Björg fyrsta konan til að verða formaður Keflavíkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2024 10:31 Björg Hafsteinsdóttir, nýr formaður Keflavíkur, sést hér með fráfarandi formanni Einari Haraldssyni. Vísir/Garðar Björg Hafsteinsdóttir var í gær kjörin nýr formaður íþrótta- og ungmennafélags Keflavíkur. Þetta eru tímamót enda verður Björg fyrsta konan til að setjast í formannsstólinn hjá Keflavík. Hún tekur við starfinu af Einari Haraldssyni sem hefur verið formaður Keflavíkur frá árinu 1998 eða í 26 ár. Einar Haraldsson var áður varaformaður félagsins í fjögur ár og hefur því verið í forystu félagsins í þrjá áratugi. Björg hefur verið stjórnarmaður í félaginu undanfarin ár. Hún er ein besta körfuboltakonan í sögu Keflavíkur og besta þriggja stiga skytta sinnar kynslóðar. Björg var í fyrsta Íslandsmeistaraliði Keflavíkur í körfunni og varð alls sjö sinnum Íslandsmeistari og átta sinnum bikarmeistari með félaginu. Björg var kosin leikmaður ársins 1990 og var alls sex sinnum valin í úrvalslið ársins. Hún lék 196 leiki fyrir Keflavík í efstu deild og skoraði í þeim 2559 stig og 377 þriggja stiga körfur. Björg lék einnig knattspyrnu með Keflavík. Hún lék alls 33 landsleiki og átti mjög lengi metið yfir flestar þriggja stiga körfur í bæði efstu deild kvenna sem og hjá A-landsliðinu. Hún var valin í lið aldarinnar þegar það var valið árið 2000. Birgir Már Bragason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags, en því starfi hefur Einar einnig sinnt frá árinu 1999. Björg tók við sem formaður á fundinum en Birgir tekur við sem framkvæmdastjóri þegar Einar lætur af störfum 30. apríl. Keflavík ÍF Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
Þetta eru tímamót enda verður Björg fyrsta konan til að setjast í formannsstólinn hjá Keflavík. Hún tekur við starfinu af Einari Haraldssyni sem hefur verið formaður Keflavíkur frá árinu 1998 eða í 26 ár. Einar Haraldsson var áður varaformaður félagsins í fjögur ár og hefur því verið í forystu félagsins í þrjá áratugi. Björg hefur verið stjórnarmaður í félaginu undanfarin ár. Hún er ein besta körfuboltakonan í sögu Keflavíkur og besta þriggja stiga skytta sinnar kynslóðar. Björg var í fyrsta Íslandsmeistaraliði Keflavíkur í körfunni og varð alls sjö sinnum Íslandsmeistari og átta sinnum bikarmeistari með félaginu. Björg var kosin leikmaður ársins 1990 og var alls sex sinnum valin í úrvalslið ársins. Hún lék 196 leiki fyrir Keflavík í efstu deild og skoraði í þeim 2559 stig og 377 þriggja stiga körfur. Björg lék einnig knattspyrnu með Keflavík. Hún lék alls 33 landsleiki og átti mjög lengi metið yfir flestar þriggja stiga körfur í bæði efstu deild kvenna sem og hjá A-landsliðinu. Hún var valin í lið aldarinnar þegar það var valið árið 2000. Birgir Már Bragason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags, en því starfi hefur Einar einnig sinnt frá árinu 1999. Björg tók við sem formaður á fundinum en Birgir tekur við sem framkvæmdastjóri þegar Einar lætur af störfum 30. apríl.
Keflavík ÍF Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum