Mahomes biður fyrir Kansas City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2024 06:31 Patrick Mahomes og félagar hans í liði Kansas City Chiefs sluppu ómeiddir frá skotárásinni. Getty/Marc Sanchez Sigurhátíð Kansas City Chiefs liðsins breyttist í martröð í gær þegar skotið var á fjölda fólks í meistaraskrúðgöngu liðsins. Chiefs liðið var að fagna sigri í Super Bowl leiknum en það varð fyrsta félagið í NFL í nítján ár til að vinna tvö ár í röð. Það var gríðarlegur fjöldi samankominn í miðborg Kansas City til að fagna með leikmönnum og þjálfurum en skotin hljómuðu undir lok hátíðarinnar. Kansas City Police Chief Stacey Graves says 22 are wounded from gunshots in the shooting after the Chiefs Super Bowl parade. One person has died. Graves also said three people are now detained and "under investigation." pic.twitter.com/IiVuRDWZgj— MSNBC (@MSNBC) February 14, 2024 Leikmenn og starfsmenn Chiefs liðsins sluppu óhultir frá skotárásinni en allir voru ekki svo heppnir. Einn lést og 21 einn varð fyrir skoti. Lögreglan handtók þrjá aðila. Lögreglustjórinn Stacey Graves staðfesti þessar tölur á blaðamannafundi. Átta þeirra sem urðu fyrir skoti voru í lífshættu en sex þeirra fengu minniháttar sár. „Ég er reið yfir því sem gerðist í dag. Fólkið sem kom hingað til að fagna liðinu ættu að búast við öruggu umhverfi,“ sagði Stacey Graves, lögreglustjóri Kansas City. Útvarpsstöðin KKFI greindi frá því að einn plötusnúður hennar, Lisa Lopez-Galvan, hafi látist í skotárásinni. Hún var tveggja barna móðir. Mercy barnaspítalinn staðfesti það að hann hafi fengið ellefu börn inn til sín sem höfðu særst í skotárásinni. Þau voru á aldrinum sex til fimmtán ára en eiga öll að ná sér af sárum sínum. Leikmennirnir sluppu óhultir en voru mjög slegnir yfir fréttunum. Praying for Kansas City — Patrick Mahomes II (@PatrickMahomes) February 14, 2024 „Ég bið fyrir Kansas City,“ skrifaði leikstjórnandinn Patrick Mahomes á samfélagsmiðilinn X. „Við skulum biðja fyrir fórnarlömbum þessa andstyggilega verknaðs. Biðjum fyrir því að læknar og viðbragðsaðilar hafi traustar hendur og að það verði í lagi með alla,“ skrifaði liðsfélagi hans Drue Tranquill. Travis Kelce sagðist vera harmi lostinn yfir atburðunum í gær. „Hjarta mitt er hjá öllum sem komu til að fagna með okkur en urðu fyrir áhrifum af þessari árás. KC mig þykir svo vænt um þig,“ skrifaði Kelce. I am heartbroken over the tragedy that took place today. My heart is with all who came out to celebrate with us and have been affected. KC, you mean the world to me.— Travis Kelce (@tkelce) February 15, 2024 NFL Ofurskálin Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Í beinni: Valur - Njarðvík | Meistaraefnin mæta í Valsheimilið Í beinni: Keflavík - Hamar/Þór | Í leit að fyrsta sigrinum Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ LeBron boðar aðra Ákvörðun Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Sjá meira
Chiefs liðið var að fagna sigri í Super Bowl leiknum en það varð fyrsta félagið í NFL í nítján ár til að vinna tvö ár í röð. Það var gríðarlegur fjöldi samankominn í miðborg Kansas City til að fagna með leikmönnum og þjálfurum en skotin hljómuðu undir lok hátíðarinnar. Kansas City Police Chief Stacey Graves says 22 are wounded from gunshots in the shooting after the Chiefs Super Bowl parade. One person has died. Graves also said three people are now detained and "under investigation." pic.twitter.com/IiVuRDWZgj— MSNBC (@MSNBC) February 14, 2024 Leikmenn og starfsmenn Chiefs liðsins sluppu óhultir frá skotárásinni en allir voru ekki svo heppnir. Einn lést og 21 einn varð fyrir skoti. Lögreglan handtók þrjá aðila. Lögreglustjórinn Stacey Graves staðfesti þessar tölur á blaðamannafundi. Átta þeirra sem urðu fyrir skoti voru í lífshættu en sex þeirra fengu minniháttar sár. „Ég er reið yfir því sem gerðist í dag. Fólkið sem kom hingað til að fagna liðinu ættu að búast við öruggu umhverfi,“ sagði Stacey Graves, lögreglustjóri Kansas City. Útvarpsstöðin KKFI greindi frá því að einn plötusnúður hennar, Lisa Lopez-Galvan, hafi látist í skotárásinni. Hún var tveggja barna móðir. Mercy barnaspítalinn staðfesti það að hann hafi fengið ellefu börn inn til sín sem höfðu særst í skotárásinni. Þau voru á aldrinum sex til fimmtán ára en eiga öll að ná sér af sárum sínum. Leikmennirnir sluppu óhultir en voru mjög slegnir yfir fréttunum. Praying for Kansas City — Patrick Mahomes II (@PatrickMahomes) February 14, 2024 „Ég bið fyrir Kansas City,“ skrifaði leikstjórnandinn Patrick Mahomes á samfélagsmiðilinn X. „Við skulum biðja fyrir fórnarlömbum þessa andstyggilega verknaðs. Biðjum fyrir því að læknar og viðbragðsaðilar hafi traustar hendur og að það verði í lagi með alla,“ skrifaði liðsfélagi hans Drue Tranquill. Travis Kelce sagðist vera harmi lostinn yfir atburðunum í gær. „Hjarta mitt er hjá öllum sem komu til að fagna með okkur en urðu fyrir áhrifum af þessari árás. KC mig þykir svo vænt um þig,“ skrifaði Kelce. I am heartbroken over the tragedy that took place today. My heart is with all who came out to celebrate with us and have been affected. KC, you mean the world to me.— Travis Kelce (@tkelce) February 15, 2024
NFL Ofurskálin Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Í beinni: Valur - Njarðvík | Meistaraefnin mæta í Valsheimilið Í beinni: Keflavík - Hamar/Þór | Í leit að fyrsta sigrinum Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ LeBron boðar aðra Ákvörðun Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Sjá meira