Messi vippaði yfir meiddan mann Sindri Sverrisson skrifar 22. febrúar 2024 07:31 Lionel Messi og félagar í Inter Miami hófu leiktíðina á sigri. Getty/Megan Briggs Lionel Messi var í sviðsljósinu þegar Inter Miami hóf nýja leiktíð í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta á því að vinna 2-0 sigur gegn Real Salt Lake í gærkvöld. Messi lagði upp fyrra mark leiksins fyrir Robert Taylor á 39. mínútu, þó að Zac MacMath væri reyndar afar nálægt því að verja skotið úr þröngu færi. The first goal of the 2024 MLS season belongs to Robert Taylor Lionel Messi plays Taylor through Real Salt Lake's defense and the Finnish forward squeezes one past Zac MacMath. @MLS pic.twitter.com/l6qk7UXpXB— The Athletic Soccer (@TheAthleticSCCR) February 22, 2024 Gömlu Barcelona-samherjarnir Messi og Luis Suárez hjálpuðust svo að við að leggja upp seinna markið fyrir Diego Gomez tæpum tíu mínútum fyrir leikslok. Dynamic combination from Messi and Suárez sets up Inter Miami's second goal, finished by Diego Gómez #beINSPORTS Via: @MLS pic.twitter.com/nBo7xtaNyk— beIN SPORTS USA (@beINSPORTSUSA) February 22, 2024 Það sem vakti hins vegar ekki síður athygli er þegar hinn 36 ára Messi sýndi töfrana í tánum undir lok fyrri hálfleiks, og vippaði boltanum snyrtilega yfir leikmann sem lá í vítateigsboga Real Salt Lake. Skotið sem á eftir fylgdi fór hins vegar beint í varnarmann eins og sjá má. Messi really chipped a player who was down injured pic.twitter.com/BN3fpsDjxy— B/R Football (@brfootball) February 22, 2024 Koma Messi til Miami síðasta sumar vakti auðvitað mikla athygli og hann vann norður-ameríska deildabikarinn með liðinu, en gengið í MLS-deildinni var afar dapurt og Inter Miami endaði í 14. og næstneðsta sæti, langt frá úrslitakeppninni. Nú hefur hinn 37 ára gamli Suárez bæst í hópinn, sem og þeir Sergio Busquets og Jordi Alba, sem allir léku með Barcelona líkt og Messi, og liðið því orðið að meistarakandídötum. David Beckham er einn af eigendum Inter Miami og næsti leikur liðsins er gegn gamla félaginu hans, LA Galaxy, á útivelli á sunnudaginn. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Messi lagði upp fyrra mark leiksins fyrir Robert Taylor á 39. mínútu, þó að Zac MacMath væri reyndar afar nálægt því að verja skotið úr þröngu færi. The first goal of the 2024 MLS season belongs to Robert Taylor Lionel Messi plays Taylor through Real Salt Lake's defense and the Finnish forward squeezes one past Zac MacMath. @MLS pic.twitter.com/l6qk7UXpXB— The Athletic Soccer (@TheAthleticSCCR) February 22, 2024 Gömlu Barcelona-samherjarnir Messi og Luis Suárez hjálpuðust svo að við að leggja upp seinna markið fyrir Diego Gomez tæpum tíu mínútum fyrir leikslok. Dynamic combination from Messi and Suárez sets up Inter Miami's second goal, finished by Diego Gómez #beINSPORTS Via: @MLS pic.twitter.com/nBo7xtaNyk— beIN SPORTS USA (@beINSPORTSUSA) February 22, 2024 Það sem vakti hins vegar ekki síður athygli er þegar hinn 36 ára Messi sýndi töfrana í tánum undir lok fyrri hálfleiks, og vippaði boltanum snyrtilega yfir leikmann sem lá í vítateigsboga Real Salt Lake. Skotið sem á eftir fylgdi fór hins vegar beint í varnarmann eins og sjá má. Messi really chipped a player who was down injured pic.twitter.com/BN3fpsDjxy— B/R Football (@brfootball) February 22, 2024 Koma Messi til Miami síðasta sumar vakti auðvitað mikla athygli og hann vann norður-ameríska deildabikarinn með liðinu, en gengið í MLS-deildinni var afar dapurt og Inter Miami endaði í 14. og næstneðsta sæti, langt frá úrslitakeppninni. Nú hefur hinn 37 ára gamli Suárez bæst í hópinn, sem og þeir Sergio Busquets og Jordi Alba, sem allir léku með Barcelona líkt og Messi, og liðið því orðið að meistarakandídötum. David Beckham er einn af eigendum Inter Miami og næsti leikur liðsins er gegn gamla félaginu hans, LA Galaxy, á útivelli á sunnudaginn.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira