„Ef þú ert enn með pung þá bíð ég eftir þér á Spáni“ Smári Jökull Jónsson skrifar 18. febrúar 2024 10:01 Ilia Topuria fagnar sigrinum í nótt. Hann skoraði á Conor McGregor að mæta sér á Santiago Bernabeu á Spáni. Vísir/Getty Ilia Topuria varð í nótt fyrsti Spánverjinn til að vinna titil í UFC. Eftir sigurinn skoraði hann á Conor McGregor og sagðist munu bíða eftir honum á Spáni. Topuria mætti Ástralanum Alexander Volkanovski í Anaheim í Kaliforníu í nótt en Volkanovski er fyrrum ruðningsleikmaður sem varið hefur titilinn í fjaðurvikt í fimm skipti og verið meistari í meira en 1500 daga. Volkanovski missti hins vegar titilinn í nótt. Hinn spænski Topuria, sem fæddur er í Georgíu, vann á rothöggi eftir rúmar þrjár mínútur í annarri lotu. Hann hafði þá náð nokkrum góðum höggum á Volkanovski. Frá bardaga þeirra Topuria og Volkanovski í nótt.Vísir/Getty „Ég er svo glaður núna. Ég vissi allan tímann að ég myndi einhvern tíman verða UFC-meistari,“ sagði Topuria áður en hann sneri sér að áhorfendum. „Það skiptir engu máli hvaðan maður kemur. Það sem er framundan er mikilvægara en það sem er að baki.“ Vill mæta McGregor á Bernabeu Topuria hefur nú unnið alla 15 viðureignir sínar og vill næst mæta Conor McGregor á Santiago Bernabeu, heimavelli knattspyrnuliðsins Real Madrid. „Dana White, það er tími til kominn að fara með UFC til Spánar,“ sagði hann áður en hann kom með skilaboð til Conor McGregor. „Ef þú ert enn með pung þá bíð ég eftir þér á Spáni.“ Conor McGregor hefur ekki keppt í UFC síðan árið 2021 en hann er margfaldur meistari í fjaður-, velti- og léttavigt. MMA Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Í beinni: Ísland - Finnland | Fyrsti leikur hjá stelpunum okkar á EM Fótbolti Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Í beinni: Ísland - Finnland | Fyrsti leikur hjá stelpunum okkar á EM Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Dagskráin í dag: Rúgbí og hafnabolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Sjá meira
Topuria mætti Ástralanum Alexander Volkanovski í Anaheim í Kaliforníu í nótt en Volkanovski er fyrrum ruðningsleikmaður sem varið hefur titilinn í fjaðurvikt í fimm skipti og verið meistari í meira en 1500 daga. Volkanovski missti hins vegar titilinn í nótt. Hinn spænski Topuria, sem fæddur er í Georgíu, vann á rothöggi eftir rúmar þrjár mínútur í annarri lotu. Hann hafði þá náð nokkrum góðum höggum á Volkanovski. Frá bardaga þeirra Topuria og Volkanovski í nótt.Vísir/Getty „Ég er svo glaður núna. Ég vissi allan tímann að ég myndi einhvern tíman verða UFC-meistari,“ sagði Topuria áður en hann sneri sér að áhorfendum. „Það skiptir engu máli hvaðan maður kemur. Það sem er framundan er mikilvægara en það sem er að baki.“ Vill mæta McGregor á Bernabeu Topuria hefur nú unnið alla 15 viðureignir sínar og vill næst mæta Conor McGregor á Santiago Bernabeu, heimavelli knattspyrnuliðsins Real Madrid. „Dana White, það er tími til kominn að fara með UFC til Spánar,“ sagði hann áður en hann kom með skilaboð til Conor McGregor. „Ef þú ert enn með pung þá bíð ég eftir þér á Spáni.“ Conor McGregor hefur ekki keppt í UFC síðan árið 2021 en hann er margfaldur meistari í fjaður-, velti- og léttavigt.
MMA Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Í beinni: Ísland - Finnland | Fyrsti leikur hjá stelpunum okkar á EM Fótbolti Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Í beinni: Ísland - Finnland | Fyrsti leikur hjá stelpunum okkar á EM Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Dagskráin í dag: Rúgbí og hafnabolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Sjá meira