Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Njarðvík 77-69 | Fjórða tap Njarðvíkur í röð Andri Már Eggertsson skrifar 6. mars 2024 21:53 vísir/hulda margrét Grindavík vann átta stiga sigur gegn Njarðvík 77-69. Eftir laglegan þriðja leikhluta gaf Grindavík mikið eftir en náði að landa sigri. Þetta var fjórða tap Njarðvíkur í röð. Grindavík byrjaði betur og tók frumkvæðið í leiknum. Það var meiri orka í Grindavík í upphafi og liðið fékk oft nokkrar tilraunir í sömu sókninni þar sem liðið var að taka mikið af sóknarfráköstum. Njarðvík gerði aðeins 3 stig á fyrstu fjórum mínútunum og heimakonur komust í 8-3. Njarðvík hrökk í gang eftir því sem leið á fyrsta leikhluta. Gestirnir fóru að hitta betur og spila betri vörn. Njarðvík gerði átta stig í röð og komst yfir 13-16. Njarðvík var einu stigi yfir eftir fjörugan fyrsta leikhluta 19-20. Sarah Sofie Mortensen, leikmaður Grindavíkur, fór á kostum í fyrri hálfleik sérstaklega í fyrsta leikhluta. Sarah gerði 10 af 19 stigum Grindavíkur í fyrsta leikhluta. Í fyrri hálfleik gerði hún 13 stig og tók 7 fráköst. Grindavík var með yfirhöndina í öðrum leikhluta og endaði fyrri hálfleik afar vel. Heimakonur gerðu síðustu fimm stigin og voru níu stigum yfir 39-30. Þriðji leikhluti fór fjörlega af stað þar sem bæði lið fóru að setja niður þrista. Á fyrstu tveimur mínútunum fóru þrjú þriggja stiga skot ofan í og ásamt því setti Jana Falsdóttir niður skot og fékk körfu góða. Eftir að liðin skiptust á körfum tók Grindavík yfir. Heimakonur lokuðu á allt sem Njarðvík vildi gera og gestirnir gerðu aðeins þrjú stig á sex mínútum einungis af vítalínunni. Á meðan gerði Grindavík þrettán stig. Heimakonur voru fjórtán stigum yfir þegar haldið var í fjórða leikhluta 63-49. Njarðvík var langt frá því að leggja árar í bát þrátt fyrir að hafa verið fjórtán stigum undir. Það gekk allt upp hjá gestunum á sama tíma hrundi leikur Grindavíkur eins og spilaborg. Njarðvík vann fyrstu sjö mínúturnar 18-4 og jafnaði 67-67. Grindavík var sterkari á svellinu síðustu mínúturnar og vann að lokum átta stiga sigur 77-69. Af hverju vann Grindavík? Grindavík hafði tapað síðustu fjórum leikjum gegn Njarðvík og Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var full meðvitaður um það og var staðráðinn í að gera betur fyrir leik. Grindavík endaði á að gera síðustu fimm stigin í fyrri hálfleik og var níu stigum yfir í hálfleik. Í þriðja leikhluta var augnablikið með Grindavík og forskotið jókst. Þrátt fyrir að Njarðvík kom til baka í fjórða leikhluta hafði Grindavík betur á lokasprettinum og vann verðskuldaðan sigur. Hverjar stóðu upp úr? Sarah Sofie Mortensen var frábær í kvöld. Sarah byrjaði leikinn af miklum krafti og leikmenn Njarðvíkur voru í miklum vandræðum með hana. Sarah gerði 20 stig, tók 12 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Danielle Rodriguez var venju samkvæmt allt í öllu hjá Grindavík. Danielle gerði sex af síðustu átta stigum Grindavíkur og endaði með 20 stig. Hvað gekk illa? Hefði Selena Lott spilað fyrstu þrjá leikhlutana eins og hún spilaði fjórða leikhluta hefði Njarðvík sennilega unnið leikinn. Selena gerði 15 stig í leiknum og öll stigin komu í fjórða leikhluta. Kani Grindavíkur, Kierra Anthony, spilaði sinn þriðja leik og sá ekki til sólar. Hún tók aðeins þrjú skot á fimmtán mínútum og endaði stigalaus. Hvað gerist næst? Næsti leikur Grindavík er gegn Haukum í Ólafssal klukkan 19:15 næsta sunnudag. Njarðvík fær Stjörnuna í heimsókn þann 12. mars næstkomandi klukkan 19:15. „Óboðlegt hvernig við spiluðum í þrjátíu mínútur“ Rúnar Ingi Erlingsson var svekktur eftir leikVísir/Snædís Bára Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var langt frá því að vera ánægður með spilamennsku liðsins í kvöld. „Mér fannst óboðlegt hvernig við spiluðum í 30 mínútur. Það var skrítin stemmning í salnum þegar leikurinn byrjaði. Sarah Mortensen var að taka víti eftir tvær mínútur og það var algjör þögn í salnum. Ég kom inn á það í leikhléi við mínar stelpur eftir fyrsta leikhluta að það vantaði allt fjör í þetta,“ sagði Rúnar Ingi eftir leik og hélt áfram. „Við vorum andlega fjarverandi og það er óboðlegt og ég er virkilega ósáttur. Ég þarf virkilega að gera eitthvað öðruvísi sem þjálfari til að koma mínu liði upp á tærnar þegar við erum að mæta í stórleik eins og þennan.“ Njarðvík kom til baka í fjórða leikhluta og jafnaði leikinn. Að mati Rúnars var það vegna þess að Njarðvík hleypti leiknum í vitleysu. „Við fórum í eitthvað rugl og körfubolti er oft bestur þegar að hann er einfaldur. Við sprengdum leikinn upp og það kveikti í Kananum mínum. Við jöfnuðum leikinn og Ena Viso klikkaði á sniðskoti. Ég er ánægður með að við komum okkur inn í þetta en óánægður með allt annað.“ Aðspurður hvort Njarðvík væri í krísu þar sem þetta var fjórða tap liðsins í röð sagði Rúnar að hann átti von á því að krísan hefði komið fyrr. „Við erum með nýtt lið. Ég átti von á því að við myndum lenda fyrr í krísu ef við orðum það þannig. Við settum saman nýtt lið og það virkaði þar sem við töpuðum aldrei tveimur leikjum í röð.“ „Núna höfum við tapað nokkrum leikjum í röð og ég þarf að grafa djúpt og finna hvaða skrúfur þarf að stilla til að við getum farið aftur að vinna. Ég vill frekar lenda í þessu núna og það er verkefni fyrir mig og ég þarf að sýna úr hverju ég er gerður með því að finna andlegar stillingar frekar en taktískar sem mun fá leikmenn til þess að berjast og sýna eldmóð,“ sagði Rúnar Ingi að lokum. Subway-deild kvenna UMF Grindavík UMF Njarðvík
Grindavík vann átta stiga sigur gegn Njarðvík 77-69. Eftir laglegan þriðja leikhluta gaf Grindavík mikið eftir en náði að landa sigri. Þetta var fjórða tap Njarðvíkur í röð. Grindavík byrjaði betur og tók frumkvæðið í leiknum. Það var meiri orka í Grindavík í upphafi og liðið fékk oft nokkrar tilraunir í sömu sókninni þar sem liðið var að taka mikið af sóknarfráköstum. Njarðvík gerði aðeins 3 stig á fyrstu fjórum mínútunum og heimakonur komust í 8-3. Njarðvík hrökk í gang eftir því sem leið á fyrsta leikhluta. Gestirnir fóru að hitta betur og spila betri vörn. Njarðvík gerði átta stig í röð og komst yfir 13-16. Njarðvík var einu stigi yfir eftir fjörugan fyrsta leikhluta 19-20. Sarah Sofie Mortensen, leikmaður Grindavíkur, fór á kostum í fyrri hálfleik sérstaklega í fyrsta leikhluta. Sarah gerði 10 af 19 stigum Grindavíkur í fyrsta leikhluta. Í fyrri hálfleik gerði hún 13 stig og tók 7 fráköst. Grindavík var með yfirhöndina í öðrum leikhluta og endaði fyrri hálfleik afar vel. Heimakonur gerðu síðustu fimm stigin og voru níu stigum yfir 39-30. Þriðji leikhluti fór fjörlega af stað þar sem bæði lið fóru að setja niður þrista. Á fyrstu tveimur mínútunum fóru þrjú þriggja stiga skot ofan í og ásamt því setti Jana Falsdóttir niður skot og fékk körfu góða. Eftir að liðin skiptust á körfum tók Grindavík yfir. Heimakonur lokuðu á allt sem Njarðvík vildi gera og gestirnir gerðu aðeins þrjú stig á sex mínútum einungis af vítalínunni. Á meðan gerði Grindavík þrettán stig. Heimakonur voru fjórtán stigum yfir þegar haldið var í fjórða leikhluta 63-49. Njarðvík var langt frá því að leggja árar í bát þrátt fyrir að hafa verið fjórtán stigum undir. Það gekk allt upp hjá gestunum á sama tíma hrundi leikur Grindavíkur eins og spilaborg. Njarðvík vann fyrstu sjö mínúturnar 18-4 og jafnaði 67-67. Grindavík var sterkari á svellinu síðustu mínúturnar og vann að lokum átta stiga sigur 77-69. Af hverju vann Grindavík? Grindavík hafði tapað síðustu fjórum leikjum gegn Njarðvík og Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var full meðvitaður um það og var staðráðinn í að gera betur fyrir leik. Grindavík endaði á að gera síðustu fimm stigin í fyrri hálfleik og var níu stigum yfir í hálfleik. Í þriðja leikhluta var augnablikið með Grindavík og forskotið jókst. Þrátt fyrir að Njarðvík kom til baka í fjórða leikhluta hafði Grindavík betur á lokasprettinum og vann verðskuldaðan sigur. Hverjar stóðu upp úr? Sarah Sofie Mortensen var frábær í kvöld. Sarah byrjaði leikinn af miklum krafti og leikmenn Njarðvíkur voru í miklum vandræðum með hana. Sarah gerði 20 stig, tók 12 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Danielle Rodriguez var venju samkvæmt allt í öllu hjá Grindavík. Danielle gerði sex af síðustu átta stigum Grindavíkur og endaði með 20 stig. Hvað gekk illa? Hefði Selena Lott spilað fyrstu þrjá leikhlutana eins og hún spilaði fjórða leikhluta hefði Njarðvík sennilega unnið leikinn. Selena gerði 15 stig í leiknum og öll stigin komu í fjórða leikhluta. Kani Grindavíkur, Kierra Anthony, spilaði sinn þriðja leik og sá ekki til sólar. Hún tók aðeins þrjú skot á fimmtán mínútum og endaði stigalaus. Hvað gerist næst? Næsti leikur Grindavík er gegn Haukum í Ólafssal klukkan 19:15 næsta sunnudag. Njarðvík fær Stjörnuna í heimsókn þann 12. mars næstkomandi klukkan 19:15. „Óboðlegt hvernig við spiluðum í þrjátíu mínútur“ Rúnar Ingi Erlingsson var svekktur eftir leikVísir/Snædís Bára Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var langt frá því að vera ánægður með spilamennsku liðsins í kvöld. „Mér fannst óboðlegt hvernig við spiluðum í 30 mínútur. Það var skrítin stemmning í salnum þegar leikurinn byrjaði. Sarah Mortensen var að taka víti eftir tvær mínútur og það var algjör þögn í salnum. Ég kom inn á það í leikhléi við mínar stelpur eftir fyrsta leikhluta að það vantaði allt fjör í þetta,“ sagði Rúnar Ingi eftir leik og hélt áfram. „Við vorum andlega fjarverandi og það er óboðlegt og ég er virkilega ósáttur. Ég þarf virkilega að gera eitthvað öðruvísi sem þjálfari til að koma mínu liði upp á tærnar þegar við erum að mæta í stórleik eins og þennan.“ Njarðvík kom til baka í fjórða leikhluta og jafnaði leikinn. Að mati Rúnars var það vegna þess að Njarðvík hleypti leiknum í vitleysu. „Við fórum í eitthvað rugl og körfubolti er oft bestur þegar að hann er einfaldur. Við sprengdum leikinn upp og það kveikti í Kananum mínum. Við jöfnuðum leikinn og Ena Viso klikkaði á sniðskoti. Ég er ánægður með að við komum okkur inn í þetta en óánægður með allt annað.“ Aðspurður hvort Njarðvík væri í krísu þar sem þetta var fjórða tap liðsins í röð sagði Rúnar að hann átti von á því að krísan hefði komið fyrr. „Við erum með nýtt lið. Ég átti von á því að við myndum lenda fyrr í krísu ef við orðum það þannig. Við settum saman nýtt lið og það virkaði þar sem við töpuðum aldrei tveimur leikjum í röð.“ „Núna höfum við tapað nokkrum leikjum í röð og ég þarf að grafa djúpt og finna hvaða skrúfur þarf að stilla til að við getum farið aftur að vinna. Ég vill frekar lenda í þessu núna og það er verkefni fyrir mig og ég þarf að sýna úr hverju ég er gerður með því að finna andlegar stillingar frekar en taktískar sem mun fá leikmenn til þess að berjast og sýna eldmóð,“ sagði Rúnar Ingi að lokum.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti