Fótbolti

Mæta Bosníu eða Úkraínu sama hvernig fer gegn Ísrael

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leikir Íslands í mars fara fram ytra. Hvar nákvæmlega á enn eftir að koma í ljós.
Leikir Íslands í mars fara fram ytra. Hvar nákvæmlega á enn eftir að koma í ljós. vísir/Hulda Margrét

Sama hvernig fer gegn Ísrael þá mun íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mæta Bosníu-Hersegóvínu eða eða Úkraínu.

Þetta staðfesti Jörundur Áki Sveinsson, tímabundinn framkvæmdastjóri Knattspyrnusambandi Íslands, í stuttu samtali við Vísi. 

Ísland mætir Ísrael eins og frægt er orðið í umspili um sæti á EM 2024 sem fram fer í Þýskalandi. Þjóðin sem ber sigur úr býtum mætir annað hvort Bosníu-Hersegóvínu eða Úkraínu í hreinum úrslitaleik um sæti á EM.

Þjóðirnar sem tapa umspilsleikjum sínum mætast hins vegar í vináttuleik þann 26. mars næstkomandi. 

Ísland mætir Ísrael í Búdapest í Ungverjalandi þann 21. mars næstkomandi. Sigri Ísland þann leik fer það í úrslitaleik um sæti á EM. Ef ekki þá spilar það vináttuleik fimm dögum síðar gegn þjóð sem verður einnig nýbúin að missa af farseðlinum á EM.


Tengdar fréttir

Utan vallar: Hvað mega heilindin kosta?

Þeir sem valdið hafa hjá Knattspyrnusambandi Íslands eru ekki í öfundsverðri stöðu vegna andstæðings karlalandsliðsins í komandi umspili fyrir Evrópumótið. Ekki stendur til að sniðganga leikinn við Ísrael og það hefur ekki einu sinni komið til umræðu hjá sambandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×