Ye þakkaði stuðningsmönnum Inter fyrir sig og sá liðið vinna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. febrúar 2024 23:32 Rapparinn Ye fékk nokkra vel valda stuðningsmenn Inter til að syngja inn á nýjustu plötuna sína, Vultures1. Hann var svo mættur á leik liðsins gegn Atlético Madrid í kvöld. Hvort hann hafi séð leikinn vel með þessa grímu skal látið ósagt. Stefano Guidi/Getty Images Bandaríski rapparinn Kanye West, eða Ye, var meðal áhorfenda á San Siro er Inter tók á móti Atlético Madrid í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Ye vakti mikla athygli er hann gekk inn á leikvanginn með fylgdarliði sínu, klæddur í svarta grímu sem huldi andlit hans algjörlega. Rapparinn umdeildi gerði sér þó ekki ferð til Ítalíu sérstaklega til þess að fylgjast með viðureign Inter og Atlético Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hann verður með tónleika í borginni Bologna á laugardag og tók krók á leið sinni til að fylgjast með leiknum. Ye gaf út plötu á dögunum sem ber nafnið Vultures1. Vera bandaríska rapparans Kanye West á leik í Meistaradeild Evrópu myndi líklega alla jafna ekki rata á íslenska íþróttamiðla, nema fyrir þær sakir að hluti af blóðheitustu stuðningsmönnum Inter, svokölluðum „Ultras,“ sungu inn á plötu rapparans. Inter ultras from the Curva Nord section of their stadium have received a song credit on Kanye West's latest album, ‘Vultures 1’, with Ty Dolla Sign. A choir made up of Nerazzurri followers features on the tracks ‘Stars’ and ‘Carnival’. Kanye, watching the UCL game tonight.… pic.twitter.com/1OcfJoILOd— EuroFoot (@eurofootcom) February 20, 2024 Heyra má í stuðningsmönnum Inter í tveimur lögum rapparans á plötunni, sem bera nöfnin Stars og Carnival. Platan kom út fyrir tíu dögum síðan og er síðarnefnda lagið, Carnival, mest spilaða lag plötunnar með rétt tæplega fimmtíu milljónir spilanna á tónlistarveitunni Spotify þegar þetta er ritað. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tónlist Tengdar fréttir Inter fer með forystuna til Spánar Internazionale, toppliðið á Ítalíu, vann sterkan 1-0 sigur er liðið tók á móti Atletico Madrid, liðinu í fjórða sæti á Spáni, í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 20. febrúar 2024 21:55 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Sjá meira
Ye vakti mikla athygli er hann gekk inn á leikvanginn með fylgdarliði sínu, klæddur í svarta grímu sem huldi andlit hans algjörlega. Rapparinn umdeildi gerði sér þó ekki ferð til Ítalíu sérstaklega til þess að fylgjast með viðureign Inter og Atlético Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hann verður með tónleika í borginni Bologna á laugardag og tók krók á leið sinni til að fylgjast með leiknum. Ye gaf út plötu á dögunum sem ber nafnið Vultures1. Vera bandaríska rapparans Kanye West á leik í Meistaradeild Evrópu myndi líklega alla jafna ekki rata á íslenska íþróttamiðla, nema fyrir þær sakir að hluti af blóðheitustu stuðningsmönnum Inter, svokölluðum „Ultras,“ sungu inn á plötu rapparans. Inter ultras from the Curva Nord section of their stadium have received a song credit on Kanye West's latest album, ‘Vultures 1’, with Ty Dolla Sign. A choir made up of Nerazzurri followers features on the tracks ‘Stars’ and ‘Carnival’. Kanye, watching the UCL game tonight.… pic.twitter.com/1OcfJoILOd— EuroFoot (@eurofootcom) February 20, 2024 Heyra má í stuðningsmönnum Inter í tveimur lögum rapparans á plötunni, sem bera nöfnin Stars og Carnival. Platan kom út fyrir tíu dögum síðan og er síðarnefnda lagið, Carnival, mest spilaða lag plötunnar með rétt tæplega fimmtíu milljónir spilanna á tónlistarveitunni Spotify þegar þetta er ritað.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tónlist Tengdar fréttir Inter fer með forystuna til Spánar Internazionale, toppliðið á Ítalíu, vann sterkan 1-0 sigur er liðið tók á móti Atletico Madrid, liðinu í fjórða sæti á Spáni, í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 20. febrúar 2024 21:55 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Sjá meira
Inter fer með forystuna til Spánar Internazionale, toppliðið á Ítalíu, vann sterkan 1-0 sigur er liðið tók á móti Atletico Madrid, liðinu í fjórða sæti á Spáni, í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 20. febrúar 2024 21:55