Leikmaðurinn er Archange Defringan Mondouo en hann var kallaður „Akillas“.
„Þetta er mjög erfitt fyrir alla hér,“ sagði framkvæmdastjórinn Bent Svele. „Okkar dýpstu samúðarkveðjur fara til fjölskyldu hans og skyldmenna,“ skrifaði HamKam í fréttatilkynningu.
„Akillas“ fannst í íbúðinni sinni en dánarorsök er ekki kunn. Félagið ætlar ekki að tjá sig meira um málið að svo stöddu.
Íslendingarnir Viðar Ari Jónsson og Brynjar Ingi Bjarnason eru leikmenn norska félagsins.
Mondouo hefur verið að glíma við heilsuvandræði og hann féll á læknisprófi síðasta haust sem allir leikmenn þurfa að gangast undir og ná, ætli þeir að spila í norsku úrvalsdeildinni.
Mondouo var á varamannabekknum í tveimur leikjum í norsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en fékk ekki að koma inn á völlinn.
Hann kom frá Fílabeinsströndinni á síðasta ári. Hann lék sinn fyrsta leik 17. apríl 2023 á móti liði Molde2 í varaliðsdeildinni og skoraði.