De Bruyne að nálgast sitt besta: „Á enn eftir að spila níutíu mínútur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. febrúar 2024 22:31 Kevin De Bruyne er hægt og rólega að komast aftur í sitt besta form. Mateusz Slodkowski/Getty Images Belgíski miðjumaðurinn Kevin De Bruyne skoraði eitt og lagði upp tvö er Manchester City vann 3-1 sigur gegn FCK í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. „Þetta var erfitt. Við höfum spilað hérna nokkrum sinnum áður og andrúmsloftið er magnað. Við þurftum að bera virðingu fyrir þeim,“ sagði De Bruyne í leikslok. „Við byrjuðum mjög velþ Svo gerðum við ein mistök og þeir nýttu sér það, en mér fannst við spila mjög vel. Við náðum að koma þriðja markinu inn og það gefur okkur smá forskot.“ „Við reynum að halda mistökunum í lágmarki og í seinni háfleik höfðum við fulla stjórn á leiknum. Þeir breyttu í fimm manna varnarlínu en við náðum samt að skapa færi og gerðum það sem við þurftum að gera.“ De Bruyne er hægt og rólega að komast í sitt besta form eftir að hafa verið að glíma við löng og erfið meiðsli. Það er þó ekki endilega að sjá að hann hafi misst af miklum fótbolta því hann hefur skorað tvö mörk og lagt upp önnur sex í fimm leikjum eftir að hann snéri aftur. „Ég er bara að reyna að spila vel. Þetta eru búnir að vera langir fimm eða sex mánuðir en ég er bara glaður að vera mættur aftur til að geta hjálpað liðinu og reynt að gera mitt besta.“ „Mér líður vel. Ég þarf klárlega nokkra leiki í viðbót og fleiri mínútur. Ég á enn eftir að spila níutíu mínútur eftir meiðslin, en ég er að komast þangað. Mér líður vel og er að ná að spila á nokkuð háum gæðum þannig ég er glaður.“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Meistararnir fara með forystuna á sinn heimavöll Evrópumeistarar Manchester City unnu 3-1 sigur er liðið heimsótti FC Kaupmannahöfn í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 13. febrúar 2024 21:57 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Sjá meira
„Þetta var erfitt. Við höfum spilað hérna nokkrum sinnum áður og andrúmsloftið er magnað. Við þurftum að bera virðingu fyrir þeim,“ sagði De Bruyne í leikslok. „Við byrjuðum mjög velþ Svo gerðum við ein mistök og þeir nýttu sér það, en mér fannst við spila mjög vel. Við náðum að koma þriðja markinu inn og það gefur okkur smá forskot.“ „Við reynum að halda mistökunum í lágmarki og í seinni háfleik höfðum við fulla stjórn á leiknum. Þeir breyttu í fimm manna varnarlínu en við náðum samt að skapa færi og gerðum það sem við þurftum að gera.“ De Bruyne er hægt og rólega að komast í sitt besta form eftir að hafa verið að glíma við löng og erfið meiðsli. Það er þó ekki endilega að sjá að hann hafi misst af miklum fótbolta því hann hefur skorað tvö mörk og lagt upp önnur sex í fimm leikjum eftir að hann snéri aftur. „Ég er bara að reyna að spila vel. Þetta eru búnir að vera langir fimm eða sex mánuðir en ég er bara glaður að vera mættur aftur til að geta hjálpað liðinu og reynt að gera mitt besta.“ „Mér líður vel. Ég þarf klárlega nokkra leiki í viðbót og fleiri mínútur. Ég á enn eftir að spila níutíu mínútur eftir meiðslin, en ég er að komast þangað. Mér líður vel og er að ná að spila á nokkuð háum gæðum þannig ég er glaður.“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Meistararnir fara með forystuna á sinn heimavöll Evrópumeistarar Manchester City unnu 3-1 sigur er liðið heimsótti FC Kaupmannahöfn í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 13. febrúar 2024 21:57 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Sjá meira
Meistararnir fara með forystuna á sinn heimavöll Evrópumeistarar Manchester City unnu 3-1 sigur er liðið heimsótti FC Kaupmannahöfn í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 13. febrúar 2024 21:57