Sport

Fjölnir Ís­lands­meistari í ís­hokkí í fyrsta skipti

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Titlinum fagnað.
Titlinum fagnað. Íshokkí.is/Bjarni Helgason

Fjölnir varð um helgina Íslandsmeistari kvenna í íshokkí í fyrsta skipti í sögunni.

Fjölnir tók á móti SA frá Akureyri í fjórða leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í gær, laugardag. Fór það svo að Fjölnir vann 1-0 varnarsigur þökk sé marki Sigrúnar Árnadóttir á fjórðu mínútu leiksins.

Fjölnir vann þar af einvígi liðanna 3-1 eftir að SA vann fyrsta leikinn. Er þetta í aðeins þriðja skipti sem lið utan Akureyrar verður Íslandsmeistari í kvennaflokki en fara þarf aftur til ársins 2006 sem Björninn varð Íslandsmeistari. Björninn sameinaðist Fjölni svo árið 2019.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×