„Gerði mig sterkari“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. febrúar 2024 08:31 Luis Rubiales kyssir hér Jennifer Hermoso í verðlaunaafhendingunni á HM í fyrrasumar. Getty/Noemi Llamas Spænska knattspyrnukonan Jenni Hermoso segir það hafi verið sárt að vera sett út úr landsliðinu eftir að hún kærði fyrrum forseta spænska knattspyrnusambandsins fyrir kynferðislegt áreiti í verðlaunaafhendingunni á HM í Ástralíu . Landsliðsþjálfarinn Montse Tomé valdi hana ekki í fyrsta verkefnið eftir HM og sagði ástæðuna vera að hún hafi viljað hlífa Hermoso enda var mikið í gangi á þeim tíma. Luis Rubiales, þá forseti spænska sambandsins, hafði kysst hana í verðlaunaafhendingunni og haldið því síðan fram að það hafi verið samþykktur koss. Hermoso hefur alla tíð neitað slíku og sagt að kosinn hafi verið algjörlega óumbeðinn. Rubiales sagði á endanum af sér sem forseti sambandsins og málið hefur síðan farið fyrir dómstóla. Hermoso var komin aftur í landsliðið í október og skoraði þá sigurmark á 89. mínútu á móti Ítalíu í sínum fyrsta leik eftir endurkomuna. Hún hefur haldið sæti sínu síðan. Hermoso faz forte desabafo e revela mágoa na seleção espanhola após caso Rubiales: 'Nunca vou entender'https://t.co/cEtIqNMeIY— ESPN Brasil (@ESPNBrasil) February 28, 2024 „Ég skildi ekki þessa ákvörðun og mun aldrei skilja hana,“ sagði hin 33 ára gamla Jenni Hermoso um að hafa ekki verið valin í fyrsta hóp eftir HM. „Þetta særði mig og er enn sárt. Þetta er samt eitthvað sem er búið og gert og það besta fyrir mig er að vera aftur með landsliðinu og að fá að spila annan úrslitaleik með landsliðinu,“ sagði Hermoso. „Síðasti blaðamannafundurinn minn var fyrir undanúrslitaleikinn á HM. Það hefur mikið breyst síðan þá og ég veit varla hvað ég á að segja,“ sagði Hermoso. „Ég hef breyst mikið, bæði persónulega en líka hvað varðar fótboltann. Allt þetta gerði mig sterkari. Ég hef lært mikið af þessu öllu saman og ég er heppin að fá að taka þátt í öðrum úrslitaleik sex mánuðum síðar,“ sagði Hermoso. „Það er mikilvægt mig að spila annan úrslitaleik og halda áfram með landsliðinu. Mér líður vel, fótboltinn heldur áfram að gefa í mínu lífi og ég held áfram að njóta íþróttarinnar,“ sagði Hermoso. Hermoso unnu fyrstu Þjóðadeild kvenna í gær með 2-0 sigri á Frakklandi í úrslitaleiknum. Spain striker Jenni Hermoso reflects on the support she felt from around the football world in the aftermath of last year s World Cup final and the assault by disgraced former Spanish Football Association president Luis Rubiales. pic.twitter.com/SHGPjXtDHF— The Women's Game (@WomensGameMIB) February 22, 2024 Spænski boltinn Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Montse Tomé valdi hana ekki í fyrsta verkefnið eftir HM og sagði ástæðuna vera að hún hafi viljað hlífa Hermoso enda var mikið í gangi á þeim tíma. Luis Rubiales, þá forseti spænska sambandsins, hafði kysst hana í verðlaunaafhendingunni og haldið því síðan fram að það hafi verið samþykktur koss. Hermoso hefur alla tíð neitað slíku og sagt að kosinn hafi verið algjörlega óumbeðinn. Rubiales sagði á endanum af sér sem forseti sambandsins og málið hefur síðan farið fyrir dómstóla. Hermoso var komin aftur í landsliðið í október og skoraði þá sigurmark á 89. mínútu á móti Ítalíu í sínum fyrsta leik eftir endurkomuna. Hún hefur haldið sæti sínu síðan. Hermoso faz forte desabafo e revela mágoa na seleção espanhola após caso Rubiales: 'Nunca vou entender'https://t.co/cEtIqNMeIY— ESPN Brasil (@ESPNBrasil) February 28, 2024 „Ég skildi ekki þessa ákvörðun og mun aldrei skilja hana,“ sagði hin 33 ára gamla Jenni Hermoso um að hafa ekki verið valin í fyrsta hóp eftir HM. „Þetta særði mig og er enn sárt. Þetta er samt eitthvað sem er búið og gert og það besta fyrir mig er að vera aftur með landsliðinu og að fá að spila annan úrslitaleik með landsliðinu,“ sagði Hermoso. „Síðasti blaðamannafundurinn minn var fyrir undanúrslitaleikinn á HM. Það hefur mikið breyst síðan þá og ég veit varla hvað ég á að segja,“ sagði Hermoso. „Ég hef breyst mikið, bæði persónulega en líka hvað varðar fótboltann. Allt þetta gerði mig sterkari. Ég hef lært mikið af þessu öllu saman og ég er heppin að fá að taka þátt í öðrum úrslitaleik sex mánuðum síðar,“ sagði Hermoso. „Það er mikilvægt mig að spila annan úrslitaleik og halda áfram með landsliðinu. Mér líður vel, fótboltinn heldur áfram að gefa í mínu lífi og ég held áfram að njóta íþróttarinnar,“ sagði Hermoso. Hermoso unnu fyrstu Þjóðadeild kvenna í gær með 2-0 sigri á Frakklandi í úrslitaleiknum. Spain striker Jenni Hermoso reflects on the support she felt from around the football world in the aftermath of last year s World Cup final and the assault by disgraced former Spanish Football Association president Luis Rubiales. pic.twitter.com/SHGPjXtDHF— The Women's Game (@WomensGameMIB) February 22, 2024
Spænski boltinn Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Sjá meira