Aftur að borðinu eftir viðræðuslit Sunna Sæmundsdóttir skrifar 20. febrúar 2024 11:10 Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Boðað hefur verið fundar hjá ríkissáttasemjara í fyrramálið. Vísir/Vilhelm Boðað hefur verið til fundar hjá breiðfylkingu stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í fyrramálið. Viðræðum var slitið fyrir tæpum tveimur vikum eða föstudaginn 9. febrúar og hafa samninganefndirnar ekki fundað síðan þrátt fyrir að óformleg samtöl hafi átt sér stað. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir Samtök atvinnulífsins hljóta að vera með nýtt útspil. „Ríkissáttasemjari hefur sagt að hann muni ekki boða til fundar nema hann sjái ástæðu til og að einhver breyting hafi átt sér stað, þannig ég met það svo að Samtök atvinnulífsins séu að koma eitthvað til baka,“ segir Ragnar. Viðræðurnar strönduðu á kröfum breiðfylkingarinnar um forsendur samninganna, það er að segja um áhrif þróunar verðbólgu og vaxta. Forysta Samtaka atvinnulífsins sagði forsenduákvæðin binda hendur Seðlabankans og hefta sjálfstæði hans en seðlabankastjóri hefur hins vegar síðar sagt að slík ákvæði skerði ekki sjálfstæði bankans. Heilmikið eftir Ragnar segir ýmislegt þegar hafa unnist en margt standa eftir. „Við þurfum að funda með sveitarfélögum ef við náum þessu áfram. Við gerum náttúrulega kröfu um að gjaldskrárhækkanir gangi til baka og sömuleiðis líka um að þær verði skilyrtar við ákveðin mörk. Við eigum eftir að funda með stjórnvöldum og sjá hver þeirra aðkoma verður. Síðan eru fjölmörg atriði sem enn eru óleyst á milli okkar og Samtaka atvinnulífsins,“ segir Ragnar. „Við erum komin upp einhverjar brekkur en það er heilmikið eftir og þess vegna skiptir mjög miklu máli að koma þessu af stað sem allra fyrst.“ Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira
Viðræðum var slitið fyrir tæpum tveimur vikum eða föstudaginn 9. febrúar og hafa samninganefndirnar ekki fundað síðan þrátt fyrir að óformleg samtöl hafi átt sér stað. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir Samtök atvinnulífsins hljóta að vera með nýtt útspil. „Ríkissáttasemjari hefur sagt að hann muni ekki boða til fundar nema hann sjái ástæðu til og að einhver breyting hafi átt sér stað, þannig ég met það svo að Samtök atvinnulífsins séu að koma eitthvað til baka,“ segir Ragnar. Viðræðurnar strönduðu á kröfum breiðfylkingarinnar um forsendur samninganna, það er að segja um áhrif þróunar verðbólgu og vaxta. Forysta Samtaka atvinnulífsins sagði forsenduákvæðin binda hendur Seðlabankans og hefta sjálfstæði hans en seðlabankastjóri hefur hins vegar síðar sagt að slík ákvæði skerði ekki sjálfstæði bankans. Heilmikið eftir Ragnar segir ýmislegt þegar hafa unnist en margt standa eftir. „Við þurfum að funda með sveitarfélögum ef við náum þessu áfram. Við gerum náttúrulega kröfu um að gjaldskrárhækkanir gangi til baka og sömuleiðis líka um að þær verði skilyrtar við ákveðin mörk. Við eigum eftir að funda með stjórnvöldum og sjá hver þeirra aðkoma verður. Síðan eru fjölmörg atriði sem enn eru óleyst á milli okkar og Samtaka atvinnulífsins,“ segir Ragnar. „Við erum komin upp einhverjar brekkur en það er heilmikið eftir og þess vegna skiptir mjög miklu máli að koma þessu af stað sem allra fyrst.“
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira