Létu höggin dynja hvor á öðrum: „Ég elska þetta“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. febrúar 2024 07:00 Íshokkí er engin venjuleg íþrótt. Len Redkoles/Getty Images Matt Rempe, framherji New York Rangers í NHL-deildinni í íshokkí, lenti upp á kant við Nicolas Deslauriers þegar Rangers mætti Philadelphia Flyers um liðna helgi. Fór það svo að báðir grýttu hönskum sínum á ísinn og létu höggin tala frekar en að nota orðin sín og leysa þannig þann ágreining sem átti sér stað. Íshokkí verður seint talin friðsæl íþrótt og eins og þau sem fylgjast vel með þá er ákveðið sport – innan sportsins – að sjá menn grýta af sér hönskunum og láta hnefana tala. Það var allavega staðan í leik Rangers og Flyers en Rempe ögraði hinum 33 ára gamla Deslauriers fyrir leik og var ákveðið að gera upp málin snemma leiks. Alls entist „bardaginn“ í 37 sekúndur áður en herlegheitin voru stöðvuð. Rempe féll á endanum á ísinn en hafði þó tekist að opna skurð á enni Deslauriers. „Við vorum að grýta sprengjum. Hann er stríðsmaður en ég elska þetta,“ sagði Rempe eftir leik. REMPE AMD DESLAURIERS DROP THE GLOVES pic.twitter.com/8aJvbo57Zs— B/R Open Ice (@BR_OpenIce) February 24, 2024 Ekki nóg með það heldur tókst Rempe að skora sigurmark leiksins í 2-1 sigri þegar skot Barclay Goodrow fór af honum í netið. Var þetta fyrsta mark hins 21 árs gamla Rempe í NHL-deildinni. „Líklega hefur enginn skorað ljótara fyrsta mark í sögu NHL en þetta er ótrúlegt, ég elska þetta,“ bætti Rempe við eftir leik. Sigur Rangers þýddi að liðið hefur nú unnið tíu leiki í röð sem er félagsmet. Samkvæmt vefsíðunni Hokkí slagsmál lét Rempe hnefana alls tala 16 sinnum yfir tvö tímabil í AHL-deildinni (American Hockey League) áður en hann var kallaður upp í NHL-deildina. Eftir enn einn sigurinn eru Rangers sem stendur efstir í Metropolitan-deildinni með 39 sigra í 58 leikjum. Íshokkí Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Fleiri fréttir Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Dagskráin: VARsjáin, Lokasóknin, enski í beinni og kvennakarfan Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Sjá meira
Íshokkí verður seint talin friðsæl íþrótt og eins og þau sem fylgjast vel með þá er ákveðið sport – innan sportsins – að sjá menn grýta af sér hönskunum og láta hnefana tala. Það var allavega staðan í leik Rangers og Flyers en Rempe ögraði hinum 33 ára gamla Deslauriers fyrir leik og var ákveðið að gera upp málin snemma leiks. Alls entist „bardaginn“ í 37 sekúndur áður en herlegheitin voru stöðvuð. Rempe féll á endanum á ísinn en hafði þó tekist að opna skurð á enni Deslauriers. „Við vorum að grýta sprengjum. Hann er stríðsmaður en ég elska þetta,“ sagði Rempe eftir leik. REMPE AMD DESLAURIERS DROP THE GLOVES pic.twitter.com/8aJvbo57Zs— B/R Open Ice (@BR_OpenIce) February 24, 2024 Ekki nóg með það heldur tókst Rempe að skora sigurmark leiksins í 2-1 sigri þegar skot Barclay Goodrow fór af honum í netið. Var þetta fyrsta mark hins 21 árs gamla Rempe í NHL-deildinni. „Líklega hefur enginn skorað ljótara fyrsta mark í sögu NHL en þetta er ótrúlegt, ég elska þetta,“ bætti Rempe við eftir leik. Sigur Rangers þýddi að liðið hefur nú unnið tíu leiki í röð sem er félagsmet. Samkvæmt vefsíðunni Hokkí slagsmál lét Rempe hnefana alls tala 16 sinnum yfir tvö tímabil í AHL-deildinni (American Hockey League) áður en hann var kallaður upp í NHL-deildina. Eftir enn einn sigurinn eru Rangers sem stendur efstir í Metropolitan-deildinni með 39 sigra í 58 leikjum.
Íshokkí Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Fleiri fréttir Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Dagskráin: VARsjáin, Lokasóknin, enski í beinni og kvennakarfan Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Sjá meira