SFF efast um að frumvarp standist stjórnarskrá og samkeppnisrétt
![Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF), og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.](https://www.visir.is/i/DC144930D91AE32F5FFB55E5CCCCDED575313B17019A433462E232598F9FF3CA_713x0.jpg)
Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) hafa efasemdir um hvort efni frumvarps er varðar rekstraröryggi greiðslumiðlunar standist stjórnarskrá, samkeppnisrétt og EES-rétt. Viðskiptaráð segir mikilvægt að frumvarpið komi ekki til með að fela í sér ríkissmágreiðslumiðlun í beinni samkeppni við aðrar lausnir sem séu í notkun og þróun.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/DFE04B4CD7F5A2AA767BEA86B3B3E0553A7F55858034279ACE074820B0809FE3_308x200.jpg)
Áformuð lög um innlenda smágreiðslulausn sögð brýn
Forsætisráðherra hefur birt til umsagnar í Samráðsgátt áform um lagasetningu um að koma á fót innlendri smágreiðslulausn. Sagt er að það auki þjóðaröryggi og stuðli að hagkvæmni fyrir neytendur. Seðlabankinn á í viðræðum við banka um að koma greiðslulausninni á fót.
![](https://www.visir.is/i/507D89BAE133E6C05A65D178A5FCEAB5A020F4EDA83071B5FCC08270857949FC_308x200.jpg)
Greiðslumiðlun „óhagkvæmari og ótryggari“ en á hinum Norðurlöndunum
Smágreiðslumiðlun á Íslandi einkennist af meiri greiðslukortanotkun en þekkist á hinum Norðurlöndunum þar sem jafnframt treyst er á erlenda innviði alþjóðlegra kortasamsteypa. Í því felst áhætta, til dæmis ef netsamband við útlönd rofnar eða eigendur sömu kerfa loka á viðskipti við Ísland, að sögn Seðlabankans. Til að uppfylla kröfur um þjóðaröryggi telur bankinn vænlegast að innleiða hugbúnaðarlausn sem byggist á greiðslum milli bankareikninga sem væri grunninnviður greiðslumiðlunar.
![](https://www.visir.is/i/568B822125E68FB36091F6066BE46C1A099006365B015285F9BEA8475D616811_308x200.jpg)
Landsbankinn vill keppa við SaltPay og Rapyd í greiðslumiðlun
Landsbankinn vinnur markvisst að því, samkvæmt heimildum Innherja, að fara í samkeppni við SaltPay og sameinað fyrirtæki Valitors og Rapyd á sviði greiðslumiðlunar. Gangi áform bankans eftir verður hann þriðji nýi keppinauturinn á markaðinum ásamt Kviku banka og Sýn.