Utan vallar: Leikurinn í dag segir mikið um stöðuna á liðinu okkar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2024 09:30 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og félagar hennar í íslenska landsliðið þurfa að spila miklu betur í dag en í fyrri leiknum. Vísir/Diego Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta berst í dag fyrir sæti sínu í A-deild undankeppni næsta Evrópumóts en íslensku stelpurnar hafa verið fastagestir í úrslitakeppni EM undanfarin fimmtán ár. Ísland mætir Serbíu klukkan 14.30 á Kópavogsvelli. Gervigras og skrýtinn leiktími dregur ekkert úr mikivægi leiksins. Það góða við stöðuna er að stelpurnar okkar eru á heimavelli og spila á móti þjóð sem er meira en tuttugu sætum neðar á heimslistanum. Það slæma er nefnilega frammistaða íslenska liðsins í fyrri leiknum út í Serbíu þar sem stelpurnar hreinlega rétt sluppu heim með 1-1 jafntefli. Það er því allt til alls til að tryggja sér sæti í A-deildinni og stórauka möguleika liðsins á því að komast í úrslitakeppni næsta Evrópumóts. Það er samt alveg ástæða til að hafa áhyggjur. Vandræði liðsins út í Serbíu voru það mikil að aðeins allt annar og betri leikur mun skila liðinu rétta leið í dag. Höfðu unnið alla leikina á móti Serbíu Íslenska kvennalandsliðið hafði unnið alla leiki sína á móti Serbíu fyrir síðasta leik og alla heimaleikina með yfirburðum. Serbar hafa vissulega bætt sinn leik á þeim tíu árum sem eru liðu á milli leikja þjóðanna. Þær serbnesku eru samt bara í 36. sæti heimslistans og 21 sæti neðar en það íslenska. Íslenska liðið fékk á sig mikla gagnrýni í Þjóðadeildinni í fyrra en sýndi mun betri frammistaða í síðustu tveimur leikjum keppninnar þar sem liðið vann Wales og svo sögulegan sigur á Danmörku. Það gaf von um að Þorsteini Halldórssyni væri að takast að snúa gengi liðsins við eftir slaka frammistöðu allt árið á undan. Frammistaðan í fyrri leiknum á móti Serbíu var hins vegar meira af því sem kallaði á alla þessa gagnrýni síðasta haust. Þurfa að nýta gæði Sveindísar Jane Íslenska liðinu gengur mjög illa að halda boltanum og nýta sér hæfileika frábærs leikmanns eins og Sveindísar Jane Jónsdóttur. Allir varnarmenn mótherjanna ættu að svitna yfir því að vera að fara glíma við leikmann eins og Sveindísi en þegar hún fær aldrei boltann á réttum stöðum verður verkefnið mun auðveldara. Einu færi íslenska liðsins virðast koma upp úr föstum leikatriðum og þrátt fyrir að liðið sé að spila við slakara lið þá er liðið aldrei með einhverja stjórn á leiknum. Það hjálpar ekki vörninni að boltinn sé að tapast aftur og aftur með tilheyrandi hættu á hröðum sóknum í bakið. Eru samt í góðri stöðu Af því sögðu þá eru stelpurnar okkar í góðri stöðu í dag. Þær eru á heimavelli og á móti liði sem þær eiga að vinna. Eftir öll vandræðin og ósannfærandi frammistöðu á síðasta ári er leikurinn í dag tækifæri til að sýna sig og sanna. Nú þurfum við að sjá hvar stelpurnar okkar standa. Leikurinn í dag segir nefnilega mikið um stöðuna á kvennalandsliðinu okkar. Sæti í B-deild væru áfall fyrir íslenska kvennalandsliðið og leiðin inn á EM yrði líka mun torsóttari. Með því að tryggja sig inn í A-deild væri staðan mun bjartari og sæti á EM í skotfæri. Áfram Ísland. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Þjóðadeild kvenna í fótbolta Utan vallar Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Fleiri fréttir Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Sjá meira
Ísland mætir Serbíu klukkan 14.30 á Kópavogsvelli. Gervigras og skrýtinn leiktími dregur ekkert úr mikivægi leiksins. Það góða við stöðuna er að stelpurnar okkar eru á heimavelli og spila á móti þjóð sem er meira en tuttugu sætum neðar á heimslistanum. Það slæma er nefnilega frammistaða íslenska liðsins í fyrri leiknum út í Serbíu þar sem stelpurnar hreinlega rétt sluppu heim með 1-1 jafntefli. Það er því allt til alls til að tryggja sér sæti í A-deildinni og stórauka möguleika liðsins á því að komast í úrslitakeppni næsta Evrópumóts. Það er samt alveg ástæða til að hafa áhyggjur. Vandræði liðsins út í Serbíu voru það mikil að aðeins allt annar og betri leikur mun skila liðinu rétta leið í dag. Höfðu unnið alla leikina á móti Serbíu Íslenska kvennalandsliðið hafði unnið alla leiki sína á móti Serbíu fyrir síðasta leik og alla heimaleikina með yfirburðum. Serbar hafa vissulega bætt sinn leik á þeim tíu árum sem eru liðu á milli leikja þjóðanna. Þær serbnesku eru samt bara í 36. sæti heimslistans og 21 sæti neðar en það íslenska. Íslenska liðið fékk á sig mikla gagnrýni í Þjóðadeildinni í fyrra en sýndi mun betri frammistaða í síðustu tveimur leikjum keppninnar þar sem liðið vann Wales og svo sögulegan sigur á Danmörku. Það gaf von um að Þorsteini Halldórssyni væri að takast að snúa gengi liðsins við eftir slaka frammistöðu allt árið á undan. Frammistaðan í fyrri leiknum á móti Serbíu var hins vegar meira af því sem kallaði á alla þessa gagnrýni síðasta haust. Þurfa að nýta gæði Sveindísar Jane Íslenska liðinu gengur mjög illa að halda boltanum og nýta sér hæfileika frábærs leikmanns eins og Sveindísar Jane Jónsdóttur. Allir varnarmenn mótherjanna ættu að svitna yfir því að vera að fara glíma við leikmann eins og Sveindísi en þegar hún fær aldrei boltann á réttum stöðum verður verkefnið mun auðveldara. Einu færi íslenska liðsins virðast koma upp úr föstum leikatriðum og þrátt fyrir að liðið sé að spila við slakara lið þá er liðið aldrei með einhverja stjórn á leiknum. Það hjálpar ekki vörninni að boltinn sé að tapast aftur og aftur með tilheyrandi hættu á hröðum sóknum í bakið. Eru samt í góðri stöðu Af því sögðu þá eru stelpurnar okkar í góðri stöðu í dag. Þær eru á heimavelli og á móti liði sem þær eiga að vinna. Eftir öll vandræðin og ósannfærandi frammistöðu á síðasta ári er leikurinn í dag tækifæri til að sýna sig og sanna. Nú þurfum við að sjá hvar stelpurnar okkar standa. Leikurinn í dag segir nefnilega mikið um stöðuna á kvennalandsliðinu okkar. Sæti í B-deild væru áfall fyrir íslenska kvennalandsliðið og leiðin inn á EM yrði líka mun torsóttari. Með því að tryggja sig inn í A-deild væri staðan mun bjartari og sæti á EM í skotfæri. Áfram Ísland.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Þjóðadeild kvenna í fótbolta Utan vallar Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Fleiri fréttir Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti