Björg fyrsta konan til að verða formaður Keflavíkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2024 10:31 Björg Hafsteinsdóttir, nýr formaður Keflavíkur, sést hér með fráfarandi formanni Einari Haraldssyni. Vísir/Garðar Björg Hafsteinsdóttir var í gær kjörin nýr formaður íþrótta- og ungmennafélags Keflavíkur. Þetta eru tímamót enda verður Björg fyrsta konan til að setjast í formannsstólinn hjá Keflavík. Hún tekur við starfinu af Einari Haraldssyni sem hefur verið formaður Keflavíkur frá árinu 1998 eða í 26 ár. Einar Haraldsson var áður varaformaður félagsins í fjögur ár og hefur því verið í forystu félagsins í þrjá áratugi. Björg hefur verið stjórnarmaður í félaginu undanfarin ár. Hún er ein besta körfuboltakonan í sögu Keflavíkur og besta þriggja stiga skytta sinnar kynslóðar. Björg var í fyrsta Íslandsmeistaraliði Keflavíkur í körfunni og varð alls sjö sinnum Íslandsmeistari og átta sinnum bikarmeistari með félaginu. Björg var kosin leikmaður ársins 1990 og var alls sex sinnum valin í úrvalslið ársins. Hún lék 196 leiki fyrir Keflavík í efstu deild og skoraði í þeim 2559 stig og 377 þriggja stiga körfur. Björg lék einnig knattspyrnu með Keflavík. Hún lék alls 33 landsleiki og átti mjög lengi metið yfir flestar þriggja stiga körfur í bæði efstu deild kvenna sem og hjá A-landsliðinu. Hún var valin í lið aldarinnar þegar það var valið árið 2000. Birgir Már Bragason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags, en því starfi hefur Einar einnig sinnt frá árinu 1999. Björg tók við sem formaður á fundinum en Birgir tekur við sem framkvæmdastjóri þegar Einar lætur af störfum 30. apríl. Keflavík ÍF Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af ölum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
Þetta eru tímamót enda verður Björg fyrsta konan til að setjast í formannsstólinn hjá Keflavík. Hún tekur við starfinu af Einari Haraldssyni sem hefur verið formaður Keflavíkur frá árinu 1998 eða í 26 ár. Einar Haraldsson var áður varaformaður félagsins í fjögur ár og hefur því verið í forystu félagsins í þrjá áratugi. Björg hefur verið stjórnarmaður í félaginu undanfarin ár. Hún er ein besta körfuboltakonan í sögu Keflavíkur og besta þriggja stiga skytta sinnar kynslóðar. Björg var í fyrsta Íslandsmeistaraliði Keflavíkur í körfunni og varð alls sjö sinnum Íslandsmeistari og átta sinnum bikarmeistari með félaginu. Björg var kosin leikmaður ársins 1990 og var alls sex sinnum valin í úrvalslið ársins. Hún lék 196 leiki fyrir Keflavík í efstu deild og skoraði í þeim 2559 stig og 377 þriggja stiga körfur. Björg lék einnig knattspyrnu með Keflavík. Hún lék alls 33 landsleiki og átti mjög lengi metið yfir flestar þriggja stiga körfur í bæði efstu deild kvenna sem og hjá A-landsliðinu. Hún var valin í lið aldarinnar þegar það var valið árið 2000. Birgir Már Bragason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags, en því starfi hefur Einar einnig sinnt frá árinu 1999. Björg tók við sem formaður á fundinum en Birgir tekur við sem framkvæmdastjóri þegar Einar lætur af störfum 30. apríl.
Keflavík ÍF Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af ölum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira