Fótbolti

Luis Enrique: Þurfum að venjast því að spila án Mbappé

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Luis Enrique tók við PSG síðasta sumar og undirbýr nú brotthvarf stærstu stjörnu liðsins
Luis Enrique tók við PSG síðasta sumar og undirbýr nú brotthvarf stærstu stjörnu liðsins Ian MacNicol/Getty Images

Luis Enrique, þjálfari Paris Saint-Germain í frönsku úrvalsdeildinni, er strax farinn að undirbúa leikmenn og stuðningsmenn liðsins fyrir brotthvarf Kylian Mbappé. 

Mbappé var skipt útaf í hálfleik í gærkvöldi í markalausu jafntefli gegn Monaco. Talið var að það gæti verið vegna meiðsla en Luis Enrique gerði fréttamönnum skýrt að svo væri ekki. 

„Fyrr eða síðar mun Mbappé ekki lengur spila með okkur, við þurfum að venjast því.

Það er mitt starf. Ég þarf að taka erfiðar ákvarðanir. Þetta er mín hugmyndafræði, mitt plan og ég geri það sem ég held að sé best fyrir liðið. Ekkert annað en mínar ákvarðanir“ sagði Enrique í viðtali við Amazon Prime Sport. 

Mbappé var einnig tekinn af velli í síðustu umferð gegn Rennes. Samningur hans rennur út í sumar og allt bendir til þess að hann gangi þá í raðir Real Madrid á Spáni. 


Tengdar fréttir

Bayern og PSG misstigu sig

Þýskalandsmeistarar Bayern München eru að missa af lestinni eftir 2-2 jafntefli gegn Freiburg í kvöld. Frakklandsmeistarar París Saint-Germain gerðu þá markalaust jafntefli við Monaco.

Mbappé yfirgefur PSG í sumar

Franski framherjin Kylian Mbappé hefur tjáð forráðamönnum Paris Saint-Germain að hann muni yfirgefa félagið þegar samningur hans rennur út í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×