty/Stephanie Meek Ísraelsmenn hafa orðið fyrir áfalli í aðdraganda leiksins mikilvæga við Ísland, í umspili um sæti á EM karla í fótbolta, samkvæmt ísraelskum miðlum. Tottenham-maðurinn Manor Solomon, verðmætasti ísraelski leikmaðurinn samkvæmt Transfermarkt, hefur nefnilega ekki náð að jafna sig af meiðslum sem hann hefur glímt við í vetur. Leikur Íslands og Ísraels, sem fram fer í Búdapest eftir tvær vikur, er því of snemma fyrir hann. Solomon spilaði síðast í lok september, í sigri Tottenham á Liverpool, en bati hans hefur gengið hægar en vonast var til í fyrstu og eftir tvær aðgerðir er þess enn beðið að hann hefji æfingar að nýju með Tottenham. Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, tjáði sig stuttlega um Solomon í síðustu viku og sagði að hann ætti enn nokkuð í land með að geta hafið æfingar að nýju en um hnémeiðsli er að ræða. Lagði upp mark gegn Íslandi Solomon, sem er 24 ára, var keyptur til Tottenham síðasta sumar frá Fulham, eftir að hafa skorað fjögur mörk í 19 leikjum á fyrstu leiktíð sinni í ensku úrvalsdeildinni. Hann var áður hjá Shaktar Donetsk en fékk sig lausan þaðan eftir að stríðið í Úkraínu braust út. Hann hefur skorað sjö mörk í 37 landsleikjum fyrir Ísrael og lék 90 mínútur í báðum leikjunum við Ísland í Þjóðadeildinni, í júní 2022, þar sem hann lagði upp eitt mark. Meiðslastaðan hjá íslenska landsliðinu virðist heilt yfir vera góð en þó verður liðið að öllum líkindum án fyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar og Gylfa Þórs Sigurðssonar, sem báðir hafa glímt við meiðsli síðustu mánuði. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Mæta Bosníu eða Úkraínu sama hvernig fer gegn Ísrael Sama hvernig fer gegn Ísrael þá mun íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mæta Bosníu-Hersegóvínu eða eða Úkraínu. 5. mars 2024 20:45 Utan vallar: Hvað mega heilindin kosta? Þeir sem valdið hafa hjá Knattspyrnusambandi Íslands eru ekki í öfundsverðri stöðu vegna andstæðings karlalandsliðsins í komandi umspili fyrir Evrópumótið. Ekki stendur til að sniðganga leikinn við Ísrael og það hefur ekki einu sinni komið til umræðu hjá sambandinu. 5. mars 2024 08:01 „Allir á Íslandi verða að trúa“ Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide vill ekki heyra neitt bölsýnistal í aðdraganda leikjanna sem gætu skilað Íslandi á sjálft Evrópumótið í Þýskalandi í sumar. Staðan á leikmönnum liðsins mætti þó vera mun betri. 29. febrúar 2024 13:31 Aron og Gylfi að falla á tíma: „Miklum vandkvæðum háð að velja þá“ Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, segist ekki koma til með að velja Gylfa Þór Sigurðsson eða Aron Einar Gunnarsson í EM-umspilið, eftir þrjár vikur, nema að þeir verði farnir að spila fyrir félagslið. 29. febrúar 2024 11:00 Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Sjá meira
Tottenham-maðurinn Manor Solomon, verðmætasti ísraelski leikmaðurinn samkvæmt Transfermarkt, hefur nefnilega ekki náð að jafna sig af meiðslum sem hann hefur glímt við í vetur. Leikur Íslands og Ísraels, sem fram fer í Búdapest eftir tvær vikur, er því of snemma fyrir hann. Solomon spilaði síðast í lok september, í sigri Tottenham á Liverpool, en bati hans hefur gengið hægar en vonast var til í fyrstu og eftir tvær aðgerðir er þess enn beðið að hann hefji æfingar að nýju með Tottenham. Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, tjáði sig stuttlega um Solomon í síðustu viku og sagði að hann ætti enn nokkuð í land með að geta hafið æfingar að nýju en um hnémeiðsli er að ræða. Lagði upp mark gegn Íslandi Solomon, sem er 24 ára, var keyptur til Tottenham síðasta sumar frá Fulham, eftir að hafa skorað fjögur mörk í 19 leikjum á fyrstu leiktíð sinni í ensku úrvalsdeildinni. Hann var áður hjá Shaktar Donetsk en fékk sig lausan þaðan eftir að stríðið í Úkraínu braust út. Hann hefur skorað sjö mörk í 37 landsleikjum fyrir Ísrael og lék 90 mínútur í báðum leikjunum við Ísland í Þjóðadeildinni, í júní 2022, þar sem hann lagði upp eitt mark. Meiðslastaðan hjá íslenska landsliðinu virðist heilt yfir vera góð en þó verður liðið að öllum líkindum án fyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar og Gylfa Þórs Sigurðssonar, sem báðir hafa glímt við meiðsli síðustu mánuði.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Mæta Bosníu eða Úkraínu sama hvernig fer gegn Ísrael Sama hvernig fer gegn Ísrael þá mun íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mæta Bosníu-Hersegóvínu eða eða Úkraínu. 5. mars 2024 20:45 Utan vallar: Hvað mega heilindin kosta? Þeir sem valdið hafa hjá Knattspyrnusambandi Íslands eru ekki í öfundsverðri stöðu vegna andstæðings karlalandsliðsins í komandi umspili fyrir Evrópumótið. Ekki stendur til að sniðganga leikinn við Ísrael og það hefur ekki einu sinni komið til umræðu hjá sambandinu. 5. mars 2024 08:01 „Allir á Íslandi verða að trúa“ Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide vill ekki heyra neitt bölsýnistal í aðdraganda leikjanna sem gætu skilað Íslandi á sjálft Evrópumótið í Þýskalandi í sumar. Staðan á leikmönnum liðsins mætti þó vera mun betri. 29. febrúar 2024 13:31 Aron og Gylfi að falla á tíma: „Miklum vandkvæðum háð að velja þá“ Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, segist ekki koma til með að velja Gylfa Þór Sigurðsson eða Aron Einar Gunnarsson í EM-umspilið, eftir þrjár vikur, nema að þeir verði farnir að spila fyrir félagslið. 29. febrúar 2024 11:00 Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Sjá meira
Mæta Bosníu eða Úkraínu sama hvernig fer gegn Ísrael Sama hvernig fer gegn Ísrael þá mun íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mæta Bosníu-Hersegóvínu eða eða Úkraínu. 5. mars 2024 20:45
Utan vallar: Hvað mega heilindin kosta? Þeir sem valdið hafa hjá Knattspyrnusambandi Íslands eru ekki í öfundsverðri stöðu vegna andstæðings karlalandsliðsins í komandi umspili fyrir Evrópumótið. Ekki stendur til að sniðganga leikinn við Ísrael og það hefur ekki einu sinni komið til umræðu hjá sambandinu. 5. mars 2024 08:01
„Allir á Íslandi verða að trúa“ Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide vill ekki heyra neitt bölsýnistal í aðdraganda leikjanna sem gætu skilað Íslandi á sjálft Evrópumótið í Þýskalandi í sumar. Staðan á leikmönnum liðsins mætti þó vera mun betri. 29. febrúar 2024 13:31
Aron og Gylfi að falla á tíma: „Miklum vandkvæðum háð að velja þá“ Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, segist ekki koma til með að velja Gylfa Þór Sigurðsson eða Aron Einar Gunnarsson í EM-umspilið, eftir þrjár vikur, nema að þeir verði farnir að spila fyrir félagslið. 29. febrúar 2024 11:00