Varar við afturhvarfi KSÍ: „Mikilvægara var að verja ofbeldismenn en brotaþola“ Sindri Sverrisson skrifar 22. febrúar 2024 11:30 Drífa Snædal, talskona Stígamóta, hvetur til þess að nýr formaður KSÍ standi mun betur með þolendum ofbeldis en henni þótti Guðni Bergsson gera á sínum tíma. „Það er óbærilegt ef barátta hugrakkra brotaþola gegn ofurefli frægðar og vinsælda verður til lítils og allt verður eins og áður,“ skrifar Drífa Snædal, talskona Stígamóta, í grein á Vísi. Tilefnið er kjör á nýjum formanni Knattspyrnusambands Íslands og ósk um fullvissu þess að sambandið taki ekki skref aftur á bak í jafnréttisbaráttunni, í gamalt far. Vanda Sigurgeirsdóttir ákvað í vetur að hætta sem formaður KSÍ á ársþinginu sem fram undan er um helgina. Þrír menn sækjast eftir því að taka við af henni, þeir Vignir Már Þormóðsson, Þorvaldur Örlygsson og Guðni Bergsson. Guðni, Þorvaldur og Vignir verða allir gestir í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi klukkan 14. Eins og Drífa bendir á í grein sinni neyddist Guðni til að segja af sér árið 2021, líkt og öll stjórn KSÍ í kjölfarið, eftir ásakanir um þöggun varðandi kynferðisofbeldi landsliðsmanna. Samkvæmt niðurstöðu úttektarnefndar ÍSÍ, sem birt var svo í lok árs 2021, veitti Guðni fjölmiðlum og almenningi villandi upplýsingar um vitneskju KSÍ af frásögnum um ofbeldismál leikmanna, þegar hann var með á sínu borði tilkynningu frá starfsmanni sambandsins um alvarlegt kynferðisofbeldi gagnvart tengdadóttur starfsmannsins. „Konurnar mæta í hreingerninguna þegar drullan er orðin yfirgengileg“ „Þegar ofbeldisverk voru afhjúpuð var stokkið í vörn, þolendur eða talsfólk þeirra sagt ljúga og reynt að villa um í umræðunni. Guðni kemur fram í Kastljósi og segir engar tilkynningar um ofbeldi hafa komið inn á borð sambandsins síðan hann tók við sem formaður 2017 en í framhaldinu steig fram brotaþoli og sagði þetta ekki rétt. Mikilvægara var að vernda og verja ofbeldismenn en brotaþola. Eftir afsögn Guðna tók Vanda Sigurgeirsdóttir við sem formaður og innleiddi ýmsar breytingar á stefnum sambandsins í átt til jafnréttis. Það er eins og við manninn mælt, konurnar mæta í hreingerninguna þegar drullan er orðin yfirgengileg. Vanda ákvað að sitja aðeins í eitt kjörtímabil og hættan er sú að þetta kjörtímabil verði frávik frá því sem telst eðlilegt í heimi KSÍ,“ skrifar Drífa. Í valdatíð Vöndu hefur stjórn KSÍ núna meðal annars markað þá stefnu að þegar mál einstaklinga eru til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi og/eða samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs, vegna meintra alvarlegra brota, skuli viðkomandi stíga til hliðar í hlutverki sínu hjá KSÍ á meðan meðferð máls stendur yfir. Þetta gildir jafnt um leikmenn, dómara, þjálfara, forystumenn, starfsmenn og aðra þá sem eru innan KSÍ. Óbærilegt ef allt verður eins og áður Drífa segir brýnt að KSÍ, sem sé stór stærð í íslensku samfélagi, taki á ofbeldismálum og karlrembu. „Sem talsfólk brotaþola, þekkjandi alvarlegar afleiðingar kynferðisbrota bæði af hendi fótboltamanna og annarra þá förum við fram á að þeir sem eru í kjöri til forystu KSÍ geri sér grein fyrir afleiðingum kynferðisbrota, geri grein fyrir því hvernig öryggi og rými verði tryggt, hvernig stutt verði við brotaþola og hvernig ofbeldismenn þurfti að taka afleiðingum gjörða sinna. Það er óbærilegt ef barátta hugrakkra brotaþola gegn ofurefli frægðar og vinsælda verður til lítils og allt verður eins og áður. Það má ekki gerast og konur, stúlkur og þau sem láta sig athafnafrelsi og jafnrétti varða eiga heimtingu á að fá vissu fyrir því að nú séu runnir upp nýir tímar!“ Á undanförnum árum hafa Kolbeinn Sigþórsson, Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson og Albert Guðmundsson allir þurft að víkja úr íslenska landsliðinu vegna gruns um lögbrot. Engu þeirra mála hefur þó lokið með dómi og hafa Aron og Gylfi báðir snúið aftur í landsliðið. Kolbeinn er hættur en mál Alberts er enn á borði héraðssaksóknara sem tekur ákvörðun um ákæru. „Ótrúlega hátt“ kæruhlutfall Drífa segir „ótrúlega hátt“ hlutfall landsliðsmanna í fótbolta hafa verið kærðir, fleiri en í öðrum íþróttagreinum og fleiri en gangi og gerist í samfélaginu í heild. „Það er því rökrétt að í stafni KSÍ þurfi að vera fólk sem er treyst fyrir réttlátri málsmeðferð með þolendavænni nálgun. Það er krafa okkar, fyrir hönd brotaþola, að málum verði ekki sópað undir teppið um helgina eða í framtíðinni og það hlýtur að vera krafa foreldra, barna og annarra sem vilja njóta þess að æfa íþróttina, fylgjast með af hliðarlínunni og líta upp til raunverulegra fótboltahetja,“ skrifar Drífa en grein hennar má finna hér. KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir KSÍ vissi af fjórum málum | Guðni fékk tilkynningu frá starfsmanni KSÍ um kynferðisofbeldi Úttektarnefnd ÍSÍ, sem var falið að fjalla um frammistöðu KSÍ í málum tengdum kynferðisofbeldi, skilaði sinni skýrslu í dag. Þar segir meðal annars að nefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu að innan KSÍ hafi verið vitneskja um alls fjórar frásagnir um að leikmenn eða aðrir tengdir sambandinu hafi beitt kynbundnu eða kynferðislegu ofbeldi. 7. desember 2021 14:23 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjá meira
Vanda Sigurgeirsdóttir ákvað í vetur að hætta sem formaður KSÍ á ársþinginu sem fram undan er um helgina. Þrír menn sækjast eftir því að taka við af henni, þeir Vignir Már Þormóðsson, Þorvaldur Örlygsson og Guðni Bergsson. Guðni, Þorvaldur og Vignir verða allir gestir í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi klukkan 14. Eins og Drífa bendir á í grein sinni neyddist Guðni til að segja af sér árið 2021, líkt og öll stjórn KSÍ í kjölfarið, eftir ásakanir um þöggun varðandi kynferðisofbeldi landsliðsmanna. Samkvæmt niðurstöðu úttektarnefndar ÍSÍ, sem birt var svo í lok árs 2021, veitti Guðni fjölmiðlum og almenningi villandi upplýsingar um vitneskju KSÍ af frásögnum um ofbeldismál leikmanna, þegar hann var með á sínu borði tilkynningu frá starfsmanni sambandsins um alvarlegt kynferðisofbeldi gagnvart tengdadóttur starfsmannsins. „Konurnar mæta í hreingerninguna þegar drullan er orðin yfirgengileg“ „Þegar ofbeldisverk voru afhjúpuð var stokkið í vörn, þolendur eða talsfólk þeirra sagt ljúga og reynt að villa um í umræðunni. Guðni kemur fram í Kastljósi og segir engar tilkynningar um ofbeldi hafa komið inn á borð sambandsins síðan hann tók við sem formaður 2017 en í framhaldinu steig fram brotaþoli og sagði þetta ekki rétt. Mikilvægara var að vernda og verja ofbeldismenn en brotaþola. Eftir afsögn Guðna tók Vanda Sigurgeirsdóttir við sem formaður og innleiddi ýmsar breytingar á stefnum sambandsins í átt til jafnréttis. Það er eins og við manninn mælt, konurnar mæta í hreingerninguna þegar drullan er orðin yfirgengileg. Vanda ákvað að sitja aðeins í eitt kjörtímabil og hættan er sú að þetta kjörtímabil verði frávik frá því sem telst eðlilegt í heimi KSÍ,“ skrifar Drífa. Í valdatíð Vöndu hefur stjórn KSÍ núna meðal annars markað þá stefnu að þegar mál einstaklinga eru til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi og/eða samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs, vegna meintra alvarlegra brota, skuli viðkomandi stíga til hliðar í hlutverki sínu hjá KSÍ á meðan meðferð máls stendur yfir. Þetta gildir jafnt um leikmenn, dómara, þjálfara, forystumenn, starfsmenn og aðra þá sem eru innan KSÍ. Óbærilegt ef allt verður eins og áður Drífa segir brýnt að KSÍ, sem sé stór stærð í íslensku samfélagi, taki á ofbeldismálum og karlrembu. „Sem talsfólk brotaþola, þekkjandi alvarlegar afleiðingar kynferðisbrota bæði af hendi fótboltamanna og annarra þá förum við fram á að þeir sem eru í kjöri til forystu KSÍ geri sér grein fyrir afleiðingum kynferðisbrota, geri grein fyrir því hvernig öryggi og rými verði tryggt, hvernig stutt verði við brotaþola og hvernig ofbeldismenn þurfti að taka afleiðingum gjörða sinna. Það er óbærilegt ef barátta hugrakkra brotaþola gegn ofurefli frægðar og vinsælda verður til lítils og allt verður eins og áður. Það má ekki gerast og konur, stúlkur og þau sem láta sig athafnafrelsi og jafnrétti varða eiga heimtingu á að fá vissu fyrir því að nú séu runnir upp nýir tímar!“ Á undanförnum árum hafa Kolbeinn Sigþórsson, Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson og Albert Guðmundsson allir þurft að víkja úr íslenska landsliðinu vegna gruns um lögbrot. Engu þeirra mála hefur þó lokið með dómi og hafa Aron og Gylfi báðir snúið aftur í landsliðið. Kolbeinn er hættur en mál Alberts er enn á borði héraðssaksóknara sem tekur ákvörðun um ákæru. „Ótrúlega hátt“ kæruhlutfall Drífa segir „ótrúlega hátt“ hlutfall landsliðsmanna í fótbolta hafa verið kærðir, fleiri en í öðrum íþróttagreinum og fleiri en gangi og gerist í samfélaginu í heild. „Það er því rökrétt að í stafni KSÍ þurfi að vera fólk sem er treyst fyrir réttlátri málsmeðferð með þolendavænni nálgun. Það er krafa okkar, fyrir hönd brotaþola, að málum verði ekki sópað undir teppið um helgina eða í framtíðinni og það hlýtur að vera krafa foreldra, barna og annarra sem vilja njóta þess að æfa íþróttina, fylgjast með af hliðarlínunni og líta upp til raunverulegra fótboltahetja,“ skrifar Drífa en grein hennar má finna hér.
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir KSÍ vissi af fjórum málum | Guðni fékk tilkynningu frá starfsmanni KSÍ um kynferðisofbeldi Úttektarnefnd ÍSÍ, sem var falið að fjalla um frammistöðu KSÍ í málum tengdum kynferðisofbeldi, skilaði sinni skýrslu í dag. Þar segir meðal annars að nefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu að innan KSÍ hafi verið vitneskja um alls fjórar frásagnir um að leikmenn eða aðrir tengdir sambandinu hafi beitt kynbundnu eða kynferðislegu ofbeldi. 7. desember 2021 14:23 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjá meira
KSÍ vissi af fjórum málum | Guðni fékk tilkynningu frá starfsmanni KSÍ um kynferðisofbeldi Úttektarnefnd ÍSÍ, sem var falið að fjalla um frammistöðu KSÍ í málum tengdum kynferðisofbeldi, skilaði sinni skýrslu í dag. Þar segir meðal annars að nefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu að innan KSÍ hafi verið vitneskja um alls fjórar frásagnir um að leikmenn eða aðrir tengdir sambandinu hafi beitt kynbundnu eða kynferðislegu ofbeldi. 7. desember 2021 14:23