Glódís Perla gefur treyjur sínar og skó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2024 09:30 Glódís Perla Viggósdóttir er bæði fyrirliði íslenska landsliðsins sem og stórliðs Bayern München. Getty/Karl Bridgeman Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir kemur heldur betur sterk inn fyrir „Einstök börn“ sem er stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Glódís Perla er nú í miðju landsliðsverkefni með íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta sem spilar við Serbíu á morgun í seinni leik þjóðanna í umspili um sæti i A-deild undankeppni næstu EM. Glódís var tilbúin að gefa treyjur og skó úr einkasafni sínu til að safna pening fyrir þetta mikilvæga málefni sem eru Einstök börn. Nú er hægt að bjóða í treyjur og skó eða kaupa miða í happadrætti þar sem eru í boði einstakir munir frá einum fremsta íþróttamanni þjóðarinnar. Á uppboðinu verða tvenn skópör Glódísar sem hún áritar fyrir vinningshafa. Þar verða einnig tvær landsliðstreyjur og ein treyja frá Bayern München þar sem Glódís er líka fyrirliði. Treyjurnar mun Glódís Perla árita. Þetta er landsliðstreyjan sem hún var í í leik Wales og Íslands 1. desember í fyrra og landsliðstreyjan sem hún var í þegar hún spilaði með Íslandi á móti Danmörku á Laugardalsvellinum í október. „1-0 sigurleikur á útivelli á móti Dönum í Þjóðadeildinni sem var fyrsti sigurleikur landsliðsins á móti Dönum í keppnisleik. Með þessum sigri tókum við af þeim möguleikann að komast á Ólympíuleikana í París. Einnig var þetta 120. landsleikurinn minn,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir á uppboðssíðu treyju hennar úr leiknum við Dani en á síðunni með treyjunni úr Wales-leiknum sagði hún: „Wales leikinn unnum við 2-1 og tryggðum okkur í umspil um að spila áfram í A deild, hæstu deild þjóðardeildar UEFA,“ sagði Glódís. „Þetta er treyjan sem ég spilaði í tímabilið 22/23 þar sem við urðum þýskir meistarar og spiluðum i 8 liða úrslitum meistaradeildarinnar,“ sagði Glódís um treyjuna frá Bayern München. Skórnir eru báðir Puma-landsliðsskór sem eru sérmerktir Glódís og einnig með íslenska fánann á sér. Það má finna allar upplýsingar með því að smella hér. View this post on Instagram A post shared by Uppboð.com (@uppbodcom) Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira
Glódís Perla er nú í miðju landsliðsverkefni með íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta sem spilar við Serbíu á morgun í seinni leik þjóðanna í umspili um sæti i A-deild undankeppni næstu EM. Glódís var tilbúin að gefa treyjur og skó úr einkasafni sínu til að safna pening fyrir þetta mikilvæga málefni sem eru Einstök börn. Nú er hægt að bjóða í treyjur og skó eða kaupa miða í happadrætti þar sem eru í boði einstakir munir frá einum fremsta íþróttamanni þjóðarinnar. Á uppboðinu verða tvenn skópör Glódísar sem hún áritar fyrir vinningshafa. Þar verða einnig tvær landsliðstreyjur og ein treyja frá Bayern München þar sem Glódís er líka fyrirliði. Treyjurnar mun Glódís Perla árita. Þetta er landsliðstreyjan sem hún var í í leik Wales og Íslands 1. desember í fyrra og landsliðstreyjan sem hún var í þegar hún spilaði með Íslandi á móti Danmörku á Laugardalsvellinum í október. „1-0 sigurleikur á útivelli á móti Dönum í Þjóðadeildinni sem var fyrsti sigurleikur landsliðsins á móti Dönum í keppnisleik. Með þessum sigri tókum við af þeim möguleikann að komast á Ólympíuleikana í París. Einnig var þetta 120. landsleikurinn minn,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir á uppboðssíðu treyju hennar úr leiknum við Dani en á síðunni með treyjunni úr Wales-leiknum sagði hún: „Wales leikinn unnum við 2-1 og tryggðum okkur í umspil um að spila áfram í A deild, hæstu deild þjóðardeildar UEFA,“ sagði Glódís. „Þetta er treyjan sem ég spilaði í tímabilið 22/23 þar sem við urðum þýskir meistarar og spiluðum i 8 liða úrslitum meistaradeildarinnar,“ sagði Glódís um treyjuna frá Bayern München. Skórnir eru báðir Puma-landsliðsskór sem eru sérmerktir Glódís og einnig með íslenska fánann á sér. Það má finna allar upplýsingar með því að smella hér. View this post on Instagram A post shared by Uppboð.com (@uppbodcom)
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira