Forsetahjónin fagna sprengidegi Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 13. febrúar 2024 13:45 Saltkjöt og baunir, túkall! Eliza Reid Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú fagna sprengideginum eins og fjölmargir Íslendingar. Hjónin kíktu í heimsókn til Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu í dag og fengu sér saltkjöt og baunir. „Gleðilegan sprengidag! Við Guðni þökkum Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu fyrir gómsætt saltkjöt og baunir og hlýjar móttökur,“ segir í færslu Elizu á Facebook. Ekki annað að sjá en að hamingjan leiki við Bessastaðahjónin. Guðni tilkynnti nokkuð óvænt í áramótaávarpi sínu á nýársdag að hann hygðist ekki sækjast eftir endurkjöri til forseta Íslands þegar kjörtímabilið rennur út í sumar. Þau Eliza hefðu ákveðið að verja lífinu með öðrum hætti. Eliza hefur verið á faraldsfæti og er tiltölulega nýkomin heim frá bókmenntahátíð í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Fyrir vikið var hennar sárt saknað á þorrablóti Álftnesinga á dögunum þangað sem Guðni mætti ásamt starfsfólki á Bessastöðum. Hjónin eru að byggja sér fallegt einbýlishús í Garðabæ og styttist óðum í venjulegt fjölskyldulíf, mögulega öllu rólegra og rómantískara en í hlutverkum sínum fyrir hönd lands og þjóðar. Guðni varð yngsti forseti Íslandssögunnar þegar hann tók við embætti 1. ágúst 2016, þá 48 ára. Eliza er átta árum yngri, var fertug á þeim tímamótum og um leið yngsti maki forseta. Eliza, sem er frá Kanada, og Guðni kynntust í námi við Oxford háskóla á Englandi. Þau eiga fjögur börn saman á aldrinum ellefu til sextán ára. Guðni átti fyrir dótturina Rut með fyrri eiginkonu sinni. Guðni og Eliza fagna tuttugu ára brúðkaupsafmæli sínu í júlí en þau giftu sig árið 2004. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Sprengidagur Tengdar fréttir Eliza að drukkna í viðtölum í Dubai Eliza Reid forsetafrú og rithöfundur lætur vel af heimsókn sinni til Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem hún var á meðal þátttakenda í Emirates Literary bókahátíðinni. 5. febrúar 2024 13:51 Hjónin hafi ákveðið að verja lífinu á annan hátt Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur og prófessor emiritus, segir að ákvörðun Guðna Th. Jóhannessonar forseta að sækjast ekki eftir endurkjöri hafi komið sér ákaflega mikið á óvart. „Ég, eins og fleiri, átti von á því að hann myndi taka eitt kjörtímabil í viðbót þannig að þetta yrðu samtals tólf ár.“ 1. janúar 2024 14:12 Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheimum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira
„Gleðilegan sprengidag! Við Guðni þökkum Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu fyrir gómsætt saltkjöt og baunir og hlýjar móttökur,“ segir í færslu Elizu á Facebook. Ekki annað að sjá en að hamingjan leiki við Bessastaðahjónin. Guðni tilkynnti nokkuð óvænt í áramótaávarpi sínu á nýársdag að hann hygðist ekki sækjast eftir endurkjöri til forseta Íslands þegar kjörtímabilið rennur út í sumar. Þau Eliza hefðu ákveðið að verja lífinu með öðrum hætti. Eliza hefur verið á faraldsfæti og er tiltölulega nýkomin heim frá bókmenntahátíð í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Fyrir vikið var hennar sárt saknað á þorrablóti Álftnesinga á dögunum þangað sem Guðni mætti ásamt starfsfólki á Bessastöðum. Hjónin eru að byggja sér fallegt einbýlishús í Garðabæ og styttist óðum í venjulegt fjölskyldulíf, mögulega öllu rólegra og rómantískara en í hlutverkum sínum fyrir hönd lands og þjóðar. Guðni varð yngsti forseti Íslandssögunnar þegar hann tók við embætti 1. ágúst 2016, þá 48 ára. Eliza er átta árum yngri, var fertug á þeim tímamótum og um leið yngsti maki forseta. Eliza, sem er frá Kanada, og Guðni kynntust í námi við Oxford háskóla á Englandi. Þau eiga fjögur börn saman á aldrinum ellefu til sextán ára. Guðni átti fyrir dótturina Rut með fyrri eiginkonu sinni. Guðni og Eliza fagna tuttugu ára brúðkaupsafmæli sínu í júlí en þau giftu sig árið 2004.
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Sprengidagur Tengdar fréttir Eliza að drukkna í viðtölum í Dubai Eliza Reid forsetafrú og rithöfundur lætur vel af heimsókn sinni til Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem hún var á meðal þátttakenda í Emirates Literary bókahátíðinni. 5. febrúar 2024 13:51 Hjónin hafi ákveðið að verja lífinu á annan hátt Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur og prófessor emiritus, segir að ákvörðun Guðna Th. Jóhannessonar forseta að sækjast ekki eftir endurkjöri hafi komið sér ákaflega mikið á óvart. „Ég, eins og fleiri, átti von á því að hann myndi taka eitt kjörtímabil í viðbót þannig að þetta yrðu samtals tólf ár.“ 1. janúar 2024 14:12 Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheimum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira
Eliza að drukkna í viðtölum í Dubai Eliza Reid forsetafrú og rithöfundur lætur vel af heimsókn sinni til Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem hún var á meðal þátttakenda í Emirates Literary bókahátíðinni. 5. febrúar 2024 13:51
Hjónin hafi ákveðið að verja lífinu á annan hátt Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur og prófessor emiritus, segir að ákvörðun Guðna Th. Jóhannessonar forseta að sækjast ekki eftir endurkjöri hafi komið sér ákaflega mikið á óvart. „Ég, eins og fleiri, átti von á því að hann myndi taka eitt kjörtímabil í viðbót þannig að þetta yrðu samtals tólf ár.“ 1. janúar 2024 14:12