Endurkoma kanónu á leiksviðið eftir sjö ára fjarveru Magnús Jochum Pálsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 23. febrúar 2024 22:09 Jóhanna Vigdís er glöð að vera snúin aftur á leiksviðið eftir sjö ára fjarveru. Vísir/Einar Rokksöngleikurinn Eitruð lítil pilla var frumsýndur í Borgarleikhúsinu í kvöld. Leiklistarkanónan Jóhanna Vigdís, betur þekkt sem Hansa, er snúin aftur á leiksviðið eftir sjö ára fjarveru og gaf tóndæmi í kvöldfréttum. Vésteinn Örn Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, kíkti við á stóra sviðið í Borgarleikhúsinu og ræddi þar við leikstjórann Álfrúnu Helgu og leikkonuna Jóhönnu Vigdísi. Hvers má fólk vænta í þessu verki? „Þetta er rosalega kraftmikill söngleikur. Rokktónlist en það eru líka ballöður. Þetta er harmræn saga en það er mikill húmor og mikill kraftur og ég held að við munum koma áhorfendum á óvart,“ sagði Álfrún Helga Örnólfsdóttir, leikstjóri verksins. Þú ert með rosalegan leikhóp með þér í þessu ekki satt? „Ég er með blöndu af reynsluboltum eins og Jóhönnu Vigdísi og Val Frey og svo er líka mikið af ungu fólki sem er að stíga sín fyrstu skref á stóra sviðinu hérna í Borgarleikhúsinu. Æðislegur hópur,“ sagði Álfrún. „Þetta er líka verk sem fjallar um mikilvæg málefni. Það er svolítið verið að tala um hvað það getur verið hættulegt að tala ekki út um hlutina og að geyma innra með sér sár og erfið leyndarmál sem þurfa einhvern tímann að koma upp á yfirborðið,“ sagði Álfrún. Taugarnar í lagi Jóhanna Vigdís hætti fyrir sjö árum á sviði eftir að hafa leikið lykilhlutverk í þremur stórsýningum og hefur starfað undanfarin ár sem verkefnastjóri hjá Samtökum Iðnaðarins. Hún er ánægð að vera komin aftur. Hvernig eru taugarnar? „Taugarnar eru allt í lagi, maður hlakkar bara til. Það er alltaf gaman og adrenalín í manni þegar það er frumsýning. Gaman að vera komin aftur líka eftir langt hlé. Maður er kominn heim, eiginlega,“ sagði Jóhanna Vigdís Arnardóttir, leikkona sem hefur ekki starfað á sviði frá 2016. Þú tókst smá pásu en ert komin aftur. Er það ekki góð tilfinning? „Það er æðisleg tilfinning. Og eins og Álfrún sagði er þetta rosa flott og körrent verk, svolítið hvernig kynslóðirnar eru að tala saman. Ég hef von fyrir ungu kynslóðinni í dag, fólk sem kemur að sjá leikritið sér það,“ sagði Jóhanna áður en hún brast í söng og gaf fréttamanni smá tóndæmi úr söngleiknum. Leikhús Menning Mest lesið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Fleiri fréttir Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Sjá meira
Vésteinn Örn Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, kíkti við á stóra sviðið í Borgarleikhúsinu og ræddi þar við leikstjórann Álfrúnu Helgu og leikkonuna Jóhönnu Vigdísi. Hvers má fólk vænta í þessu verki? „Þetta er rosalega kraftmikill söngleikur. Rokktónlist en það eru líka ballöður. Þetta er harmræn saga en það er mikill húmor og mikill kraftur og ég held að við munum koma áhorfendum á óvart,“ sagði Álfrún Helga Örnólfsdóttir, leikstjóri verksins. Þú ert með rosalegan leikhóp með þér í þessu ekki satt? „Ég er með blöndu af reynsluboltum eins og Jóhönnu Vigdísi og Val Frey og svo er líka mikið af ungu fólki sem er að stíga sín fyrstu skref á stóra sviðinu hérna í Borgarleikhúsinu. Æðislegur hópur,“ sagði Álfrún. „Þetta er líka verk sem fjallar um mikilvæg málefni. Það er svolítið verið að tala um hvað það getur verið hættulegt að tala ekki út um hlutina og að geyma innra með sér sár og erfið leyndarmál sem þurfa einhvern tímann að koma upp á yfirborðið,“ sagði Álfrún. Taugarnar í lagi Jóhanna Vigdís hætti fyrir sjö árum á sviði eftir að hafa leikið lykilhlutverk í þremur stórsýningum og hefur starfað undanfarin ár sem verkefnastjóri hjá Samtökum Iðnaðarins. Hún er ánægð að vera komin aftur. Hvernig eru taugarnar? „Taugarnar eru allt í lagi, maður hlakkar bara til. Það er alltaf gaman og adrenalín í manni þegar það er frumsýning. Gaman að vera komin aftur líka eftir langt hlé. Maður er kominn heim, eiginlega,“ sagði Jóhanna Vigdís Arnardóttir, leikkona sem hefur ekki starfað á sviði frá 2016. Þú tókst smá pásu en ert komin aftur. Er það ekki góð tilfinning? „Það er æðisleg tilfinning. Og eins og Álfrún sagði er þetta rosa flott og körrent verk, svolítið hvernig kynslóðirnar eru að tala saman. Ég hef von fyrir ungu kynslóðinni í dag, fólk sem kemur að sjá leikritið sér það,“ sagði Jóhanna áður en hún brast í söng og gaf fréttamanni smá tóndæmi úr söngleiknum.
Leikhús Menning Mest lesið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Fleiri fréttir Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Sjá meira