Þóra markvörður skoraði þegar Serbarnir mættu síðast til Íslands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2024 12:30 Þóra Björg Helgadóttir endaði landsliðsferil sinn þegar serbneska kvennalandsliðið spilaði síðast á Íslandi. Getty/Scott Barbour Íslenska kvennalandsliðið hefur unnið Serbíu þrisvar í Laugardalnum með markatölunni 19-1. Nú mætast þjóðirnar í Kópavogi. Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta spilar í dag úrslitaleik um sæti í A-deild undankeppni EM 2025. Mótherjinn er Serbía og liðin standa alveg jöfn eftir 1-1 jafntefli í fyrri leiknum í Serbíu. Leikurinn fer fram á gervigrasvellinum í Kópavogi og hefst klukkan 14.30. Sagan er svo sannarlega með stelpunum okkar í liði. Serbneska kvennalandsliðið hefur komið þrisvar til Íslands og fengið skell í öll skiptin. Allir þrír leikirnir hafa farið fram á Laugardalsvellinum og íslensku stelpurnar hafa unnið þá alla með markatölunni 19-1. Síðast komu þær serbnesku í heimsókn í september 2014 og vann íslenska liðið þá 9-1. Ísland var þá undir stjórn Freys Alexanderssonar. Glódís Perla Viggósdóttir er eini leikmaður íslenska liðsins í dag sem tók þátt í þeim leik. Glódís skoraði þá annað mark íslenska liðsins í leiknum sem var hennar fyrsta mark fyrir A-landsliðið. Dagný Brynjarsdóttir, Rakel Hönnudóttir og Harpa Þorsteinsdóttir og skoruðu allar tvennu í leiknum. Arna Sif Ásgrímsdóttir og markvörðurinn Þóra Björg Helgadóttir skoruðu líka. Markið skoraði Þóra úr vítaspyrnu á 67. mínútu en þetta var kveðjulandsleikur hennar. Þóra skoraði þarna sitt fyrsta og eina mark í landsleik númer 108. Fyrstu tvo leiki þjóðanna á Íslandi unnu íslensku stelpurnar 5-0. Fyrst í júní 2007 og svo aftur í ágúst 2009. Sigurður Ragnar Eyjólfsson stýrði íslenska liðinu í báðum þeim leikjum. Dóra Stefánsdóttir, Katrín Jónsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir, Dóra María Lárusdóttir skoruðu mörkin í fyrri leiknum þar sem fimmta markið varð sjálfsmark. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði fernu í seinni leiknum og þá skoraði Katrín Jónsdóttir fimmta markið. Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta spilar í dag úrslitaleik um sæti í A-deild undankeppni EM 2025. Mótherjinn er Serbía og liðin standa alveg jöfn eftir 1-1 jafntefli í fyrri leiknum í Serbíu. Leikurinn fer fram á gervigrasvellinum í Kópavogi og hefst klukkan 14.30. Sagan er svo sannarlega með stelpunum okkar í liði. Serbneska kvennalandsliðið hefur komið þrisvar til Íslands og fengið skell í öll skiptin. Allir þrír leikirnir hafa farið fram á Laugardalsvellinum og íslensku stelpurnar hafa unnið þá alla með markatölunni 19-1. Síðast komu þær serbnesku í heimsókn í september 2014 og vann íslenska liðið þá 9-1. Ísland var þá undir stjórn Freys Alexanderssonar. Glódís Perla Viggósdóttir er eini leikmaður íslenska liðsins í dag sem tók þátt í þeim leik. Glódís skoraði þá annað mark íslenska liðsins í leiknum sem var hennar fyrsta mark fyrir A-landsliðið. Dagný Brynjarsdóttir, Rakel Hönnudóttir og Harpa Þorsteinsdóttir og skoruðu allar tvennu í leiknum. Arna Sif Ásgrímsdóttir og markvörðurinn Þóra Björg Helgadóttir skoruðu líka. Markið skoraði Þóra úr vítaspyrnu á 67. mínútu en þetta var kveðjulandsleikur hennar. Þóra skoraði þarna sitt fyrsta og eina mark í landsleik númer 108. Fyrstu tvo leiki þjóðanna á Íslandi unnu íslensku stelpurnar 5-0. Fyrst í júní 2007 og svo aftur í ágúst 2009. Sigurður Ragnar Eyjólfsson stýrði íslenska liðinu í báðum þeim leikjum. Dóra Stefánsdóttir, Katrín Jónsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir, Dóra María Lárusdóttir skoruðu mörkin í fyrri leiknum þar sem fimmta markið varð sjálfsmark. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði fernu í seinni leiknum og þá skoraði Katrín Jónsdóttir fimmta markið.
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira