Forsetaframbjóðendur skjóta upp kollinum eins og gorkúlur á haug Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. mars 2024 00:10 Oliver Þórisson, Búi Baldvinsson og Húni Húnfjörð hafa allir stofnað meðmælasöfnun fyrir forsetaframboð árið 2024. Hvort þeim er öllum alvara um framboð sitt er þó óvíst. Fjórir nýir frambjóðendur til embættis forseta Íslands hafa stofnað rafrænan meðmælalista fyrir framboð sitt. Frambjóðendur eru því orðnir tíu talsins og á þeim vafalaust eftir að fjölga. Á Ísland.is má sjá alla frambjóðendur til forseta undir síðunni „Meðmælasöfnun fyrir forsetaframboð 2024“. Þar fer fram rafræn meðmælasöfnun frambjóðenda og getur fólk skrifað rafrænt undir meðmæli. Það sem vekur líka athygli er að það er einstaklega auðvelt að stofna til meðmælasöfnunar fyrir forsetaframboð svo lengi sem maður stenst aldurskröfur. Í gær greindi Vísir frá því að Agnieszka Sokolowska, túlkur og verkefnastjóri af pólskum uppruna, hefði boðið sig fram. Síðan þá hefur heldur betur bæst í hópinn en þeir fjórir sem bættust við í dag eru: Oliver Þórisson, Ingvar Magnússon, Húni Húnfjörð og Búi Baldvinsson. Ekki hefur tekist að finna út úr því hvaða Ingvar Magnússon hefur boðið sig fram enda er nafnið býsna algengt. Nánar má lesa um hina þrjá frambjóðendurna hér fyrir neðan. Fyrrverandi körfuboltamaður í hjálparstarfi í Kenýa Húni Húnfjörð er fæddur árið 1977 og er menntaður viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum. Hann lék körfubolta á yngri árum með Keflavík og ÍR, hefur kennt viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri og hefur undanfarin ár unnið við að byggja upp skóla fyrir munaðarlaus börn í Kenýa. Húni skrifaði færslu um framboðið á Facebook-síðu sinni í morgun. Þar skrifaði hann „Forsetaframboð? Ég lofa að nota ne[i]tunarvaldið óspart. Forseta matarboðin verða flott og aldrei að vita nema þetta verði fyrsti forseti Íslands sem tengir við þig...þú sem ert að vakna.“ Húni Húnfjörð hefur starfað mikið í Kenýa undanfarin ár. Búi á Bessastaði Búi Baldvinsson er fæddur árið 1975 og starfar sem kvikmyndargerðarmaður. Hann er stofnandi og framkvæmdastjóri framleiðslufyrirtækisins Hero Productions. Hann hefur unnið að fjölda risastórra Hollywood-kvikmynda, þar á meðal Star Wars VII - The Force Awakens, The Secret Life of Walter Mitty, Noah og Stardust. Búi greindi líka frá framboði sínu á Facebook í dag. Þar skrifaði hann „Búi á Bessastaði hljómar eithvað svo fallega.“ Vilius Petrikas og Búi Baldvinsson.Vísir/Hulda Margrét Verslunarstjóri Subway í Reykjanesbæ Minna er vitað um Oliver Þórisson en hann er fæddur árið 1973 og hefur áður starfað sem verslunarstjóri hjá Subway í Fitjum í Reykjanesbæ. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði næstu þrjá mánuði. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Á Ísland.is má sjá alla frambjóðendur til forseta undir síðunni „Meðmælasöfnun fyrir forsetaframboð 2024“. Þar fer fram rafræn meðmælasöfnun frambjóðenda og getur fólk skrifað rafrænt undir meðmæli. Það sem vekur líka athygli er að það er einstaklega auðvelt að stofna til meðmælasöfnunar fyrir forsetaframboð svo lengi sem maður stenst aldurskröfur. Í gær greindi Vísir frá því að Agnieszka Sokolowska, túlkur og verkefnastjóri af pólskum uppruna, hefði boðið sig fram. Síðan þá hefur heldur betur bæst í hópinn en þeir fjórir sem bættust við í dag eru: Oliver Þórisson, Ingvar Magnússon, Húni Húnfjörð og Búi Baldvinsson. Ekki hefur tekist að finna út úr því hvaða Ingvar Magnússon hefur boðið sig fram enda er nafnið býsna algengt. Nánar má lesa um hina þrjá frambjóðendurna hér fyrir neðan. Fyrrverandi körfuboltamaður í hjálparstarfi í Kenýa Húni Húnfjörð er fæddur árið 1977 og er menntaður viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum. Hann lék körfubolta á yngri árum með Keflavík og ÍR, hefur kennt viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri og hefur undanfarin ár unnið við að byggja upp skóla fyrir munaðarlaus börn í Kenýa. Húni skrifaði færslu um framboðið á Facebook-síðu sinni í morgun. Þar skrifaði hann „Forsetaframboð? Ég lofa að nota ne[i]tunarvaldið óspart. Forseta matarboðin verða flott og aldrei að vita nema þetta verði fyrsti forseti Íslands sem tengir við þig...þú sem ert að vakna.“ Húni Húnfjörð hefur starfað mikið í Kenýa undanfarin ár. Búi á Bessastaði Búi Baldvinsson er fæddur árið 1975 og starfar sem kvikmyndargerðarmaður. Hann er stofnandi og framkvæmdastjóri framleiðslufyrirtækisins Hero Productions. Hann hefur unnið að fjölda risastórra Hollywood-kvikmynda, þar á meðal Star Wars VII - The Force Awakens, The Secret Life of Walter Mitty, Noah og Stardust. Búi greindi líka frá framboði sínu á Facebook í dag. Þar skrifaði hann „Búi á Bessastaði hljómar eithvað svo fallega.“ Vilius Petrikas og Búi Baldvinsson.Vísir/Hulda Margrét Verslunarstjóri Subway í Reykjanesbæ Minna er vitað um Oliver Þórisson en hann er fæddur árið 1973 og hefur áður starfað sem verslunarstjóri hjá Subway í Fitjum í Reykjanesbæ.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði næstu þrjá mánuði. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði næstu þrjá mánuði. 1. mars 2024 09:00