Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni.
Hvenær vaknar þú á morgnana?
„Ég er A manneskja og hef alltaf verið. Ég vakna fyrir klukkan sjö.“
Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana?
„Þrjá daga vikunnar byrja ég daginn á því að hreyfa mig, mér finnst best að fara út í náttúruna en á veturnar fer ég líka í salinn.
Heiðmörkin er minn ævintrýraheimur og hver árstíð hefur sinn sjarma. Ég er endalaust að finna nýjar leiðir og skemmtilegast finnst mér að villast í Heiðmörk.
Það fyrsta sem ég fæ mér á morgnanna er Lýsi og íslensk bláberjasaft. Ég hef mikla trú á þessu combó. Ég er ein af þeim sem tekur lýsið með í fríið.“
Áttu þér eitthvað minnistætt tískuslys frá unglingsárunum?
Jú ætla það sé ekki á fermingaárinu sem ég fékk mér Duran Duran klippingu, túperaði hárið í rot og notaði mjög mikið hárlakk en ég læt ekki mynd fylgja með.
Á þessum tíma voru allir unglingar í ljósum og það fermdist engin nema að taka tíu tíma í beit.
Svo notuðum við vinkonurnar Zinkpasta á varirnar en það er skjanna hvítt efni sem fæst í apótekum. En mér fannst þetta skemmtilegur tími í lífinu og fræbær tónlist á þessum árum.
Ég sakna Whitney og George Michael.“

Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana?
„Það er margri boltar á lofti og verkefnin afar fjölbreytt. Ég að vinna með mörg vörumerki og hvert vörumerki þarf sína athygli. Vöruþróun er sífellt í gangi en það er gaman að segja frá því að í síðustu viku vorum við að kynna nýjan borgara á Fabrikkunni. Við erum í samstarfi við Laufey Grammy stjörnu okkar Íslendinga. Hún er svo frábær listamaður og manneskja með góða nærveru.
Starfsmannamálin eru á borðinu mínu alla daga en ég er svo heppin að vinna með frábæru fólki. Í rekstrinum okkar þarf maður stöðugt að vera á tánum. Það þarf að passa launakostnað og sífellt að finna leiðir til að bæta reksturinn en á sama tíma að bæta þjónustustígið.“
Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu?
„Vá hef prófað margar aðferðir. 2011 þegar ég kynntist verkfærakistu Lean þá notaðist ég við töflu á vegg; lean visual management board og mér fannst það bylting. Öll verkefnin sem voru í gangi fóru á töfluna og ég missti enga bolta.
En í dag skrái ég verkefni mikið í Outlook og ég er með nokkra aðgerðalista. Einn sem á að klárast innan dags og svo annnan sem er til nokkra vikna og ég tímaset verkefnin þar.
Svo er ég með fasta fundardaga í viku það hjálpar mikið.
Ég er að vinna í tölvupóstinum allan daginn og mætti koma því í betra ferli hjá mér.
Ég hef prófað ýmiss kerfi til að halda utan um verkefnin en skrifblokkin og excel er það sem virkar best fyrir mig í dag.“
Hvenær ferðu að sofa á kvöldin?
„Ég reyni að vera komin uppí fyrir klukkan ellefu. Ég er mjög kvöldsvæf. Ég elska það að leggjast á koddann í mjúka rúmið mitt.“