„Hluti af skipulagðri hungursneyð sem er verið að búa til á svæðinu“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. mars 2024 19:30 Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, hélt ræðu á mótmælafundi á Austurvelli í dag þar sem sagði að ákvörðun íslenskra stórnvalda um að frysta fjárframlög til UNRWA væri ekki aðeins óhófleg heldur líka vond, líkt og hún komst að orði í ræðu sinni. Vísir/Vilhelm Fólk kom í dag saman á Austurvelli, í frosti og kulda, til knýja íslensk stjórnvöld til að hætta við ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA). Utanríkisráðherra tók ákvörðun um að frysta greiðslur í lok janúar í kjölfar ásakana Ísraelsmanna á hendur nokkrum starfsmönnum UNRWA um að hafa átt aðild að árás á Ísrael 7. október. Ekki er þó útilokað að greiðslur Íslands berist á réttum tíma því samkvæmt samningi berst framlag Íslands á fyrstu þremur mánuðum ársins. Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, segir ákvörðun Íslands og fleiri ríkja hafa verið afar afdrifaríka. „Við sjáum það að þessi ákvörðun íslensku ríkisstjórnarinnar, ásamt fjölda annarra ríkja, hefur gríðarlega vondar afleiðingar fyrir líf milljónir Palestínubúa og það lítur út fyrir það að fái Palestínuflóttamannaaðstoðin ekki styrki þá leggist starfsemi hennar af núna í mars og þetta er í rauninni bara hluti af skipulagðri hungursneyð sem er verið að búa til á svæðinu.“ Sólveig Hauksdóttir, einn mótmælenda, hefur fylgst vel með fréttum frá Gasa. Sólveig Hauksdóttir hefur fylgst með fréttum frá Gasa harmi slegin.Vísir/Vilhelm „Þetta er orðið svo sárt. Á hverjum degi er verður alltaf verra og verra og verra og núna síðast þegar skotið er aftan á fólk sem er að reyna að ná sér í örlítið matvæli.“ Hún segir ákvörðun um að frysta fjárstuðning forkastanlega. „Og óskiljanlega; að svipta fólk þeirri litlu hjálp sem það getur fengið.“ Mohammad Alhaw er frá Palestínu. Hann mætti á mótmælafund til að reyna að telja stjórnvöldum hughvarf.Vísir/Vilhelm Mohammed Alhaw er sjálfur frá Palestínu og veit hversu mikil neyðin er. Hann biðlar til stjórnvalda að styðja áfram við UNRWA. „Þau þurfa á stuðningi að halda því allt á svæðinu er hræðilegt.“ Nokkrir mótmælendanna mættu með skilti til að láta í ljós hugsun sína.Vísir/vilhelm Frost og kuldi kom ekki í veg fyrir að fólkið á þessari ljósmynd mætti niður á Austurvöll til að taka þátt í mótmælafundi.Vísir/Vilhelm Frá mótmælunum í dag.Vísir/vilhelm Palestína Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Skora á ríkisstjórnina að láta af frystingu Íslandsdeild Amnesty International (AI) hefur sent út áskorun til íslenskra stjórnvalda þar sem hvatt er til þess að þau láti af frystingu framlags til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA). Málið enn til skoðunar hjá ráðuneytinu. 26. febrúar 2024 10:26 Starfsmenn flóttamannaaðstoðarinnar hafi verið reknir án sönnunargagna Philippe Lazzarini yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðarinnar segist hafa rekið starfsmenn sem sakaðir voru um hollustu við Hamas án nokkurra sönnunargagna og án þess að hafa rannsakað ásakanirnar á hendur þeim. 11. febrúar 2024 10:40 „Mér er alveg sama þó ég sé umdeildur“ Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna fyrst og fremst vera pólitíska yfirlýsingu. Hann hafi ekki viljað líta fram hjá alvarlegum ásökunum í garð stofnunarinnar. 30. janúar 2024 13:01 Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Utanríkisráðherra tók ákvörðun um að frysta greiðslur í lok janúar í kjölfar ásakana Ísraelsmanna á hendur nokkrum starfsmönnum UNRWA um að hafa átt aðild að árás á Ísrael 7. október. Ekki er þó útilokað að greiðslur Íslands berist á réttum tíma því samkvæmt samningi berst framlag Íslands á fyrstu þremur mánuðum ársins. Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, segir ákvörðun Íslands og fleiri ríkja hafa verið afar afdrifaríka. „Við sjáum það að þessi ákvörðun íslensku ríkisstjórnarinnar, ásamt fjölda annarra ríkja, hefur gríðarlega vondar afleiðingar fyrir líf milljónir Palestínubúa og það lítur út fyrir það að fái Palestínuflóttamannaaðstoðin ekki styrki þá leggist starfsemi hennar af núna í mars og þetta er í rauninni bara hluti af skipulagðri hungursneyð sem er verið að búa til á svæðinu.“ Sólveig Hauksdóttir, einn mótmælenda, hefur fylgst vel með fréttum frá Gasa. Sólveig Hauksdóttir hefur fylgst með fréttum frá Gasa harmi slegin.Vísir/Vilhelm „Þetta er orðið svo sárt. Á hverjum degi er verður alltaf verra og verra og verra og núna síðast þegar skotið er aftan á fólk sem er að reyna að ná sér í örlítið matvæli.“ Hún segir ákvörðun um að frysta fjárstuðning forkastanlega. „Og óskiljanlega; að svipta fólk þeirri litlu hjálp sem það getur fengið.“ Mohammad Alhaw er frá Palestínu. Hann mætti á mótmælafund til að reyna að telja stjórnvöldum hughvarf.Vísir/Vilhelm Mohammed Alhaw er sjálfur frá Palestínu og veit hversu mikil neyðin er. Hann biðlar til stjórnvalda að styðja áfram við UNRWA. „Þau þurfa á stuðningi að halda því allt á svæðinu er hræðilegt.“ Nokkrir mótmælendanna mættu með skilti til að láta í ljós hugsun sína.Vísir/vilhelm Frost og kuldi kom ekki í veg fyrir að fólkið á þessari ljósmynd mætti niður á Austurvöll til að taka þátt í mótmælafundi.Vísir/Vilhelm Frá mótmælunum í dag.Vísir/vilhelm
Palestína Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Skora á ríkisstjórnina að láta af frystingu Íslandsdeild Amnesty International (AI) hefur sent út áskorun til íslenskra stjórnvalda þar sem hvatt er til þess að þau láti af frystingu framlags til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA). Málið enn til skoðunar hjá ráðuneytinu. 26. febrúar 2024 10:26 Starfsmenn flóttamannaaðstoðarinnar hafi verið reknir án sönnunargagna Philippe Lazzarini yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðarinnar segist hafa rekið starfsmenn sem sakaðir voru um hollustu við Hamas án nokkurra sönnunargagna og án þess að hafa rannsakað ásakanirnar á hendur þeim. 11. febrúar 2024 10:40 „Mér er alveg sama þó ég sé umdeildur“ Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna fyrst og fremst vera pólitíska yfirlýsingu. Hann hafi ekki viljað líta fram hjá alvarlegum ásökunum í garð stofnunarinnar. 30. janúar 2024 13:01 Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Skora á ríkisstjórnina að láta af frystingu Íslandsdeild Amnesty International (AI) hefur sent út áskorun til íslenskra stjórnvalda þar sem hvatt er til þess að þau láti af frystingu framlags til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA). Málið enn til skoðunar hjá ráðuneytinu. 26. febrúar 2024 10:26
Starfsmenn flóttamannaaðstoðarinnar hafi verið reknir án sönnunargagna Philippe Lazzarini yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðarinnar segist hafa rekið starfsmenn sem sakaðir voru um hollustu við Hamas án nokkurra sönnunargagna og án þess að hafa rannsakað ásakanirnar á hendur þeim. 11. febrúar 2024 10:40
„Mér er alveg sama þó ég sé umdeildur“ Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna fyrst og fremst vera pólitíska yfirlýsingu. Hann hafi ekki viljað líta fram hjá alvarlegum ásökunum í garð stofnunarinnar. 30. janúar 2024 13:01