Þeir sem sendu ábendingarnar verði að stíga fram Bjarki Sigurðsson skrifar 18. febrúar 2024 22:55 Michael O'Toole, írskur blaðamaður hjá Irish Daily Star, segir mál Jóns Þrastar hvergi nærri lokið. vísir Írskur blaðamaður telur lögreglu ætla að halda áfram að leita að Jóni Þresti Jónssyni, þrátt fyrir að eftirgrennslan hafi enn ekki borið árangur, eftir að nafnlausar ábendingar bárust um hugsanleg afdrif hans. Þeir sem sendu vísbendingarnar verði að stíga fram svo Jón Þröstur finnist. Jón Þröstur Jónsson hvarf í Dyflinni, höfuðborg Írlands, fyrir fimm árum síðan. Jón sem var þá 41 árs gamall var staddur í borginni ásamt unnustu sinni til að taka þátt í pókermóti og skoða borgina. Leitin lá í dvala í nokkur ár þar til nýlega bárust lögreglunni þar í landi tvær nafnlausar ábendingar um hvað gæti hafa gerst við Jón. Við það hófst leitaraðgerð í almenningsgarði nærri flugvelli borgarinnar sem skilaði engum árangri. Lögreglan telji hann látinn Michael O'Toole, írskur blaðamaður hjá Irish Daily Star, sérhæfir sig í glæpamálum og mannshvörfum. Hann segir málinu þó hvergi nærri lokið hjá írsku lögreglunni. Hann hefur fylgst vel með málinu síðustu ár. „Það er leitt til þess að vita að lögreglan telur að Jón Þröstur sé látinn og að hann hafi líklega látist daginn sem hans var saknað. Ég tel að þeir muni bíða þar til þeir finna jarðneskar leifar hans, ef þeir finna þær, áður en þeir ákveða næstu skref.“ „Ég tel þá vita að hann hafi látist þennan dag, hvort sem það var af slysförum þegar hann hitti einhvern eða hvort glæpur hafi verið framinn, þ.e. hvort hann hafi verið myrtur. Það er líklegasta tilgátan. En það er munur á því að hafa tilgátu og hafa sönnunargögn í höndum. Þar til þeir finna jarðneskar leifar Jóns Þrastar hafa þeir lítið annað en tilgátu í höndum,“ segir Michael. Einhver þarf að stíga fram Það er ekki óalgengt að fólk hverfi í Írlandi og segir Michael að tugir mannhvarfsmála séu enn óleyst. Hann telur að fólkið sem sendi nafnlausu ábendingarnar þurfi að stíga fram til að málið leysist. „Annað af tvennu þarf að gerast: Ef Jón Þröstur er látinn eins og lögregluna grunar, kann einhver að finna líkið af tilviljun, t.d. einstaklingur á göngu með hund sinn. Ef það gerist ekki þarf einhver með upplýsingar að stíga fram og ræða við yfirvöld hér,“ segir Michael. Klippa: Málinu ekki lokið Áhugi hjá almenningi Almenningur í Írlandi hefur áhuga á málinu sem gæti að mati Michaels orðið til þess að fleiri vísbendingar berist lögreglu. „Ýmiss orðrómur er á kreiki þótt hann tengist ekki Jóni Þresti. En ef orðrómur er á kreiki er áhugi á málinu hjá almenningi. Írska lögreglan sendi út ákall til almennings í síðustu viku og þá fór leitin af stað. Almenningur hefur sýnt áhuga á málinu,“ segir Michael. Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Hafi ætlað að hitta einhvern í garðinum Lögregluyfirvöld í Dublin telja nú líklegt að Jón Þröstur Jónsson hafi ætlað sér að hitta einhvern í almenningsgarðinum Santry Demense. Hann hafi látist í kjölfar þess fundar. Þetta herma heimildir írska miðilsins Dublin Live. 13. febrúar 2024 23:11 Nýjar vísbendingar varðandi hvarf Jóns Þrastar Systkini Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í Dublin á Írlandi fyrir fimm árum eru mætt til írsku höfuðborgarinnar í þeim tilgangi að aðstoða við rannsókn lögreglu á málinu. Írska lögreglan segir tvær nýjar vísbendingar hafa borist og leitar til almennings. 9. febrúar 2024 15:05 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Jón Þröstur Jónsson hvarf í Dyflinni, höfuðborg Írlands, fyrir fimm árum síðan. Jón sem var þá 41 árs gamall var staddur í borginni ásamt unnustu sinni til að taka þátt í pókermóti og skoða borgina. Leitin lá í dvala í nokkur ár þar til nýlega bárust lögreglunni þar í landi tvær nafnlausar ábendingar um hvað gæti hafa gerst við Jón. Við það hófst leitaraðgerð í almenningsgarði nærri flugvelli borgarinnar sem skilaði engum árangri. Lögreglan telji hann látinn Michael O'Toole, írskur blaðamaður hjá Irish Daily Star, sérhæfir sig í glæpamálum og mannshvörfum. Hann segir málinu þó hvergi nærri lokið hjá írsku lögreglunni. Hann hefur fylgst vel með málinu síðustu ár. „Það er leitt til þess að vita að lögreglan telur að Jón Þröstur sé látinn og að hann hafi líklega látist daginn sem hans var saknað. Ég tel að þeir muni bíða þar til þeir finna jarðneskar leifar hans, ef þeir finna þær, áður en þeir ákveða næstu skref.“ „Ég tel þá vita að hann hafi látist þennan dag, hvort sem það var af slysförum þegar hann hitti einhvern eða hvort glæpur hafi verið framinn, þ.e. hvort hann hafi verið myrtur. Það er líklegasta tilgátan. En það er munur á því að hafa tilgátu og hafa sönnunargögn í höndum. Þar til þeir finna jarðneskar leifar Jóns Þrastar hafa þeir lítið annað en tilgátu í höndum,“ segir Michael. Einhver þarf að stíga fram Það er ekki óalgengt að fólk hverfi í Írlandi og segir Michael að tugir mannhvarfsmála séu enn óleyst. Hann telur að fólkið sem sendi nafnlausu ábendingarnar þurfi að stíga fram til að málið leysist. „Annað af tvennu þarf að gerast: Ef Jón Þröstur er látinn eins og lögregluna grunar, kann einhver að finna líkið af tilviljun, t.d. einstaklingur á göngu með hund sinn. Ef það gerist ekki þarf einhver með upplýsingar að stíga fram og ræða við yfirvöld hér,“ segir Michael. Klippa: Málinu ekki lokið Áhugi hjá almenningi Almenningur í Írlandi hefur áhuga á málinu sem gæti að mati Michaels orðið til þess að fleiri vísbendingar berist lögreglu. „Ýmiss orðrómur er á kreiki þótt hann tengist ekki Jóni Þresti. En ef orðrómur er á kreiki er áhugi á málinu hjá almenningi. Írska lögreglan sendi út ákall til almennings í síðustu viku og þá fór leitin af stað. Almenningur hefur sýnt áhuga á málinu,“ segir Michael.
Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Hafi ætlað að hitta einhvern í garðinum Lögregluyfirvöld í Dublin telja nú líklegt að Jón Þröstur Jónsson hafi ætlað sér að hitta einhvern í almenningsgarðinum Santry Demense. Hann hafi látist í kjölfar þess fundar. Þetta herma heimildir írska miðilsins Dublin Live. 13. febrúar 2024 23:11 Nýjar vísbendingar varðandi hvarf Jóns Þrastar Systkini Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í Dublin á Írlandi fyrir fimm árum eru mætt til írsku höfuðborgarinnar í þeim tilgangi að aðstoða við rannsókn lögreglu á málinu. Írska lögreglan segir tvær nýjar vísbendingar hafa borist og leitar til almennings. 9. febrúar 2024 15:05 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Hafi ætlað að hitta einhvern í garðinum Lögregluyfirvöld í Dublin telja nú líklegt að Jón Þröstur Jónsson hafi ætlað sér að hitta einhvern í almenningsgarðinum Santry Demense. Hann hafi látist í kjölfar þess fundar. Þetta herma heimildir írska miðilsins Dublin Live. 13. febrúar 2024 23:11
Nýjar vísbendingar varðandi hvarf Jóns Þrastar Systkini Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í Dublin á Írlandi fyrir fimm árum eru mætt til írsku höfuðborgarinnar í þeim tilgangi að aðstoða við rannsókn lögreglu á málinu. Írska lögreglan segir tvær nýjar vísbendingar hafa borist og leitar til almennings. 9. febrúar 2024 15:05