Orri skóf ekkert af því: „Ég átti þetta ekki skilið“ Aron Guðmundsson skrifar 7. mars 2024 15:24 Orri Steinn í baráttunni við Erling Braut Haaland í leik Manchester City og FC Kaupmannahafnar í Meistaradeild Evrópu í gær Vísir/Getty Orri Steinn Óskarsson, landliðsmaður í fótbolta og leikmaður FC Kaupmannahafnar, viðurkennir að undanfarnar vikur, utan leikmannahóps hafi reynst honum erfiðar. Staðan sé ósanngjörn gagnvart honum en Orri minnti rækilega á sig með stoðsendingu í tapi gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu. Orri hefur þurft að sætta sig við óvenju mikinn tíma utan leikmannahóps undanfarnar vikur en hann var þó mættur aftur í leikmannahóp dönsku meistaranna í gær og fékk sæti í byrjunarliði liðsins á Etihad leikvanginum í seinni leiknum gegn Manchester City í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Íslendingurinn knái var spurður út í stöðuna eftir leik af blaðamönnum danskra fjölmiðla og hafði þar þetta að segja: „Þetta hefur verið ótrúlega erfitt,“ sagði Orri aðspurður um síðustu vikur í viðtali við Bold. „Mér finnst ég ekki hafa átt þetta skilið.Ég hef bara reynt að leggja harðar að mér, standa mig vel á æfingum og fékk loksins sæti í byrjunarliðinu núna. Mér finnst það verðskuldað.“ FC Kaupmannahöfn tapaði einvíginu gegn Manchester City og er því úr leik í Meistaradeildinni þetta árið en Orri átti frábæra stoðsendingu í marki liðsins í gærkvöldi. Jacob Neestrup, þjálfari FC Kaupmannahöfnar, segir stöðuna með Orra hafa verið allt eða ekkert stöðu. Það hafi reynst erfitt að líta fram hjá hæfileikum sóknarmannsins Andreas Cornelius og því hafi Orri þurft að sætta sig við lítinn spilatíma. Hann er á því að Orri þurfi að leggja harðar að sér á æfingum. „Það var frábært að sjá hvernig hann spilaði gegn Manchester City. Nú þarf hann að leggja harðar. Við sjáum hann gera það á æfingum og nú er bara að halda áfram.“ Danski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir West Ham - Newcastle | Hamrarnir berjast við botninn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Sjá meira
Orri hefur þurft að sætta sig við óvenju mikinn tíma utan leikmannahóps undanfarnar vikur en hann var þó mættur aftur í leikmannahóp dönsku meistaranna í gær og fékk sæti í byrjunarliði liðsins á Etihad leikvanginum í seinni leiknum gegn Manchester City í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Íslendingurinn knái var spurður út í stöðuna eftir leik af blaðamönnum danskra fjölmiðla og hafði þar þetta að segja: „Þetta hefur verið ótrúlega erfitt,“ sagði Orri aðspurður um síðustu vikur í viðtali við Bold. „Mér finnst ég ekki hafa átt þetta skilið.Ég hef bara reynt að leggja harðar að mér, standa mig vel á æfingum og fékk loksins sæti í byrjunarliðinu núna. Mér finnst það verðskuldað.“ FC Kaupmannahöfn tapaði einvíginu gegn Manchester City og er því úr leik í Meistaradeildinni þetta árið en Orri átti frábæra stoðsendingu í marki liðsins í gærkvöldi. Jacob Neestrup, þjálfari FC Kaupmannahöfnar, segir stöðuna með Orra hafa verið allt eða ekkert stöðu. Það hafi reynst erfitt að líta fram hjá hæfileikum sóknarmannsins Andreas Cornelius og því hafi Orri þurft að sætta sig við lítinn spilatíma. Hann er á því að Orri þurfi að leggja harðar að sér á æfingum. „Það var frábært að sjá hvernig hann spilaði gegn Manchester City. Nú þarf hann að leggja harðar. Við sjáum hann gera það á æfingum og nú er bara að halda áfram.“
Danski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir West Ham - Newcastle | Hamrarnir berjast við botninn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Sjá meira