„Í morgun kom þessi snotri kálfur í heiminn að Bessastöðum í Hrútafirði. Við komum við hjá þeim Guðnýju og Jóa í hringferð flokksins. Það gladdi mig mjög að heyra að þau hefðu gefið honum nafnið Bjarni. Virkilega fallegt nafn líka,“ skrifaði Bjarni á Facebook-síðu sinni í gær.
Hann birti jafnframt mynd af nafnanum þar sem hann sést liggjandi í heystakki. Færslan hefur vakið nokkurra athygli. Ummæli við færslu ráðherrans koma meðal annars frá dóttur hans, Margréti Bjarnadóttur, sem tekur undir með föður sínum, nafnið sé virkilega fallegt.
Bændurnir á Bessastöðum hafa svarað færslu Bjarna og segja Bjarna kálf vera stóran og stæðilegan miðað við að vera nýfæddur. Þá kemur fram að foreldrar hans heiti Garpur og Bjútíbína Stælsdóttir.