Young Prodigies og FH mætast í fyrsta leik kl. 18:00, en leikurinn er úrslitaleikur um sjötta sætið.
Í kjölfarið munu Saga og Breiðablik spila sína leiki upp á hvort liðið verður í fjórða sæti, en liðin prýða fjórða og fimmta sæti deildarinnar. Breiðablik eiga ÍA kl. 19:00 og Saga á ÍBV kl. 20:00.
Í lokaleiknum mætast svo jötnar deildarinnar, Þór og NOCCO Dusty. Þórsarar eru með tveggja stiga forskot á Dusty en með sigri jafnar Dusty þá rauðu og geta tekið deildartitilinn á innbyrðis lotumismuni milli liðanna.