Harðneitaði að ræða um Mbappé Sindri Sverrisson skrifar 16. febrúar 2024 13:46 Kylian Mbappé ætlar að kveðja PSG í sumar og ekkert virðist geta breytt því. Getty/Christian Liewig Luis Enrique, knattspyrnustjóri Paris Saint-Germain, neitaði að tjá sig um yfirvofandi brottför sinnar helstu stórstjörnu, Kylian Mbappé, næsta sumar. Mbappé hefur tilkynnt PSG að hann muni yfirgefa félagið í sumar, eftir að samningur hans rennur út, og búist er við því að hann gangi í raðir Real Madrid. „Nei, ég get ekkert sagt. Aðilarnir sem um ræðir hafa ekkert sagt opinberla. Kylian Mbappé hefur ekkert sagt opinberlega. Þegar báðir aðilar hafa tjáð sig þá mun ég segja mína skoðun,“ sagði Enrique á blaðamannafundi í dag. Blaðamaðurinn virti Fabrizio Romano segir að Mbappé vilji ekki einu sinni sjá tilboð frá PSG því hann sé staðráðinn í að fara frá félaginu. Franska félagið hafi undirbúið sig fyrir brottför hans síðan í desember og ætli í staðinn að kaupa toppframherja, toppmiðjumann og toppmiðvörð í sumar. Arteta vill að Arsenal sé með í umræðunni Þó að flest virðist benda til þess að Mbappé fari til Real Madrid þá hefur hann einnig verið sagður opinn fyrir því að fara til Arsenal. Would you be interested in Kylian Mbappé even if we already know where he s going?Arteta: You know?! . When there is a player of that calibre, we always have to be in that conversation, but as you said, it looks in a different way . pic.twitter.com/531UmNpoVa— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 16, 2024 Mikel Arteta, stjóri Arsenal, fékk þá spurningu á blaðamannafundi í dag hvort að hann hefði áhuga á að fá Mbappé, jafnvel þó að allir vissu hvert hann væri að fara: „Vitið þið það?“ spurði Arteta léttur. „Þegar um er að ræða leikmann í þessum gæðaflokki þá eigum við alltaf að vera í umræðunni, en eins og þið segið þá virðist þetta stefna í aðra átt,“ sagði Arteta sem var svo spurður frekar út í það hvort Arsenal gæti verið með í umræðunni um Mbappé. „Af hverju ekki? Ef við viljum verða besta liðið þá þurfum við mestu hæfileikabúntin og bestu leikmennina. Ég kem ekki að þessu. Kannski Edu og eigendurnir en ég er ekki með í samtölunum fyrr en í lokin,“ sagði Arteta. Franski boltinn Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Sjá meira
Mbappé hefur tilkynnt PSG að hann muni yfirgefa félagið í sumar, eftir að samningur hans rennur út, og búist er við því að hann gangi í raðir Real Madrid. „Nei, ég get ekkert sagt. Aðilarnir sem um ræðir hafa ekkert sagt opinberla. Kylian Mbappé hefur ekkert sagt opinberlega. Þegar báðir aðilar hafa tjáð sig þá mun ég segja mína skoðun,“ sagði Enrique á blaðamannafundi í dag. Blaðamaðurinn virti Fabrizio Romano segir að Mbappé vilji ekki einu sinni sjá tilboð frá PSG því hann sé staðráðinn í að fara frá félaginu. Franska félagið hafi undirbúið sig fyrir brottför hans síðan í desember og ætli í staðinn að kaupa toppframherja, toppmiðjumann og toppmiðvörð í sumar. Arteta vill að Arsenal sé með í umræðunni Þó að flest virðist benda til þess að Mbappé fari til Real Madrid þá hefur hann einnig verið sagður opinn fyrir því að fara til Arsenal. Would you be interested in Kylian Mbappé even if we already know where he s going?Arteta: You know?! . When there is a player of that calibre, we always have to be in that conversation, but as you said, it looks in a different way . pic.twitter.com/531UmNpoVa— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 16, 2024 Mikel Arteta, stjóri Arsenal, fékk þá spurningu á blaðamannafundi í dag hvort að hann hefði áhuga á að fá Mbappé, jafnvel þó að allir vissu hvert hann væri að fara: „Vitið þið það?“ spurði Arteta léttur. „Þegar um er að ræða leikmann í þessum gæðaflokki þá eigum við alltaf að vera í umræðunni, en eins og þið segið þá virðist þetta stefna í aðra átt,“ sagði Arteta sem var svo spurður frekar út í það hvort Arsenal gæti verið með í umræðunni um Mbappé. „Af hverju ekki? Ef við viljum verða besta liðið þá þurfum við mestu hæfileikabúntin og bestu leikmennina. Ég kem ekki að þessu. Kannski Edu og eigendurnir en ég er ekki með í samtölunum fyrr en í lokin,“ sagði Arteta.
Franski boltinn Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Sjá meira