„Löngu tímabært að taka þetta skref“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 19. febrúar 2024 21:53 Lilja Alfreðsdóttir ræddi áform um Þjóðaróperu. vísir/vilhelm „Einhvern tímann þurftum við að taka þetta skref,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra um fyrirhugaða Þjóðaróperu. Lilja hefur verið gagnrýnd af forsvarsmönnum Íslensku óperunnar fyrir áformin. Í dag birtust í samráðsgátt stjórnvalda frumvarpsdrög Lilju Alfreðsdóttur menningarráðherra um stofnun Þjóðaróperu. Áformað er að Þjóðarópera taki til starfa innan Þjóðleikhússins og óskað eftir því að varanlegt fjármagn til óperustarfsemi aukist um 600 m.kr. í áföngum og verði samtals 800 m.kr. árlega að núvirði frá og með árinu 2028. Pétur J. Eiríksson stjórnarformaður Íslensku óperunnar gagnrýndi framkvæmdina í viðtali við Vísi fyrr í kvöld. Sagði hann meðal annars að ríkisstjórnin hafi ekki lagt til nægt fjármagn svo að hægt væri að halda starfi Íslensku óperunnar áfram þar til Þjóðarópera yrði stofnuð. Spurð út í þessi orð Péturs segir Lilja: „Menningar- og viðskiptaráðuneytið hefur verið í miklu og nánu samstarfi við Íslensku óperuna og lagt henni bæði fjármuni og faglegan stuðning á síðustu árum. Við höfum bæði stutt við uppsetningar og sér í lagi fyrirhugaða uppsetningu Daníels Bjarnasonar. Ég hefði viljað sjá það allt ganga eftir en við höfum sannarlega verið að styðja við Íslensku óperuna og óperustarf í landinu.“ Hún þakkar Íslensku óperunni samstarfið sem hafi gengið vel en nú séu nýir tímar framundan. „Við fórum bara að skipta framlögum öðruvísi upp. Framlag til óperustarfsemi hefur ekki minnkað eins og gefið er til kynna. Framlögin minnkuðu til Íslensku óperunnar því við vildum setja af stað Þjóðaróperu. Við þurftum líka að vera hagsýn og sýna fyrirhyggju svo þessi draumur gæti ræst. Listformið fái það súrefni sem það verðskuldar Lilja nefnir að samlegðaráhrif myndist við það að stofna óperuna innan Þjóðleikhússins. „Þetta er framsýnt en það er líka verið að nýta menningarinnviði sem eru til staðar. Það var löngu tímabært að taka þetta skref og þetta nýtur stuðnings hjá bæði óperusamfélaginu og sviðslistasamfélaginu. Við viljum vera með eina öfluga sviðslistastofnun, þar sem Þjóðleikhúsið, Þjóðarópera og Íslenski dansflokkurinn verður undir, að danskri fyrirmynd.“ Þjóðleikhúsið, Harpa og Hof verði nýtt til þess. Hún bætir við að aukningin verði í skrefum. „Einhvern tímann þurftum við að taka þetta skref til að þetta listform fengi það súrefni sem það verðskuldar. Sumir vilja að þetta sé sjálfstætt en það verður þá ekki eins burðugt. Ég tel að við séum með þessu að fá miklu meira fyrir það opinbera fé sem við setjum í þetta, en við ella hefðum fengið,“ segir Lilja. Íslenska óperan Menning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Tónlist Þjóðaróperan Tengdar fréttir Sundrung og samskiptaleysi hafa staðið Óperunni fyrir þrifum „Slysið er ef Íslenska óperan er lögð af vegna fjárskorts áður en framtíðin hefur verið mótuð og það myndast þarna eyða í starfseminni sem er mjög erfitt að brúa seinna, fá aftur þá áhorfendur sem eru vanir að koma á sýningar og venjast því að þær séu ekki til staðar.“ 5. október 2023 08:06 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Í dag birtust í samráðsgátt stjórnvalda frumvarpsdrög Lilju Alfreðsdóttur menningarráðherra um stofnun Þjóðaróperu. Áformað er að Þjóðarópera taki til starfa innan Þjóðleikhússins og óskað eftir því að varanlegt fjármagn til óperustarfsemi aukist um 600 m.kr. í áföngum og verði samtals 800 m.kr. árlega að núvirði frá og með árinu 2028. Pétur J. Eiríksson stjórnarformaður Íslensku óperunnar gagnrýndi framkvæmdina í viðtali við Vísi fyrr í kvöld. Sagði hann meðal annars að ríkisstjórnin hafi ekki lagt til nægt fjármagn svo að hægt væri að halda starfi Íslensku óperunnar áfram þar til Þjóðarópera yrði stofnuð. Spurð út í þessi orð Péturs segir Lilja: „Menningar- og viðskiptaráðuneytið hefur verið í miklu og nánu samstarfi við Íslensku óperuna og lagt henni bæði fjármuni og faglegan stuðning á síðustu árum. Við höfum bæði stutt við uppsetningar og sér í lagi fyrirhugaða uppsetningu Daníels Bjarnasonar. Ég hefði viljað sjá það allt ganga eftir en við höfum sannarlega verið að styðja við Íslensku óperuna og óperustarf í landinu.“ Hún þakkar Íslensku óperunni samstarfið sem hafi gengið vel en nú séu nýir tímar framundan. „Við fórum bara að skipta framlögum öðruvísi upp. Framlag til óperustarfsemi hefur ekki minnkað eins og gefið er til kynna. Framlögin minnkuðu til Íslensku óperunnar því við vildum setja af stað Þjóðaróperu. Við þurftum líka að vera hagsýn og sýna fyrirhyggju svo þessi draumur gæti ræst. Listformið fái það súrefni sem það verðskuldar Lilja nefnir að samlegðaráhrif myndist við það að stofna óperuna innan Þjóðleikhússins. „Þetta er framsýnt en það er líka verið að nýta menningarinnviði sem eru til staðar. Það var löngu tímabært að taka þetta skref og þetta nýtur stuðnings hjá bæði óperusamfélaginu og sviðslistasamfélaginu. Við viljum vera með eina öfluga sviðslistastofnun, þar sem Þjóðleikhúsið, Þjóðarópera og Íslenski dansflokkurinn verður undir, að danskri fyrirmynd.“ Þjóðleikhúsið, Harpa og Hof verði nýtt til þess. Hún bætir við að aukningin verði í skrefum. „Einhvern tímann þurftum við að taka þetta skref til að þetta listform fengi það súrefni sem það verðskuldar. Sumir vilja að þetta sé sjálfstætt en það verður þá ekki eins burðugt. Ég tel að við séum með þessu að fá miklu meira fyrir það opinbera fé sem við setjum í þetta, en við ella hefðum fengið,“ segir Lilja.
Íslenska óperan Menning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Tónlist Þjóðaróperan Tengdar fréttir Sundrung og samskiptaleysi hafa staðið Óperunni fyrir þrifum „Slysið er ef Íslenska óperan er lögð af vegna fjárskorts áður en framtíðin hefur verið mótuð og það myndast þarna eyða í starfseminni sem er mjög erfitt að brúa seinna, fá aftur þá áhorfendur sem eru vanir að koma á sýningar og venjast því að þær séu ekki til staðar.“ 5. október 2023 08:06 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Sundrung og samskiptaleysi hafa staðið Óperunni fyrir þrifum „Slysið er ef Íslenska óperan er lögð af vegna fjárskorts áður en framtíðin hefur verið mótuð og það myndast þarna eyða í starfseminni sem er mjög erfitt að brúa seinna, fá aftur þá áhorfendur sem eru vanir að koma á sýningar og venjast því að þær séu ekki til staðar.“ 5. október 2023 08:06