Xavi: Vitum ekki við hverju á að búast Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. febrúar 2024 07:30 Xavi tilkynnti sjálfur í lok janúar að hann myndi segja af sér að tímabilinu loknu. Liðið hefur ekki tapað í fjórum leikjum síðan þá. Ion Alcoba Beitia/Getty Images Napoli tekur á móti Barcelona í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Napoli skipti um þjálfara á mánudag, í annað sinn á tímabilinu. Xavi Hernandez, þjálfari Barcelona, sagðist ekki vita hvernig ætti að skipuleggja liðið fyrir leikinn. Ítalinn Francesco Calzona, sem þjálfar einnig slóvakíska landsliðið, tók við taumunum út tímabilið hjá Napoli á mánudag eftir brottrekstur Walter Mazzarri. Napoli náði einni æfingu í gær undir stjórn Calzona, hann stýrir liðinu svo í fyrsta sinn í kvöld gegn Barcelona. „Við erum bjartsýnir og vongóðir fyrir morgundaginn. Eigum von á hörkuleik gegn liði sem vill standa sig vel undir nýjum þjálfara. Það er ekki auðvelt að undirbúa sig fyrir svona leik og sérstaklega í ljósi þess að Napoli skipti þjálfaranum sínum út degi fyrir leik. Við vitum ekki við hverju á að búast“ sagði Xavi á blaðamannafundi í gærkvöldi. Þrátt fyrir óreiðuna og erfiðleika Napoli á þessu tímabili sagði Xavi ekki rétt að líta á Barcelona sem líklegra liðið til sigurs og benti á hætturnar sem byggju í fremstu línu heimamanna. „Þetta er 50/50, við sjáum bara hvernig leikurinn fer. Það sem er öruggt í þessu er að við þurfum að hafa okkur alla við að verjast fremstu þremur mönnum þeirra [Victor Osimhen, Khvicha Kvaratskhelia og Matteo Politano], þetta eru allt leikmenn sem geta breytt leikjum.“ Leikur Napoli og Barcelona verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19:50. Að leik loknum fara Meistaradeildarmörkin svo yfir allar viðureignir vikunnar. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Tengdar fréttir Xavi yfirgefur Barcelona í sumar Xavi, þjálfari Barcelona í La Liga - spænsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, mun yfirgefa félagið að leiktíðinni lokinni. 27. janúar 2024 21:10 Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael | Mikil undiralda en Norðmenn í góðri stöðu Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Sjá meira
Ítalinn Francesco Calzona, sem þjálfar einnig slóvakíska landsliðið, tók við taumunum út tímabilið hjá Napoli á mánudag eftir brottrekstur Walter Mazzarri. Napoli náði einni æfingu í gær undir stjórn Calzona, hann stýrir liðinu svo í fyrsta sinn í kvöld gegn Barcelona. „Við erum bjartsýnir og vongóðir fyrir morgundaginn. Eigum von á hörkuleik gegn liði sem vill standa sig vel undir nýjum þjálfara. Það er ekki auðvelt að undirbúa sig fyrir svona leik og sérstaklega í ljósi þess að Napoli skipti þjálfaranum sínum út degi fyrir leik. Við vitum ekki við hverju á að búast“ sagði Xavi á blaðamannafundi í gærkvöldi. Þrátt fyrir óreiðuna og erfiðleika Napoli á þessu tímabili sagði Xavi ekki rétt að líta á Barcelona sem líklegra liðið til sigurs og benti á hætturnar sem byggju í fremstu línu heimamanna. „Þetta er 50/50, við sjáum bara hvernig leikurinn fer. Það sem er öruggt í þessu er að við þurfum að hafa okkur alla við að verjast fremstu þremur mönnum þeirra [Victor Osimhen, Khvicha Kvaratskhelia og Matteo Politano], þetta eru allt leikmenn sem geta breytt leikjum.“ Leikur Napoli og Barcelona verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19:50. Að leik loknum fara Meistaradeildarmörkin svo yfir allar viðureignir vikunnar.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Tengdar fréttir Xavi yfirgefur Barcelona í sumar Xavi, þjálfari Barcelona í La Liga - spænsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, mun yfirgefa félagið að leiktíðinni lokinni. 27. janúar 2024 21:10 Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael | Mikil undiralda en Norðmenn í góðri stöðu Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Sjá meira
Xavi yfirgefur Barcelona í sumar Xavi, þjálfari Barcelona í La Liga - spænsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, mun yfirgefa félagið að leiktíðinni lokinni. 27. janúar 2024 21:10