Eygló lyfti samanlagt 230 kg og náði hún sínum besta árangri á móti frá upphafi. Hún var aðeins einu kílói á eftir hinni þýsku Lisa Schweizer í þriðja sætinu og því augljóst að litlu mátti muna.
Eygló lyfti 125 kg í jafnhendingu og var hárbreidd frá því að fá 129 kg lyftuna gilda. Í snörun lyfti Eygló 105 kg og setti þar með nútt Norðurlandamet.
Nú er aðeins eitt mót eftir sem telur til úrtöku fyrir Ólympíuleikana í París og fer það fram í Taílandi í lok mars. Þó hefur verið sótt um jöfnunarsæti fyrir Eygló á leikunum og kemur það því síðar í ljós hvort hún fái þátttökurétt á leikunum.