Munu leggja enn betur við hlustir Atli Ísleifsson skrifar 5. mars 2024 10:42 Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor hefur verið orðaður við forsetaframboð. Vísir/Vilhelm „Ég held að þetta verði að leiða til þess að við leggjum enn betur við hlustir.“ Þetta segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor eftir fund hóps fólks sem kom saman í gærkvöldi til að hvetja Baldur til að bjóða sig fram til forseta í komandi kosningum. „Það kom hópur saman í gær og var þarna að hvetja okkur áfram. Við vöknuðum svo í morgun og vissum ekki hvaðan á okkur stóð veðrið. Þetta er hálfóraunverulegt. Það hafa verið ótrúlega mikil viðbrögð við þessari hópamyndun,“ segir Baldur í samtali við fréttastofu. Stofnaður hefur verið Facebook-hópur - Baldur og Felix - alla leið - þar sem Baldur er hvattur til að bjóða sig fram. Á sjöunda þúsund hafa nú skráð sig í hópinn. Baldur er í hópi þeirra sem hafa verið orðaðir við forsetaframboð, en sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn í kosningum sem fram fara 1. júní. Guðni Th. Jóhannesson tilkynnti í nýársávarpi sínu að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri eftir að hafa gegnt embættinu frá árinu 2016. „Við Felix höfum sagt það áður við séum að hlusta. Ég held að þetta verði að leiða til þessa við leggjum enn betur við hlustir.“ Baldur segist ekki hafa áður mátað við sig við embætti forseta. „Ég hef verið mjög feiminn gagnvart þessu. Ég var það líka fyrir átta árum og vísaði því strax frá mér þá. Ég er náttúrulega bara sveitastrákur og hafði ekki séð mig í þessu hlutverki. Við Felix höfum jú verið að berjast fyrir grundvallarmannréttindum okkar og það er ekki nema nýtilkomið að einhver gæti ímyndað sér að samkynhneigt par gæti sest að á Bessastöðum.“ Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Gunni hvetur Baldur og Felix fram Gunnar Helgason skorar á stjórnmálafræðinginn Baldur Þórhallsson að bjóða sig fram til forseta. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-hópi sem ber heitið Baldur og Felix – alla leið. Þegar þessi frétt er skrifuð eru rúmlega sjö hundruð meðlimir í hópnum. 4. mars 2024 23:28 Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
„Það kom hópur saman í gær og var þarna að hvetja okkur áfram. Við vöknuðum svo í morgun og vissum ekki hvaðan á okkur stóð veðrið. Þetta er hálfóraunverulegt. Það hafa verið ótrúlega mikil viðbrögð við þessari hópamyndun,“ segir Baldur í samtali við fréttastofu. Stofnaður hefur verið Facebook-hópur - Baldur og Felix - alla leið - þar sem Baldur er hvattur til að bjóða sig fram. Á sjöunda þúsund hafa nú skráð sig í hópinn. Baldur er í hópi þeirra sem hafa verið orðaðir við forsetaframboð, en sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn í kosningum sem fram fara 1. júní. Guðni Th. Jóhannesson tilkynnti í nýársávarpi sínu að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri eftir að hafa gegnt embættinu frá árinu 2016. „Við Felix höfum sagt það áður við séum að hlusta. Ég held að þetta verði að leiða til þessa við leggjum enn betur við hlustir.“ Baldur segist ekki hafa áður mátað við sig við embætti forseta. „Ég hef verið mjög feiminn gagnvart þessu. Ég var það líka fyrir átta árum og vísaði því strax frá mér þá. Ég er náttúrulega bara sveitastrákur og hafði ekki séð mig í þessu hlutverki. Við Felix höfum jú verið að berjast fyrir grundvallarmannréttindum okkar og það er ekki nema nýtilkomið að einhver gæti ímyndað sér að samkynhneigt par gæti sest að á Bessastöðum.“
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Gunni hvetur Baldur og Felix fram Gunnar Helgason skorar á stjórnmálafræðinginn Baldur Þórhallsson að bjóða sig fram til forseta. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-hópi sem ber heitið Baldur og Felix – alla leið. Þegar þessi frétt er skrifuð eru rúmlega sjö hundruð meðlimir í hópnum. 4. mars 2024 23:28 Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Gunni hvetur Baldur og Felix fram Gunnar Helgason skorar á stjórnmálafræðinginn Baldur Þórhallsson að bjóða sig fram til forseta. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-hópi sem ber heitið Baldur og Felix – alla leið. Þegar þessi frétt er skrifuð eru rúmlega sjö hundruð meðlimir í hópnum. 4. mars 2024 23:28