Flautað til leiks Trausti Hjálmarsson skrifar 1. mars 2024 12:30 Í dag var flautað til leiks í formannskjöri Bændasamtaka Íslands. Þess vegna er dagurinn stór – að minnsta kosti í mínum huga. Ég trúi því einlæglega að formannskosningarnar geti skipt bændur á Íslandi – og um leið landbúnað þjóðarinnar – miklu máli. Ekki endilega vegna þess að sofið hafi verið á verðinum hingað til heldur vegna þess að við stöndum á mikilvægum tímamótum og þurfum að nýta fjölmörg sóknarfæri okkar til fulls. Grípa gæsina á meðan hún gefst. Seinna gæti orðið of seint. Ég átta mig að sjálfsögðu á því að framboð gegn sitjandi formanni er ákveðin yfirlýsing um að hægt sé að gera betur. Gagnrýni mín beinist samt í raun ekki að einstökum ákvörðunum sem teknar hafa verið við stjórnvöl samtakanna heldur menningunni og verklaginu sem þar hefur orðið til. Samtal á milli þeirra sem við stjórnvölinn standa og hinna sem ganga til daglegra starfa sinna úti á akrinum hefur dofnað. Samtal bændaforystunnar og stjórnvalda hefur að sama skapi steytt á skeri. Það hefur í langan tíma frekar líkst störukeppni en samskiptum; hvað þá samstarfi. Þess vegna hafa mörg mikilvæg mál ekki náð fram að ganga. Í því sambandi má nefna tollverndina og ýmis önnur brýn viðfangsefni sem kippa þarf í liðinn til þess að laga rekstrar- og samkeppnisstöðu íslensks landbúnaðar. Ég hef auðvitað mínar skoðanir á alls kyns áhersluatriðum sem ég tel að forysta Bændasamtakanna þurfi að einbeita sér að. Mér dettur samt ekki til hugar að það sé mitt hlutverk, hvorki fyrir þessar kosningar né mögulega eftir þær, að hafa vit fyrir heildinni um hvert beri að stefna og hvernig. Það eru búgreinarnar sem velja sér sína forystu til að leiða mikilvæg verkefni grasrótarinnar og það er svo formanns BÍ og stjórnar að vinna eftir stefnu bændanna. Einmitt þess vegna hef ég lagt svo mikla áherslu á þau augljósu framfaraskref í vinnulagi bændaforystunnar að leggja betur við hlustir en gert hefur verið og efla með öllum tiltækum ráðum samtal á milli bænda, samstarf þeirra og samstöðu. Og þessi einföldu leiðarstef í innra starfi okkar bændanna gilda ekki síður út á við. Samtalið við stjórnvöld í landinu þarf að vera hreinskiptið, heiðarlegt og lausnamiðað. Samstarfið við fyrirtækin sem byggja verðmætasköpun sína á framleiðslu okkar bændanna þarf sömuleiðis að grundvallast á trausti og sameiginlegu markmiði um ásættanlega afkomu beggja. Og samstaða í samfélaginu öllu um vöxt og viðgang landbúnaðarins er svo auðvitað hornsteinn þess að vel takist til. Formannskosningin stendur yfir í dag og á morgun, 1.-2.mars. Félagsmenn í Bændasamtökunum geta tekið þátt og vonandi er að þeir nýti lýðræðislegan rétt sinn með myndarlegum hætti. Það verða síðan einungis kjörnir fulltrúar á Búnaðarþing 14. – 15. mars sem greiða atkvæði um hverjir aðrir taki sæti í stjórn Bændasamtakanna. Vonandi tekst okkur að manna samhentan flokk við stjórnvölinn sem leitar allra leiða til þess að nýta sóknarfæri okkar til fulls. Höfundur er frambjóðandi til formanns Bændasamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Trausti Hjálmarsson Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag var flautað til leiks í formannskjöri Bændasamtaka Íslands. Þess vegna er dagurinn stór – að minnsta kosti í mínum huga. Ég trúi því einlæglega að formannskosningarnar geti skipt bændur á Íslandi – og um leið landbúnað þjóðarinnar – miklu máli. Ekki endilega vegna þess að sofið hafi verið á verðinum hingað til heldur vegna þess að við stöndum á mikilvægum tímamótum og þurfum að nýta fjölmörg sóknarfæri okkar til fulls. Grípa gæsina á meðan hún gefst. Seinna gæti orðið of seint. Ég átta mig að sjálfsögðu á því að framboð gegn sitjandi formanni er ákveðin yfirlýsing um að hægt sé að gera betur. Gagnrýni mín beinist samt í raun ekki að einstökum ákvörðunum sem teknar hafa verið við stjórnvöl samtakanna heldur menningunni og verklaginu sem þar hefur orðið til. Samtal á milli þeirra sem við stjórnvölinn standa og hinna sem ganga til daglegra starfa sinna úti á akrinum hefur dofnað. Samtal bændaforystunnar og stjórnvalda hefur að sama skapi steytt á skeri. Það hefur í langan tíma frekar líkst störukeppni en samskiptum; hvað þá samstarfi. Þess vegna hafa mörg mikilvæg mál ekki náð fram að ganga. Í því sambandi má nefna tollverndina og ýmis önnur brýn viðfangsefni sem kippa þarf í liðinn til þess að laga rekstrar- og samkeppnisstöðu íslensks landbúnaðar. Ég hef auðvitað mínar skoðanir á alls kyns áhersluatriðum sem ég tel að forysta Bændasamtakanna þurfi að einbeita sér að. Mér dettur samt ekki til hugar að það sé mitt hlutverk, hvorki fyrir þessar kosningar né mögulega eftir þær, að hafa vit fyrir heildinni um hvert beri að stefna og hvernig. Það eru búgreinarnar sem velja sér sína forystu til að leiða mikilvæg verkefni grasrótarinnar og það er svo formanns BÍ og stjórnar að vinna eftir stefnu bændanna. Einmitt þess vegna hef ég lagt svo mikla áherslu á þau augljósu framfaraskref í vinnulagi bændaforystunnar að leggja betur við hlustir en gert hefur verið og efla með öllum tiltækum ráðum samtal á milli bænda, samstarf þeirra og samstöðu. Og þessi einföldu leiðarstef í innra starfi okkar bændanna gilda ekki síður út á við. Samtalið við stjórnvöld í landinu þarf að vera hreinskiptið, heiðarlegt og lausnamiðað. Samstarfið við fyrirtækin sem byggja verðmætasköpun sína á framleiðslu okkar bændanna þarf sömuleiðis að grundvallast á trausti og sameiginlegu markmiði um ásættanlega afkomu beggja. Og samstaða í samfélaginu öllu um vöxt og viðgang landbúnaðarins er svo auðvitað hornsteinn þess að vel takist til. Formannskosningin stendur yfir í dag og á morgun, 1.-2.mars. Félagsmenn í Bændasamtökunum geta tekið þátt og vonandi er að þeir nýti lýðræðislegan rétt sinn með myndarlegum hætti. Það verða síðan einungis kjörnir fulltrúar á Búnaðarþing 14. – 15. mars sem greiða atkvæði um hverjir aðrir taki sæti í stjórn Bændasamtakanna. Vonandi tekst okkur að manna samhentan flokk við stjórnvölinn sem leitar allra leiða til þess að nýta sóknarfæri okkar til fulls. Höfundur er frambjóðandi til formanns Bændasamtakanna.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun