Segir að Toni Kroos sé Federer fótboltans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2024 11:01 Toni Kroos fagnar titli með Real Madrid ásamt börnum sínum. Getty/Silvestre Szpylma Argentínska knattspyrnugoðsögnin Juan Román Riquelme er mikill aðdáandi þýska miðjumannsins Toni Kroos og hann er alls ekki sá eini. Kroos hefur lengi verið í hópi bestu miðjumanna heims og lítur ekki út fyrir að vera gefa neitt eftir þrátt fyrir að vera orðinn 34 ára gamall. Það þarf ekki að koma á óvart að þeim þýska sé hrósað en gömul argentínsk hetja hitti kannski naglann á höfuðið með öðruvísi samlíkingu. Kroos hefur spilað með Real Madrid í tíu ár eftir að hafa spilað með Bayern München sjö ár þar á undan. Hann vann Meistaradeildina einu sinni með Bayern og hefur unnið hana fjórum sinnum með Real. Riquelme lék á sínum tíma 51 landsleik fyrir Argentínu og lék einnig með Barclona og Villarreal á ferli sínum. Hann líkir Kroos við einn besta tennisspilara sögunnar. „Kroos er sá sem kemst næst því að vera Federer. Hann getur spilað fótbolta og farið heim án þess að fara í sturtu,“ sagði Riquelme við TNT Sports í Argentínu. Riquelme er í dag forseti Boca Juniors í heimalandinu. Roger Federer þykir mikll heiðursmaður innan sem utan vallar en hann er líka einn sá besti sem hefur spilað íþróttina. Þetta er því mikið hrós fyrir Kroos. „Það er ótrúlegt að fylgjast með honum. Hann lætur boltann ganga, fer aldrei í jörðina, skítur aldrei út búninginn sinn og svitnar ekki. Alveg ótrúlegur,“ sagði Riquelme. Það hefur verið orðrómur um að Kroos snúi aftur í þýska landsliðið fyrir EM á heimavelli í sumar. Hann lék sinn 106. og síðasta landsleik árið 2021. Kroos varð heimsmeistari með þýska landsliðinu árið 2014 en hann hefur aldrei orðið Evrópumeistari sem er einn af fáum stórum titlum fótboltans sem hann hefur ekki unnið á sigursælum ferli. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Spænski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýorðinn fimmtán með þrennu fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Sjá meira
Kroos hefur lengi verið í hópi bestu miðjumanna heims og lítur ekki út fyrir að vera gefa neitt eftir þrátt fyrir að vera orðinn 34 ára gamall. Það þarf ekki að koma á óvart að þeim þýska sé hrósað en gömul argentínsk hetja hitti kannski naglann á höfuðið með öðruvísi samlíkingu. Kroos hefur spilað með Real Madrid í tíu ár eftir að hafa spilað með Bayern München sjö ár þar á undan. Hann vann Meistaradeildina einu sinni með Bayern og hefur unnið hana fjórum sinnum með Real. Riquelme lék á sínum tíma 51 landsleik fyrir Argentínu og lék einnig með Barclona og Villarreal á ferli sínum. Hann líkir Kroos við einn besta tennisspilara sögunnar. „Kroos er sá sem kemst næst því að vera Federer. Hann getur spilað fótbolta og farið heim án þess að fara í sturtu,“ sagði Riquelme við TNT Sports í Argentínu. Riquelme er í dag forseti Boca Juniors í heimalandinu. Roger Federer þykir mikll heiðursmaður innan sem utan vallar en hann er líka einn sá besti sem hefur spilað íþróttina. Þetta er því mikið hrós fyrir Kroos. „Það er ótrúlegt að fylgjast með honum. Hann lætur boltann ganga, fer aldrei í jörðina, skítur aldrei út búninginn sinn og svitnar ekki. Alveg ótrúlegur,“ sagði Riquelme. Það hefur verið orðrómur um að Kroos snúi aftur í þýska landsliðið fyrir EM á heimavelli í sumar. Hann lék sinn 106. og síðasta landsleik árið 2021. Kroos varð heimsmeistari með þýska landsliðinu árið 2014 en hann hefur aldrei orðið Evrópumeistari sem er einn af fáum stórum titlum fótboltans sem hann hefur ekki unnið á sigursælum ferli. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
Spænski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýorðinn fimmtán með þrennu fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Sjá meira