Frjálst að reka Jóhann úr landsliðinu vegna kynferðisbrots og hótana Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. febrúar 2024 11:36 Jóhann Rúnar Skúlason knapi berst fyrir sæti sínu í íslenska landsliðinu. Rut Sigurðardóttir Ákvörðun Landsambands hestamannafélaga um að víkja Jóhanni Rúnari Skúlasyni knapa úr landsliði Íslands í hestaíþróttum stendur. Hann á aftur á móti skýlausan rétt á að vita hve lengi eigi að útiloka hann frá landsliðinu. Þetta kemur fram í dómi Dómstóls Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem kvað upp dóm sinn í liðinni viku. Deilan snýst um ákvörðun Landsambands hestamannafélaga að víkja Jóhanni úr landsliðinu í október 2021. Ákvörðunin var samþykkt einróma í stjórn sambandsins, borin undir laganefnd og landsliðsnefnd. Hún var kynnt Jóhanni símleiðis daginn eftir og tilkynning birt á heimasíðu sambandsins. Sambandið byggði ákvörðun sína á því að Jóhann hefði árið 1994 hlotið dóm fyrir kynferðisbrot gagnvart ólögráða einstaklingi, hlotið dóm í Danmörku fyrir refsiverða háttsemi og auk þess hafi fólk sem starfar innan sambandsins mátt sæta hótunum, áreiti og annarri óforsvaranlegri háttsemi Jóhanns, bæði fyrir og eftir ákvörðun sambandsins. Jóhann taldi verið að refsa honum umfram refsingu sem hann hafði þegar afplánað vegna dóms frá árinu 1994. Þá hefði ákvörðunin mikil áhrif á atvinnumöguleika hans. Augljóst væri að metoo-byltingin hefði ráðið ákvörðun sambandsins. Hann spurði í viðtali við Vísi árið 2021 hvort maður ætti aldrei afturkvæmt, eftir að hafa gert mistök. Þann 23. maí eða tæpum tveimur árum síðar krafðist Jóhann að ákvörðunin yrði afturkölluð og hann tekinn inn í landsliðið að nýju. Tæpum mánuði síðar hafnaði sambandið að afturkalla fyrri ákvörðun svo Jóhann höfðaði mál fyrir dómstólnum. Jóhann varð heimsmeistari árið 2019 og taldi sig eiga rétt á sæti í landsliðinu samkvæmt reglum Alþjóðasamtaka íslenska hestsins sem ríkjandi heimsmeistari. Þá þótti Landsambandi hestamannafélaga skandall að Jóhann væri ekki á meðal tíu efstu í kjöri íþróttamanns ársins. Landsambandið byggði ákvörðun sína árið 2021 um brottvikningu úr landsliðinu á lögum um að óheimilt væri að ráða fólk með kynferðisbrot á bakinu til starfa í hreyfinguna. Auk þess að sérhver fulltrúi sem komi fram sem fulltrúi Alþjóðasamtaka íslenska hestsins á opinberum vettvangi skuli hljóta varanlega brottvikningu hljóti hann dóm vegna ofbeldis- eða kynferðisbrots. Dómstóllinn horfði til þess að svipting réttar til að gegna trúnaðarstörfum innan íþróttahreyfingar hafi ekki í för með sér missi almenns félagsréttinda eða keppnisréttinda. Ákvæði um fulltrúa sem gegni trúnaðarstörfum eigi ekki við um knapa frekar en aðra íþróttaiðkendur. Refsidómar líkt og þeir sem Jóhann hlaut geti haft í för með sér útilokun frá keppni samkvæmt lögum ÍSÍ. Þá þurfi að taka afstöðu til þess hvort háttsemi Jóhanns um hótanir og áreiti gagnvart fólki innan sambandsins falli undir ákvæði sömu laga ÍSÍ. Dómstóllinn taldi ofangreinda háttsemi Jóhanns þess eðlis að hún útilokaði hann frá þátttöku í keppnum. Var kröfu hans um að fella úr gildi ákvörðun stjórnar sambandsins að víkja honum úr landsliðinu hafnað. Þó ætti Jóhann skýra kröfu um tímalengd útilokunar sinnar frá landsliðinu. Hestaíþróttir ÍSÍ Tengdar fréttir Segir Konráð hafa verið látinn fjúka fyrir að mæta í röngum buxum Óskar Sæberg, lögfræðingur og talsmaður Konráðs Vals Sveinssonar, heimsmeistara í hestaíþróttum, segir að Konráði hafi verið vikið úr landsliðshópi Landssambands hestamanna fyrir að koma í röngum buxum á mót og mæta seint á liðsfund. 24. júní 2023 23:49 Tveir knapar reknir úr landsliðshópnum Tveir knapar, Jóhann Rúnar Skúlason og Konráð Valur Sveinsson, hafa verið reknir úr íslenska landsliðshópnum í hestaíþróttum. Að sögn formanns Landssambands hestamanna gæti Konráð, sem er ríkjandi heimsmeistari, átt afturkvæmt bæti hann hegðun sína. 24. júní 2023 13:38 Segir rangt að hann hafi verið dæmdur fyrir nauðgun Jóhann Rúnar Skúlason, sem var rekinn úr landsliðinu í hestaíþróttum vegna dóms sem hann hlaut fyrir alvarlegt kynferðisofbeldi, segir það rangt að hann hafi verið sakfelldur fyrir nauðgun. Hann hafi verið dæmdur sekur fyrir að hafa samræði við barn yngri en fimmtán ára. 3. nóvember 2021 00:09 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Sjá meira
Þetta kemur fram í dómi Dómstóls Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem kvað upp dóm sinn í liðinni viku. Deilan snýst um ákvörðun Landsambands hestamannafélaga að víkja Jóhanni úr landsliðinu í október 2021. Ákvörðunin var samþykkt einróma í stjórn sambandsins, borin undir laganefnd og landsliðsnefnd. Hún var kynnt Jóhanni símleiðis daginn eftir og tilkynning birt á heimasíðu sambandsins. Sambandið byggði ákvörðun sína á því að Jóhann hefði árið 1994 hlotið dóm fyrir kynferðisbrot gagnvart ólögráða einstaklingi, hlotið dóm í Danmörku fyrir refsiverða háttsemi og auk þess hafi fólk sem starfar innan sambandsins mátt sæta hótunum, áreiti og annarri óforsvaranlegri háttsemi Jóhanns, bæði fyrir og eftir ákvörðun sambandsins. Jóhann taldi verið að refsa honum umfram refsingu sem hann hafði þegar afplánað vegna dóms frá árinu 1994. Þá hefði ákvörðunin mikil áhrif á atvinnumöguleika hans. Augljóst væri að metoo-byltingin hefði ráðið ákvörðun sambandsins. Hann spurði í viðtali við Vísi árið 2021 hvort maður ætti aldrei afturkvæmt, eftir að hafa gert mistök. Þann 23. maí eða tæpum tveimur árum síðar krafðist Jóhann að ákvörðunin yrði afturkölluð og hann tekinn inn í landsliðið að nýju. Tæpum mánuði síðar hafnaði sambandið að afturkalla fyrri ákvörðun svo Jóhann höfðaði mál fyrir dómstólnum. Jóhann varð heimsmeistari árið 2019 og taldi sig eiga rétt á sæti í landsliðinu samkvæmt reglum Alþjóðasamtaka íslenska hestsins sem ríkjandi heimsmeistari. Þá þótti Landsambandi hestamannafélaga skandall að Jóhann væri ekki á meðal tíu efstu í kjöri íþróttamanns ársins. Landsambandið byggði ákvörðun sína árið 2021 um brottvikningu úr landsliðinu á lögum um að óheimilt væri að ráða fólk með kynferðisbrot á bakinu til starfa í hreyfinguna. Auk þess að sérhver fulltrúi sem komi fram sem fulltrúi Alþjóðasamtaka íslenska hestsins á opinberum vettvangi skuli hljóta varanlega brottvikningu hljóti hann dóm vegna ofbeldis- eða kynferðisbrots. Dómstóllinn horfði til þess að svipting réttar til að gegna trúnaðarstörfum innan íþróttahreyfingar hafi ekki í för með sér missi almenns félagsréttinda eða keppnisréttinda. Ákvæði um fulltrúa sem gegni trúnaðarstörfum eigi ekki við um knapa frekar en aðra íþróttaiðkendur. Refsidómar líkt og þeir sem Jóhann hlaut geti haft í för með sér útilokun frá keppni samkvæmt lögum ÍSÍ. Þá þurfi að taka afstöðu til þess hvort háttsemi Jóhanns um hótanir og áreiti gagnvart fólki innan sambandsins falli undir ákvæði sömu laga ÍSÍ. Dómstóllinn taldi ofangreinda háttsemi Jóhanns þess eðlis að hún útilokaði hann frá þátttöku í keppnum. Var kröfu hans um að fella úr gildi ákvörðun stjórnar sambandsins að víkja honum úr landsliðinu hafnað. Þó ætti Jóhann skýra kröfu um tímalengd útilokunar sinnar frá landsliðinu.
Hestaíþróttir ÍSÍ Tengdar fréttir Segir Konráð hafa verið látinn fjúka fyrir að mæta í röngum buxum Óskar Sæberg, lögfræðingur og talsmaður Konráðs Vals Sveinssonar, heimsmeistara í hestaíþróttum, segir að Konráði hafi verið vikið úr landsliðshópi Landssambands hestamanna fyrir að koma í röngum buxum á mót og mæta seint á liðsfund. 24. júní 2023 23:49 Tveir knapar reknir úr landsliðshópnum Tveir knapar, Jóhann Rúnar Skúlason og Konráð Valur Sveinsson, hafa verið reknir úr íslenska landsliðshópnum í hestaíþróttum. Að sögn formanns Landssambands hestamanna gæti Konráð, sem er ríkjandi heimsmeistari, átt afturkvæmt bæti hann hegðun sína. 24. júní 2023 13:38 Segir rangt að hann hafi verið dæmdur fyrir nauðgun Jóhann Rúnar Skúlason, sem var rekinn úr landsliðinu í hestaíþróttum vegna dóms sem hann hlaut fyrir alvarlegt kynferðisofbeldi, segir það rangt að hann hafi verið sakfelldur fyrir nauðgun. Hann hafi verið dæmdur sekur fyrir að hafa samræði við barn yngri en fimmtán ára. 3. nóvember 2021 00:09 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Sjá meira
Segir Konráð hafa verið látinn fjúka fyrir að mæta í röngum buxum Óskar Sæberg, lögfræðingur og talsmaður Konráðs Vals Sveinssonar, heimsmeistara í hestaíþróttum, segir að Konráði hafi verið vikið úr landsliðshópi Landssambands hestamanna fyrir að koma í röngum buxum á mót og mæta seint á liðsfund. 24. júní 2023 23:49
Tveir knapar reknir úr landsliðshópnum Tveir knapar, Jóhann Rúnar Skúlason og Konráð Valur Sveinsson, hafa verið reknir úr íslenska landsliðshópnum í hestaíþróttum. Að sögn formanns Landssambands hestamanna gæti Konráð, sem er ríkjandi heimsmeistari, átt afturkvæmt bæti hann hegðun sína. 24. júní 2023 13:38
Segir rangt að hann hafi verið dæmdur fyrir nauðgun Jóhann Rúnar Skúlason, sem var rekinn úr landsliðinu í hestaíþróttum vegna dóms sem hann hlaut fyrir alvarlegt kynferðisofbeldi, segir það rangt að hann hafi verið sakfelldur fyrir nauðgun. Hann hafi verið dæmdur sekur fyrir að hafa samræði við barn yngri en fimmtán ára. 3. nóvember 2021 00:09