Ísrael án stærstu stjörnunnar gegn Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 7. mars 2024 23:31 Manor Solomon var keyptur til Tottenham í fyrrasumar en hefur ekki getað spilað með liðinu síðustu fimm mánuði, vegna meiðsla. Getty/Stephanie Meek Ísraelsmenn hafa orðið fyrir áfalli í aðdraganda leiksins mikilvæga við Ísland, í umspili um sæti á EM karla í fótbolta, samkvæmt ísraelskum miðlum. Tottenham-maðurinn Manor Solomon, verðmætasti ísraelski leikmaðurinn samkvæmt Transfermarkt, hefur nefnilega ekki náð að jafna sig af meiðslum sem hann hefur glímt við í vetur. Leikur Íslands og Ísraels, sem fram fer í Búdapest eftir tvær vikur, er því of snemma fyrir hann. Solomon spilaði síðast í lok september, í sigri Tottenham á Liverpool, en bati hans hefur gengið hægar en vonast var til í fyrstu og eftir tvær aðgerðir er þess enn beðið að hann hefji æfingar að nýju með Tottenham. Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, tjáði sig stuttlega um Solomon í síðustu viku og sagði að hann ætti enn nokkuð í land með að geta hafið æfingar að nýju en um hnémeiðsli er að ræða. Lagði upp mark gegn Íslandi Solomon, sem er 24 ára, var keyptur til Tottenham síðasta sumar frá Fulham, eftir að hafa skorað fjögur mörk í 19 leikjum á fyrstu leiktíð sinni í ensku úrvalsdeildinni. Hann var áður hjá Shaktar Donetsk en fékk sig lausan þaðan eftir að stríðið í Úkraínu braust út. Hann hefur skorað sjö mörk í 37 landsleikjum fyrir Ísrael og lék 90 mínútur í báðum leikjunum við Ísland í Þjóðadeildinni, í júní 2022, þar sem hann lagði upp eitt mark. Meiðslastaðan hjá íslenska landsliðinu virðist heilt yfir vera góð en þó verður liðið að öllum líkindum án fyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar og Gylfa Þórs Sigurðssonar, sem báðir hafa glímt við meiðsli síðustu mánuði. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Mæta Bosníu eða Úkraínu sama hvernig fer gegn Ísrael Sama hvernig fer gegn Ísrael þá mun íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mæta Bosníu-Hersegóvínu eða eða Úkraínu. 5. mars 2024 20:45 Utan vallar: Hvað mega heilindin kosta? Þeir sem valdið hafa hjá Knattspyrnusambandi Íslands eru ekki í öfundsverðri stöðu vegna andstæðings karlalandsliðsins í komandi umspili fyrir Evrópumótið. Ekki stendur til að sniðganga leikinn við Ísrael og það hefur ekki einu sinni komið til umræðu hjá sambandinu. 5. mars 2024 08:01 „Allir á Íslandi verða að trúa“ Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide vill ekki heyra neitt bölsýnistal í aðdraganda leikjanna sem gætu skilað Íslandi á sjálft Evrópumótið í Þýskalandi í sumar. Staðan á leikmönnum liðsins mætti þó vera mun betri. 29. febrúar 2024 13:31 Aron og Gylfi að falla á tíma: „Miklum vandkvæðum háð að velja þá“ Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, segist ekki koma til með að velja Gylfa Þór Sigurðsson eða Aron Einar Gunnarsson í EM-umspilið, eftir þrjár vikur, nema að þeir verði farnir að spila fyrir félagslið. 29. febrúar 2024 11:00 Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira
Tottenham-maðurinn Manor Solomon, verðmætasti ísraelski leikmaðurinn samkvæmt Transfermarkt, hefur nefnilega ekki náð að jafna sig af meiðslum sem hann hefur glímt við í vetur. Leikur Íslands og Ísraels, sem fram fer í Búdapest eftir tvær vikur, er því of snemma fyrir hann. Solomon spilaði síðast í lok september, í sigri Tottenham á Liverpool, en bati hans hefur gengið hægar en vonast var til í fyrstu og eftir tvær aðgerðir er þess enn beðið að hann hefji æfingar að nýju með Tottenham. Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, tjáði sig stuttlega um Solomon í síðustu viku og sagði að hann ætti enn nokkuð í land með að geta hafið æfingar að nýju en um hnémeiðsli er að ræða. Lagði upp mark gegn Íslandi Solomon, sem er 24 ára, var keyptur til Tottenham síðasta sumar frá Fulham, eftir að hafa skorað fjögur mörk í 19 leikjum á fyrstu leiktíð sinni í ensku úrvalsdeildinni. Hann var áður hjá Shaktar Donetsk en fékk sig lausan þaðan eftir að stríðið í Úkraínu braust út. Hann hefur skorað sjö mörk í 37 landsleikjum fyrir Ísrael og lék 90 mínútur í báðum leikjunum við Ísland í Þjóðadeildinni, í júní 2022, þar sem hann lagði upp eitt mark. Meiðslastaðan hjá íslenska landsliðinu virðist heilt yfir vera góð en þó verður liðið að öllum líkindum án fyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar og Gylfa Þórs Sigurðssonar, sem báðir hafa glímt við meiðsli síðustu mánuði.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Mæta Bosníu eða Úkraínu sama hvernig fer gegn Ísrael Sama hvernig fer gegn Ísrael þá mun íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mæta Bosníu-Hersegóvínu eða eða Úkraínu. 5. mars 2024 20:45 Utan vallar: Hvað mega heilindin kosta? Þeir sem valdið hafa hjá Knattspyrnusambandi Íslands eru ekki í öfundsverðri stöðu vegna andstæðings karlalandsliðsins í komandi umspili fyrir Evrópumótið. Ekki stendur til að sniðganga leikinn við Ísrael og það hefur ekki einu sinni komið til umræðu hjá sambandinu. 5. mars 2024 08:01 „Allir á Íslandi verða að trúa“ Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide vill ekki heyra neitt bölsýnistal í aðdraganda leikjanna sem gætu skilað Íslandi á sjálft Evrópumótið í Þýskalandi í sumar. Staðan á leikmönnum liðsins mætti þó vera mun betri. 29. febrúar 2024 13:31 Aron og Gylfi að falla á tíma: „Miklum vandkvæðum háð að velja þá“ Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, segist ekki koma til með að velja Gylfa Þór Sigurðsson eða Aron Einar Gunnarsson í EM-umspilið, eftir þrjár vikur, nema að þeir verði farnir að spila fyrir félagslið. 29. febrúar 2024 11:00 Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira
Mæta Bosníu eða Úkraínu sama hvernig fer gegn Ísrael Sama hvernig fer gegn Ísrael þá mun íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mæta Bosníu-Hersegóvínu eða eða Úkraínu. 5. mars 2024 20:45
Utan vallar: Hvað mega heilindin kosta? Þeir sem valdið hafa hjá Knattspyrnusambandi Íslands eru ekki í öfundsverðri stöðu vegna andstæðings karlalandsliðsins í komandi umspili fyrir Evrópumótið. Ekki stendur til að sniðganga leikinn við Ísrael og það hefur ekki einu sinni komið til umræðu hjá sambandinu. 5. mars 2024 08:01
„Allir á Íslandi verða að trúa“ Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide vill ekki heyra neitt bölsýnistal í aðdraganda leikjanna sem gætu skilað Íslandi á sjálft Evrópumótið í Þýskalandi í sumar. Staðan á leikmönnum liðsins mætti þó vera mun betri. 29. febrúar 2024 13:31
Aron og Gylfi að falla á tíma: „Miklum vandkvæðum háð að velja þá“ Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, segist ekki koma til með að velja Gylfa Þór Sigurðsson eða Aron Einar Gunnarsson í EM-umspilið, eftir þrjár vikur, nema að þeir verði farnir að spila fyrir félagslið. 29. febrúar 2024 11:00