Þeir sem sendu ábendingarnar verði að stíga fram Bjarki Sigurðsson skrifar 18. febrúar 2024 22:55 Michael O'Toole, írskur blaðamaður hjá Irish Daily Star, segir mál Jóns Þrastar hvergi nærri lokið. vísir Írskur blaðamaður telur lögreglu ætla að halda áfram að leita að Jóni Þresti Jónssyni, þrátt fyrir að eftirgrennslan hafi enn ekki borið árangur, eftir að nafnlausar ábendingar bárust um hugsanleg afdrif hans. Þeir sem sendu vísbendingarnar verði að stíga fram svo Jón Þröstur finnist. Jón Þröstur Jónsson hvarf í Dyflinni, höfuðborg Írlands, fyrir fimm árum síðan. Jón sem var þá 41 árs gamall var staddur í borginni ásamt unnustu sinni til að taka þátt í pókermóti og skoða borgina. Leitin lá í dvala í nokkur ár þar til nýlega bárust lögreglunni þar í landi tvær nafnlausar ábendingar um hvað gæti hafa gerst við Jón. Við það hófst leitaraðgerð í almenningsgarði nærri flugvelli borgarinnar sem skilaði engum árangri. Lögreglan telji hann látinn Michael O'Toole, írskur blaðamaður hjá Irish Daily Star, sérhæfir sig í glæpamálum og mannshvörfum. Hann segir málinu þó hvergi nærri lokið hjá írsku lögreglunni. Hann hefur fylgst vel með málinu síðustu ár. „Það er leitt til þess að vita að lögreglan telur að Jón Þröstur sé látinn og að hann hafi líklega látist daginn sem hans var saknað. Ég tel að þeir muni bíða þar til þeir finna jarðneskar leifar hans, ef þeir finna þær, áður en þeir ákveða næstu skref.“ „Ég tel þá vita að hann hafi látist þennan dag, hvort sem það var af slysförum þegar hann hitti einhvern eða hvort glæpur hafi verið framinn, þ.e. hvort hann hafi verið myrtur. Það er líklegasta tilgátan. En það er munur á því að hafa tilgátu og hafa sönnunargögn í höndum. Þar til þeir finna jarðneskar leifar Jóns Þrastar hafa þeir lítið annað en tilgátu í höndum,“ segir Michael. Einhver þarf að stíga fram Það er ekki óalgengt að fólk hverfi í Írlandi og segir Michael að tugir mannhvarfsmála séu enn óleyst. Hann telur að fólkið sem sendi nafnlausu ábendingarnar þurfi að stíga fram til að málið leysist. „Annað af tvennu þarf að gerast: Ef Jón Þröstur er látinn eins og lögregluna grunar, kann einhver að finna líkið af tilviljun, t.d. einstaklingur á göngu með hund sinn. Ef það gerist ekki þarf einhver með upplýsingar að stíga fram og ræða við yfirvöld hér,“ segir Michael. Klippa: Málinu ekki lokið Áhugi hjá almenningi Almenningur í Írlandi hefur áhuga á málinu sem gæti að mati Michaels orðið til þess að fleiri vísbendingar berist lögreglu. „Ýmiss orðrómur er á kreiki þótt hann tengist ekki Jóni Þresti. En ef orðrómur er á kreiki er áhugi á málinu hjá almenningi. Írska lögreglan sendi út ákall til almennings í síðustu viku og þá fór leitin af stað. Almenningur hefur sýnt áhuga á málinu,“ segir Michael. Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Hafi ætlað að hitta einhvern í garðinum Lögregluyfirvöld í Dublin telja nú líklegt að Jón Þröstur Jónsson hafi ætlað sér að hitta einhvern í almenningsgarðinum Santry Demense. Hann hafi látist í kjölfar þess fundar. Þetta herma heimildir írska miðilsins Dublin Live. 13. febrúar 2024 23:11 Nýjar vísbendingar varðandi hvarf Jóns Þrastar Systkini Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í Dublin á Írlandi fyrir fimm árum eru mætt til írsku höfuðborgarinnar í þeim tilgangi að aðstoða við rannsókn lögreglu á málinu. Írska lögreglan segir tvær nýjar vísbendingar hafa borist og leitar til almennings. 9. febrúar 2024 15:05 Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Sjá meira
Jón Þröstur Jónsson hvarf í Dyflinni, höfuðborg Írlands, fyrir fimm árum síðan. Jón sem var þá 41 árs gamall var staddur í borginni ásamt unnustu sinni til að taka þátt í pókermóti og skoða borgina. Leitin lá í dvala í nokkur ár þar til nýlega bárust lögreglunni þar í landi tvær nafnlausar ábendingar um hvað gæti hafa gerst við Jón. Við það hófst leitaraðgerð í almenningsgarði nærri flugvelli borgarinnar sem skilaði engum árangri. Lögreglan telji hann látinn Michael O'Toole, írskur blaðamaður hjá Irish Daily Star, sérhæfir sig í glæpamálum og mannshvörfum. Hann segir málinu þó hvergi nærri lokið hjá írsku lögreglunni. Hann hefur fylgst vel með málinu síðustu ár. „Það er leitt til þess að vita að lögreglan telur að Jón Þröstur sé látinn og að hann hafi líklega látist daginn sem hans var saknað. Ég tel að þeir muni bíða þar til þeir finna jarðneskar leifar hans, ef þeir finna þær, áður en þeir ákveða næstu skref.“ „Ég tel þá vita að hann hafi látist þennan dag, hvort sem það var af slysförum þegar hann hitti einhvern eða hvort glæpur hafi verið framinn, þ.e. hvort hann hafi verið myrtur. Það er líklegasta tilgátan. En það er munur á því að hafa tilgátu og hafa sönnunargögn í höndum. Þar til þeir finna jarðneskar leifar Jóns Þrastar hafa þeir lítið annað en tilgátu í höndum,“ segir Michael. Einhver þarf að stíga fram Það er ekki óalgengt að fólk hverfi í Írlandi og segir Michael að tugir mannhvarfsmála séu enn óleyst. Hann telur að fólkið sem sendi nafnlausu ábendingarnar þurfi að stíga fram til að málið leysist. „Annað af tvennu þarf að gerast: Ef Jón Þröstur er látinn eins og lögregluna grunar, kann einhver að finna líkið af tilviljun, t.d. einstaklingur á göngu með hund sinn. Ef það gerist ekki þarf einhver með upplýsingar að stíga fram og ræða við yfirvöld hér,“ segir Michael. Klippa: Málinu ekki lokið Áhugi hjá almenningi Almenningur í Írlandi hefur áhuga á málinu sem gæti að mati Michaels orðið til þess að fleiri vísbendingar berist lögreglu. „Ýmiss orðrómur er á kreiki þótt hann tengist ekki Jóni Þresti. En ef orðrómur er á kreiki er áhugi á málinu hjá almenningi. Írska lögreglan sendi út ákall til almennings í síðustu viku og þá fór leitin af stað. Almenningur hefur sýnt áhuga á málinu,“ segir Michael.
Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Hafi ætlað að hitta einhvern í garðinum Lögregluyfirvöld í Dublin telja nú líklegt að Jón Þröstur Jónsson hafi ætlað sér að hitta einhvern í almenningsgarðinum Santry Demense. Hann hafi látist í kjölfar þess fundar. Þetta herma heimildir írska miðilsins Dublin Live. 13. febrúar 2024 23:11 Nýjar vísbendingar varðandi hvarf Jóns Þrastar Systkini Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í Dublin á Írlandi fyrir fimm árum eru mætt til írsku höfuðborgarinnar í þeim tilgangi að aðstoða við rannsókn lögreglu á málinu. Írska lögreglan segir tvær nýjar vísbendingar hafa borist og leitar til almennings. 9. febrúar 2024 15:05 Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Sjá meira
Hafi ætlað að hitta einhvern í garðinum Lögregluyfirvöld í Dublin telja nú líklegt að Jón Þröstur Jónsson hafi ætlað sér að hitta einhvern í almenningsgarðinum Santry Demense. Hann hafi látist í kjölfar þess fundar. Þetta herma heimildir írska miðilsins Dublin Live. 13. febrúar 2024 23:11
Nýjar vísbendingar varðandi hvarf Jóns Þrastar Systkini Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í Dublin á Írlandi fyrir fimm árum eru mætt til írsku höfuðborgarinnar í þeim tilgangi að aðstoða við rannsókn lögreglu á málinu. Írska lögreglan segir tvær nýjar vísbendingar hafa borist og leitar til almennings. 9. febrúar 2024 15:05