Coventry fyrst liða í átta liða úrslit þeirrar elstu og virtustu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. febrúar 2024 22:21 Ellis Simms (t.v.) fagnar einu af þremur mörkum sínum. Catherine Ivill/Getty Images Í kvöld fór fyrsti leikur 16-liða úrslita ensku bikarkeppninnar fram. Þar vann Coventry City spútniklið Maidenhead United örugglega 5-0. Enska bikarkeppnin í knattspyrnu, FA Cup, er elsta bikarkeppni í heimi. Maidenhead United sem situr í 15. sæti E-deildar Englands er þjálfað af George Elokobi, fyrrverandi leikmanni Úlfanna og fleiri liða. Liðið sló Ipswich Town út í síðustu umferð en Ipswich er í harðri baráttu um að komast upp úr ensku B-deildinni. Coventry er í 9. sæti ensku B-deildarinnar en eftir sigur gestanna á Ipswich var ljóst að það var ekkert vanmat í gangi. Ellis Simms, framherjinn stæðilegi í liði Coventry, gerði út um leikinn í fyrri hálfleik en hann skoraði þrennu á rúmum 25 mínútum. Fyrsta markið skoraði hann á 9. mínútu þegar hann kláraði færi sitt einkar vel eftir frábæra sendingu Kasey Palmer. The assist The finish Ellis Simms bags an early goal for @Coventry_City#EmiratesFACup pic.twitter.com/9uaGsVMQzb— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 26, 2024 Fimm mínútum síðar renndi Palmer boltanum aftur í gegnum vörn gestanna og aftur skoraði Ellis með fínu skoti. Að þessu sinni má setja spurningamerki við Lucas Covolan, markvörð gestanna. Ellis Simms grabs his second of the day for @Coventry_City #EmiratesFACup pic.twitter.com/RGw7ZEitoo— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 26, 2024 Simms fullkomnaði svo þrennu sína þegar tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Hann fylgdi þá eftir skoti sem Covolan gat ekki haldið. Var þetta fyrsta þrenna Simms á ferlinum. Strikers instinct It's a first professional hat-trick for @_ellissimms #EmiratesFACup pic.twitter.com/duj9jrp4WW— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 26, 2024 Í síðari hálfleik bætti Fabio Tavares við tveimur mörkum og leiknum lauk eins og áður sagði með 5-0 sigri Coventry sem er komið alla leið í 8-liða úrslit. Fabio Tavares wants people to remember his name.#EmiratesFACup pic.twitter.com/Gy9W4JVhfZ— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 26, 2024 Tavares grabs another to seal @Coventry_City's spot in the #EmiratesFACup quarter-finals pic.twitter.com/u2joXneNp8— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 26, 2024 Aðrir leikir 16-liða úrslitanna fara fram á morgun, þriðjudag, og á miðvikudag. Verða sex af sjö leikjum sýndir í beinni útsendingu á rásum Stöðvar 2 Sport. Þriðjudagur 19.20: Bournemouth - Leicester City (Stöð 2 Sport 4) 19.35: Blackburn Rovers - Newcastle United (Stöð 2 Sport 3) 19.50: Luton Town - Manchester City (Stöð 2 Sport 2) Miðvikudagur 19.00: Dregið í 8-liða og undanúrslit (Stöð 2 Sport 2) 19.20: Chelsea - Leeds United (Stöð 2 Sport 4) 19.35: Nottingham Forest - Manchester United (Stöð 2 Sport 3) 19.50: Liverpool - Southampton (Stöð 2 Sport 2) Leikur Úlfanna og Brighton & Hove Albion verður ekki sýndur í beinni útsendingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Sjá meira
Maidenhead United sem situr í 15. sæti E-deildar Englands er þjálfað af George Elokobi, fyrrverandi leikmanni Úlfanna og fleiri liða. Liðið sló Ipswich Town út í síðustu umferð en Ipswich er í harðri baráttu um að komast upp úr ensku B-deildinni. Coventry er í 9. sæti ensku B-deildarinnar en eftir sigur gestanna á Ipswich var ljóst að það var ekkert vanmat í gangi. Ellis Simms, framherjinn stæðilegi í liði Coventry, gerði út um leikinn í fyrri hálfleik en hann skoraði þrennu á rúmum 25 mínútum. Fyrsta markið skoraði hann á 9. mínútu þegar hann kláraði færi sitt einkar vel eftir frábæra sendingu Kasey Palmer. The assist The finish Ellis Simms bags an early goal for @Coventry_City#EmiratesFACup pic.twitter.com/9uaGsVMQzb— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 26, 2024 Fimm mínútum síðar renndi Palmer boltanum aftur í gegnum vörn gestanna og aftur skoraði Ellis með fínu skoti. Að þessu sinni má setja spurningamerki við Lucas Covolan, markvörð gestanna. Ellis Simms grabs his second of the day for @Coventry_City #EmiratesFACup pic.twitter.com/RGw7ZEitoo— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 26, 2024 Simms fullkomnaði svo þrennu sína þegar tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Hann fylgdi þá eftir skoti sem Covolan gat ekki haldið. Var þetta fyrsta þrenna Simms á ferlinum. Strikers instinct It's a first professional hat-trick for @_ellissimms #EmiratesFACup pic.twitter.com/duj9jrp4WW— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 26, 2024 Í síðari hálfleik bætti Fabio Tavares við tveimur mörkum og leiknum lauk eins og áður sagði með 5-0 sigri Coventry sem er komið alla leið í 8-liða úrslit. Fabio Tavares wants people to remember his name.#EmiratesFACup pic.twitter.com/Gy9W4JVhfZ— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 26, 2024 Tavares grabs another to seal @Coventry_City's spot in the #EmiratesFACup quarter-finals pic.twitter.com/u2joXneNp8— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 26, 2024 Aðrir leikir 16-liða úrslitanna fara fram á morgun, þriðjudag, og á miðvikudag. Verða sex af sjö leikjum sýndir í beinni útsendingu á rásum Stöðvar 2 Sport. Þriðjudagur 19.20: Bournemouth - Leicester City (Stöð 2 Sport 4) 19.35: Blackburn Rovers - Newcastle United (Stöð 2 Sport 3) 19.50: Luton Town - Manchester City (Stöð 2 Sport 2) Miðvikudagur 19.00: Dregið í 8-liða og undanúrslit (Stöð 2 Sport 2) 19.20: Chelsea - Leeds United (Stöð 2 Sport 4) 19.35: Nottingham Forest - Manchester United (Stöð 2 Sport 3) 19.50: Liverpool - Southampton (Stöð 2 Sport 2) Leikur Úlfanna og Brighton & Hove Albion verður ekki sýndur í beinni útsendingu.
Þriðjudagur 19.20: Bournemouth - Leicester City (Stöð 2 Sport 4) 19.35: Blackburn Rovers - Newcastle United (Stöð 2 Sport 3) 19.50: Luton Town - Manchester City (Stöð 2 Sport 2) Miðvikudagur 19.00: Dregið í 8-liða og undanúrslit (Stöð 2 Sport 2) 19.20: Chelsea - Leeds United (Stöð 2 Sport 4) 19.35: Nottingham Forest - Manchester United (Stöð 2 Sport 3) 19.50: Liverpool - Southampton (Stöð 2 Sport 2) Leikur Úlfanna og Brighton & Hove Albion verður ekki sýndur í beinni útsendingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Sjá meira