Umfjöllun: Ísland - Serbía 2-1 | Endurkoma og Íslendingar áfram í A-deild Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. febrúar 2024 13:30 Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði fyrra mark Íslands og lagði það seinna upp. vísir/hulda margrét Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta leikur áfram í A-deild Þjóðadeildarinnar. Þetta var ljóst eftir 2-1 sigur á Serbíu á Kópavogsvelli í dag. Fyrri leikur liðanna í Serbíu endaði 1-1. Þegar stundarfjórðungur var til leiksloka var staðan 0-1, Serbum í vil, og fátt sem benti til annars en Íslendingar myndu falla í B-deild. En Sveindís Jane Jónsdóttir jafnaði metin og lagði svo upp sigurmark fyrir Bryndísi Örnu Níelsdóttur þegar fjórar mínútur voru til leiksloka. Fátt hafði gengið upp hjá Sveindísi, og raunar öllu íslenska liðinu, fyrstu 75 mínútur leiksins en hún endaði á að ráða úrslitum í þessum gríðarlega mikilvæga leik. Það hefði verið afleitt fyrir íslenska liðið að falla niður í B-deild, sérstaklega með tilliti til möguleikanna á að komast á EM 2025. Alexandra Jóhannsdóttir átti góðan leik fyrir íslenska liðið í dag.vísir/hulda margrét Sem betur fer lét íslenska liðið það ekki gerast og kláraði dæmið þegar virtist stefna í óefni. Skiptingar Þorsteins Halldórssonar svínvirkuðu að þessu sinni og leikmaðurinn sem hann beið svo lengi með að velja í landsliðið, Bryndís, kom Íslandi til bjargar þegar mest á reyndi. Sama sagan Fyrri hálfleikurinn var framhald af fyrri leik liðanna á föstudaginn. Serbar héldu boltanum og stjórnuðu ferðinni. Þeir fengu líka draumabyrjun því á 6. mínútu skoraði Allegra Poljak. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir tapaði þá boltanum á miðjunni, Jelena Cankovic var fljót að hugsa og sendi á Poljak sem skoraði með góðu skoti í fjærhornið. Munurinn á fyrri leiknum og leiknum í dag var samt að íslenska liðið skapaði sér færi í opnum leik. Og Íslendingar fengu tvö úrvalsfæri með tveggja mínútna millibili um miðbik fyrri hálfleik. Á 20. mínútu skaut Karólína framhjá eftir undirbúning Sveindísar og Ólafar Sigríðar Kristinsdóttur. Hlín Eiríksdóttir í baráttu við Andjelu Frajtovic, vinstri bakvörð Serbíu.vísir/hulda margrét Tveimur mínútum síðar átti Karólína svo skot í varnarmann, boltinn féll fyrir fætur Sveindísar sem var í dauðafæri á fjærstöng en hitti ekki markið. Skömmu síðar var Telma Ívarsdóttir hársbreidd frá því að gefa Vesnu Milivojevic mark með slæmri sendingu en komst til baka og varði skot hennar. Serbar við stjórnvölinn Fyrir utan þennan stutta kafla áttu serbneska liðið ekki í miklum vandræðum með tilviljanakenndan sóknarleik íslenska liðsins. Uppspilið var slakt og sóknaruppbyggingin ómarkviss. Íslendingar leituðu mikið að Sveindísi en serbneska vörnin var vel með á nótunum og tvöfaldaði ítrekað á Keflvíkinginn. Afar fátt markvert gerðist framan af seinni hálfleik. Serbar voru áfram með góða stjórn á leiknum og vörðust máttlitlum sóknaraðgerðum Íslendingar nokkuð þægilega. Ísland hefði reyndar átt að fá víti eftir um klukkutíma þegar Sveindís sparkaði boltanum í hönd fyrirliða Serbíu, Violetu Slovic, en dómari leiksins dæmdi ekkert. Grimmur leikur Serbneska liðið minnti sjaldan á sig í sóknarleiknum en á 74. mínútu bjuggu gestirnir til dauðafæri fyrir Milivojevic á fjærstöng en henni mistókst að skora. Sveindís skorar jöfnunarmarkið.vísir/hulda margrét Það er stutt á milli hláturs og gráturs og fótbolti er grimm íþrótt. Serbar komust að því augnabliki eftir að Milivojevic klikkaði á færinu. Þá átti Alexandra Jóhannsdóttir frábæra sendingu upp í hægra hornið á Sveindísi. Milica Kostic, markvörður Serbíu, fór í glórulaust úthlaup og það nýtti Sveindís sér og skoraði í tómt markið. Hömruðu járnið meðan það var heitt Markið hleypti miklum krafti í íslenska liðið. Á 80. mínútu fékk Hildur Antonsdóttir dauðafæri eftir langt innkast Sveindísar en Kostic gerði sig breiða og varði vel. Skömmu síðar fékk varamaðurinn Nina Matejic fínt færi en skaut framhjá. Þegar fjórar mínútur voru til leiksloka kom svo sigurmarkið og uppskriftin var sú sama og í fyrra markinu. Amanda Andradóttir, sem átti virkilega góða innkomu, sendi boltann fram í hægra hornið, Sveindís stakk vinstri bakvörð Serba, Andjelu Frajtovic, af og sendi fyrir á Bryndísi sem kom sér fyrst allra á boltann og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark. Lokamínúturnar einkenndust af smá stressi enda færðust Serbar aðeins í aukana en Íslendingar héldu út og fögnuðu góðum sigri. Hann var ekki sannfærandi og spilamennskan misjöfn en íslenska liðið sýndi sterka skapgerð og átti svo Sveindísi uppi í erminni. Hún réði úrslitum í þessum leik. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta leikur áfram í A-deild Þjóðadeildarinnar. Þetta var ljóst eftir 2-1 sigur á Serbíu á Kópavogsvelli í dag. Fyrri leikur liðanna í Serbíu endaði 1-1. Þegar stundarfjórðungur var til leiksloka var staðan 0-1, Serbum í vil, og fátt sem benti til annars en Íslendingar myndu falla í B-deild. En Sveindís Jane Jónsdóttir jafnaði metin og lagði svo upp sigurmark fyrir Bryndísi Örnu Níelsdóttur þegar fjórar mínútur voru til leiksloka. Fátt hafði gengið upp hjá Sveindísi, og raunar öllu íslenska liðinu, fyrstu 75 mínútur leiksins en hún endaði á að ráða úrslitum í þessum gríðarlega mikilvæga leik. Það hefði verið afleitt fyrir íslenska liðið að falla niður í B-deild, sérstaklega með tilliti til möguleikanna á að komast á EM 2025. Alexandra Jóhannsdóttir átti góðan leik fyrir íslenska liðið í dag.vísir/hulda margrét Sem betur fer lét íslenska liðið það ekki gerast og kláraði dæmið þegar virtist stefna í óefni. Skiptingar Þorsteins Halldórssonar svínvirkuðu að þessu sinni og leikmaðurinn sem hann beið svo lengi með að velja í landsliðið, Bryndís, kom Íslandi til bjargar þegar mest á reyndi. Sama sagan Fyrri hálfleikurinn var framhald af fyrri leik liðanna á föstudaginn. Serbar héldu boltanum og stjórnuðu ferðinni. Þeir fengu líka draumabyrjun því á 6. mínútu skoraði Allegra Poljak. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir tapaði þá boltanum á miðjunni, Jelena Cankovic var fljót að hugsa og sendi á Poljak sem skoraði með góðu skoti í fjærhornið. Munurinn á fyrri leiknum og leiknum í dag var samt að íslenska liðið skapaði sér færi í opnum leik. Og Íslendingar fengu tvö úrvalsfæri með tveggja mínútna millibili um miðbik fyrri hálfleik. Á 20. mínútu skaut Karólína framhjá eftir undirbúning Sveindísar og Ólafar Sigríðar Kristinsdóttur. Hlín Eiríksdóttir í baráttu við Andjelu Frajtovic, vinstri bakvörð Serbíu.vísir/hulda margrét Tveimur mínútum síðar átti Karólína svo skot í varnarmann, boltinn féll fyrir fætur Sveindísar sem var í dauðafæri á fjærstöng en hitti ekki markið. Skömmu síðar var Telma Ívarsdóttir hársbreidd frá því að gefa Vesnu Milivojevic mark með slæmri sendingu en komst til baka og varði skot hennar. Serbar við stjórnvölinn Fyrir utan þennan stutta kafla áttu serbneska liðið ekki í miklum vandræðum með tilviljanakenndan sóknarleik íslenska liðsins. Uppspilið var slakt og sóknaruppbyggingin ómarkviss. Íslendingar leituðu mikið að Sveindísi en serbneska vörnin var vel með á nótunum og tvöfaldaði ítrekað á Keflvíkinginn. Afar fátt markvert gerðist framan af seinni hálfleik. Serbar voru áfram með góða stjórn á leiknum og vörðust máttlitlum sóknaraðgerðum Íslendingar nokkuð þægilega. Ísland hefði reyndar átt að fá víti eftir um klukkutíma þegar Sveindís sparkaði boltanum í hönd fyrirliða Serbíu, Violetu Slovic, en dómari leiksins dæmdi ekkert. Grimmur leikur Serbneska liðið minnti sjaldan á sig í sóknarleiknum en á 74. mínútu bjuggu gestirnir til dauðafæri fyrir Milivojevic á fjærstöng en henni mistókst að skora. Sveindís skorar jöfnunarmarkið.vísir/hulda margrét Það er stutt á milli hláturs og gráturs og fótbolti er grimm íþrótt. Serbar komust að því augnabliki eftir að Milivojevic klikkaði á færinu. Þá átti Alexandra Jóhannsdóttir frábæra sendingu upp í hægra hornið á Sveindísi. Milica Kostic, markvörður Serbíu, fór í glórulaust úthlaup og það nýtti Sveindís sér og skoraði í tómt markið. Hömruðu járnið meðan það var heitt Markið hleypti miklum krafti í íslenska liðið. Á 80. mínútu fékk Hildur Antonsdóttir dauðafæri eftir langt innkast Sveindísar en Kostic gerði sig breiða og varði vel. Skömmu síðar fékk varamaðurinn Nina Matejic fínt færi en skaut framhjá. Þegar fjórar mínútur voru til leiksloka kom svo sigurmarkið og uppskriftin var sú sama og í fyrra markinu. Amanda Andradóttir, sem átti virkilega góða innkomu, sendi boltann fram í hægra hornið, Sveindís stakk vinstri bakvörð Serba, Andjelu Frajtovic, af og sendi fyrir á Bryndísi sem kom sér fyrst allra á boltann og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark. Lokamínúturnar einkenndust af smá stressi enda færðust Serbar aðeins í aukana en Íslendingar héldu út og fögnuðu góðum sigri. Hann var ekki sannfærandi og spilamennskan misjöfn en íslenska liðið sýndi sterka skapgerð og átti svo Sveindísi uppi í erminni. Hún réði úrslitum í þessum leik.
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“