Fótbolti

Messi fékk 32 milljónir á sekúndu í Super Bowl

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi í auglýsingunni sem var sýnd í hálfleik á Super Bowl leiknum.
Lionel Messi í auglýsingunni sem var sýnd í hálfleik á Super Bowl leiknum. Michelob ULTRA

Argentínski knattspyrnusnillingurinn Lionel Messi kom í fyrsta sinn við sögu í Super Bowl leiknum um helgina, ekki þó inn á vellinum heldur í rándýrri auglýsingu í hálfleiknum.

Fyrir þessa sextíu sekúndna auglýsingu þá fékk Messi borgaðar fjórtán milljónir dollara eða 1,9 milljarða króna. Þetta er samkvæmt heimildum hjá bæði El Colombiano og Talk Sport.

Það þýðir að Argentínumaðurinn var að fá 32 milljónir króna á hverja sekúndu sem hann var á skjánum.

Messi sagði þó ekki mikið í auglýsngunni, nokkur orð á spænsku, en þetta snerist aðallega um leik hans með fótboltann. Hann var staddur á strönd að bíða eftir bjórnum sínum.

Auglýsandinn var bjórframleiðandinn Michelob Ultra. Í auglýsingunni voru líka NFL goðsögnin Dan Marino og bandaríski gamanleikarinn Jason Sudeikis. Sudeikis er þekktastur fyrir að leika Ted Lasso og Marino er jafnan talinn með bestu leikstjórnendum sögunnar og lék líka hlutverk í Ace Ventura á sínum tíma.

Auglýsingaplássið í Super Bowl leiknum er það dýrasta í bandarísku sjónvarpi og fyrirtækin, sem kaupa mínútur, þar leggja gríðarlega mikið í auglýsingar sínar.

Þar má oft sjá mjög þekkt fólk og oft í mjög fyndnum aðstæðum. Það gerir Super Bowl auglýsingarnar líka með skemmtilegri auglýsingum sem sjónvarpsáhorfendur sjá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×