„Löngu tímabært að taka þetta skref“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 19. febrúar 2024 21:53 Lilja Alfreðsdóttir ræddi áform um Þjóðaróperu. vísir/vilhelm „Einhvern tímann þurftum við að taka þetta skref,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra um fyrirhugaða Þjóðaróperu. Lilja hefur verið gagnrýnd af forsvarsmönnum Íslensku óperunnar fyrir áformin. Í dag birtust í samráðsgátt stjórnvalda frumvarpsdrög Lilju Alfreðsdóttur menningarráðherra um stofnun Þjóðaróperu. Áformað er að Þjóðarópera taki til starfa innan Þjóðleikhússins og óskað eftir því að varanlegt fjármagn til óperustarfsemi aukist um 600 m.kr. í áföngum og verði samtals 800 m.kr. árlega að núvirði frá og með árinu 2028. Pétur J. Eiríksson stjórnarformaður Íslensku óperunnar gagnrýndi framkvæmdina í viðtali við Vísi fyrr í kvöld. Sagði hann meðal annars að ríkisstjórnin hafi ekki lagt til nægt fjármagn svo að hægt væri að halda starfi Íslensku óperunnar áfram þar til Þjóðarópera yrði stofnuð. Spurð út í þessi orð Péturs segir Lilja: „Menningar- og viðskiptaráðuneytið hefur verið í miklu og nánu samstarfi við Íslensku óperuna og lagt henni bæði fjármuni og faglegan stuðning á síðustu árum. Við höfum bæði stutt við uppsetningar og sér í lagi fyrirhugaða uppsetningu Daníels Bjarnasonar. Ég hefði viljað sjá það allt ganga eftir en við höfum sannarlega verið að styðja við Íslensku óperuna og óperustarf í landinu.“ Hún þakkar Íslensku óperunni samstarfið sem hafi gengið vel en nú séu nýir tímar framundan. „Við fórum bara að skipta framlögum öðruvísi upp. Framlag til óperustarfsemi hefur ekki minnkað eins og gefið er til kynna. Framlögin minnkuðu til Íslensku óperunnar því við vildum setja af stað Þjóðaróperu. Við þurftum líka að vera hagsýn og sýna fyrirhyggju svo þessi draumur gæti ræst. Listformið fái það súrefni sem það verðskuldar Lilja nefnir að samlegðaráhrif myndist við það að stofna óperuna innan Þjóðleikhússins. „Þetta er framsýnt en það er líka verið að nýta menningarinnviði sem eru til staðar. Það var löngu tímabært að taka þetta skref og þetta nýtur stuðnings hjá bæði óperusamfélaginu og sviðslistasamfélaginu. Við viljum vera með eina öfluga sviðslistastofnun, þar sem Þjóðleikhúsið, Þjóðarópera og Íslenski dansflokkurinn verður undir, að danskri fyrirmynd.“ Þjóðleikhúsið, Harpa og Hof verði nýtt til þess. Hún bætir við að aukningin verði í skrefum. „Einhvern tímann þurftum við að taka þetta skref til að þetta listform fengi það súrefni sem það verðskuldar. Sumir vilja að þetta sé sjálfstætt en það verður þá ekki eins burðugt. Ég tel að við séum með þessu að fá miklu meira fyrir það opinbera fé sem við setjum í þetta, en við ella hefðum fengið,“ segir Lilja. Íslenska óperan Menning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Tónlist Þjóðaróperan Tengdar fréttir Sundrung og samskiptaleysi hafa staðið Óperunni fyrir þrifum „Slysið er ef Íslenska óperan er lögð af vegna fjárskorts áður en framtíðin hefur verið mótuð og það myndast þarna eyða í starfseminni sem er mjög erfitt að brúa seinna, fá aftur þá áhorfendur sem eru vanir að koma á sýningar og venjast því að þær séu ekki til staðar.“ 5. október 2023 08:06 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Segir Ísland hafa burði til að geta orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Sjá meira
Í dag birtust í samráðsgátt stjórnvalda frumvarpsdrög Lilju Alfreðsdóttur menningarráðherra um stofnun Þjóðaróperu. Áformað er að Þjóðarópera taki til starfa innan Þjóðleikhússins og óskað eftir því að varanlegt fjármagn til óperustarfsemi aukist um 600 m.kr. í áföngum og verði samtals 800 m.kr. árlega að núvirði frá og með árinu 2028. Pétur J. Eiríksson stjórnarformaður Íslensku óperunnar gagnrýndi framkvæmdina í viðtali við Vísi fyrr í kvöld. Sagði hann meðal annars að ríkisstjórnin hafi ekki lagt til nægt fjármagn svo að hægt væri að halda starfi Íslensku óperunnar áfram þar til Þjóðarópera yrði stofnuð. Spurð út í þessi orð Péturs segir Lilja: „Menningar- og viðskiptaráðuneytið hefur verið í miklu og nánu samstarfi við Íslensku óperuna og lagt henni bæði fjármuni og faglegan stuðning á síðustu árum. Við höfum bæði stutt við uppsetningar og sér í lagi fyrirhugaða uppsetningu Daníels Bjarnasonar. Ég hefði viljað sjá það allt ganga eftir en við höfum sannarlega verið að styðja við Íslensku óperuna og óperustarf í landinu.“ Hún þakkar Íslensku óperunni samstarfið sem hafi gengið vel en nú séu nýir tímar framundan. „Við fórum bara að skipta framlögum öðruvísi upp. Framlag til óperustarfsemi hefur ekki minnkað eins og gefið er til kynna. Framlögin minnkuðu til Íslensku óperunnar því við vildum setja af stað Þjóðaróperu. Við þurftum líka að vera hagsýn og sýna fyrirhyggju svo þessi draumur gæti ræst. Listformið fái það súrefni sem það verðskuldar Lilja nefnir að samlegðaráhrif myndist við það að stofna óperuna innan Þjóðleikhússins. „Þetta er framsýnt en það er líka verið að nýta menningarinnviði sem eru til staðar. Það var löngu tímabært að taka þetta skref og þetta nýtur stuðnings hjá bæði óperusamfélaginu og sviðslistasamfélaginu. Við viljum vera með eina öfluga sviðslistastofnun, þar sem Þjóðleikhúsið, Þjóðarópera og Íslenski dansflokkurinn verður undir, að danskri fyrirmynd.“ Þjóðleikhúsið, Harpa og Hof verði nýtt til þess. Hún bætir við að aukningin verði í skrefum. „Einhvern tímann þurftum við að taka þetta skref til að þetta listform fengi það súrefni sem það verðskuldar. Sumir vilja að þetta sé sjálfstætt en það verður þá ekki eins burðugt. Ég tel að við séum með þessu að fá miklu meira fyrir það opinbera fé sem við setjum í þetta, en við ella hefðum fengið,“ segir Lilja.
Íslenska óperan Menning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Tónlist Þjóðaróperan Tengdar fréttir Sundrung og samskiptaleysi hafa staðið Óperunni fyrir þrifum „Slysið er ef Íslenska óperan er lögð af vegna fjárskorts áður en framtíðin hefur verið mótuð og það myndast þarna eyða í starfseminni sem er mjög erfitt að brúa seinna, fá aftur þá áhorfendur sem eru vanir að koma á sýningar og venjast því að þær séu ekki til staðar.“ 5. október 2023 08:06 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Segir Ísland hafa burði til að geta orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Sjá meira
Sundrung og samskiptaleysi hafa staðið Óperunni fyrir þrifum „Slysið er ef Íslenska óperan er lögð af vegna fjárskorts áður en framtíðin hefur verið mótuð og það myndast þarna eyða í starfseminni sem er mjög erfitt að brúa seinna, fá aftur þá áhorfendur sem eru vanir að koma á sýningar og venjast því að þær séu ekki til staðar.“ 5. október 2023 08:06