Ólympíudyrnar opnar fyrir Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2024 11:00 Lionel Messi með heimsbikarinn eftir sigur Argentínu á HM í Katar 2022. Getty/Hernan Cortez Lionel Messi ræður því sjálfur hvort að hann spili með Argentínu á Ólympíuleikunum í París í sumar. Javier Mascherano, fyrrum liðsfélagi hans hjá argentínska landsliðinu og Barcelona, er þjálfari Ólympíuliðs Argentínu. Liðið tryggði sér sæti á ÓL um helgina en Brasilíumenn sátu eftir með sárt ennið. „Það þekkja allir samband mitt við Leo og vináttu okkar,“ sagði Mascherano. Javier Mascherano on Messi potentially playing in the Olympics:"Everyone already knows my relationship with Leo [Messi], the friendship I have. A player like him has the doors open to accompany us [at the Olympics], then it will obviously depend on him and his commitments." pic.twitter.com/1mNe4Ly00h— ESPN FC (@ESPNFC) February 12, 2024 „Dyrnar eru alltaf opnar fyrir leikmann eins og hann til að spila með okkur á Ólympíuleikunum. Þetta mun bara ráðast á honum sjálfum og hans skuldbindingu,“ sagði Mascherano. Messi og Mascherano urðu Ólympíumeistarar saman á Ólympíuleikunum í Peking 2008 en Mascherano vann líka gull fórum árum fyrr í Aþenu. Thiago Almada, leikmaður 23 ára liðs Argentínu, er spenntur fyrir möguleikanum á því að spila með Messi á ÓL í París. „Ég vona að hann hafi löngunina til að vera með. Við þurfum að bíða og sjá hver staðan er á honum þá. Það væri algjör draumur ef hann myndi spila með okkur,“ sagði Almada. Messi hefur áður talað um að vera með í Suðurameríkukeppninni sem fer fram í Bandaríkjunum í sumar. Henni lýkur 14. júlí eða aðeins tveimur vikum áður en Ólympíuleikarnir hefjast í París. Messi varð heimsmeistari með argentínska landsliðinu á HM í Katar í lok ársins 2022 og gat þá ekki hugsað sér að hætta að spila með landsliðinu því það var svo gaman. Það væri samt mikið að taka þátt í tveimur stórmótum sama sumar en margir Argentínumenn lifa í voninni með að sjá sem mest af honum í argentínska landsliðsbúningnum í sumar. Javier Mascherano: "Messi at the Olympics? He has open doors from me, it's on him to decide. He congratulated us. We know that Leo is a big fan of the National Team. There will be time to talk." pic.twitter.com/fFGuVOcd5j— All About Argentina (@AlbicelesteTalk) February 12, 2024 Ólympíuleikar 2024 í París Argentína Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Sjá meira
Javier Mascherano, fyrrum liðsfélagi hans hjá argentínska landsliðinu og Barcelona, er þjálfari Ólympíuliðs Argentínu. Liðið tryggði sér sæti á ÓL um helgina en Brasilíumenn sátu eftir með sárt ennið. „Það þekkja allir samband mitt við Leo og vináttu okkar,“ sagði Mascherano. Javier Mascherano on Messi potentially playing in the Olympics:"Everyone already knows my relationship with Leo [Messi], the friendship I have. A player like him has the doors open to accompany us [at the Olympics], then it will obviously depend on him and his commitments." pic.twitter.com/1mNe4Ly00h— ESPN FC (@ESPNFC) February 12, 2024 „Dyrnar eru alltaf opnar fyrir leikmann eins og hann til að spila með okkur á Ólympíuleikunum. Þetta mun bara ráðast á honum sjálfum og hans skuldbindingu,“ sagði Mascherano. Messi og Mascherano urðu Ólympíumeistarar saman á Ólympíuleikunum í Peking 2008 en Mascherano vann líka gull fórum árum fyrr í Aþenu. Thiago Almada, leikmaður 23 ára liðs Argentínu, er spenntur fyrir möguleikanum á því að spila með Messi á ÓL í París. „Ég vona að hann hafi löngunina til að vera með. Við þurfum að bíða og sjá hver staðan er á honum þá. Það væri algjör draumur ef hann myndi spila með okkur,“ sagði Almada. Messi hefur áður talað um að vera með í Suðurameríkukeppninni sem fer fram í Bandaríkjunum í sumar. Henni lýkur 14. júlí eða aðeins tveimur vikum áður en Ólympíuleikarnir hefjast í París. Messi varð heimsmeistari með argentínska landsliðinu á HM í Katar í lok ársins 2022 og gat þá ekki hugsað sér að hætta að spila með landsliðinu því það var svo gaman. Það væri samt mikið að taka þátt í tveimur stórmótum sama sumar en margir Argentínumenn lifa í voninni með að sjá sem mest af honum í argentínska landsliðsbúningnum í sumar. Javier Mascherano: "Messi at the Olympics? He has open doors from me, it's on him to decide. He congratulated us. We know that Leo is a big fan of the National Team. There will be time to talk." pic.twitter.com/fFGuVOcd5j— All About Argentina (@AlbicelesteTalk) February 12, 2024
Ólympíuleikar 2024 í París Argentína Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Sjá meira