Þetta herma heimildir RÚV. Breiðfylkingin svokallaða, aðildarfélög innan ASÍ slitu í síðustu viku viðræðum við Samtök atvinnulífsins um nýja kjarasamninga eftir árangurslaus fundahöld. Viðræðurnar strönduðu á kröfu breiðfylkingarinnar um forsendur samninganna, það er að segja um áhrif þróunar verðbólgu og vaxta á samningana.
Nú hefur samninganefnd VR í það minnsta verið falin heimild til aðgerða sem gætu meðal annars falið í sér verkfallsboðanir, náist ekki að semja.